Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 44

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 44
Smásaga eftir Denise Robertson Ir/ER lentu saman af tilviljun, hlé- dræg slúlka frá afskekktri eyju og frjáls- mannleg glæsimær úr stórborginni. „Finnið ykkur herbergi tvær og tvær saman,” sagði umsjónarkona heima- vistarinnar rösklega og smalaði nýnemunum inn á ganginn. Eileen fann þútt tak um handlegg sér, henni var ýtt inn um opnar dyr, og á næsta andartaki var taskan hennar á rúminu og búið að loka dyrunum. — Ég heiti Imogen, sagði hin stúlkan, — og hamingjan má vita, hvað cg er að gera hér. Hún opnaði handtösku sina og réiti sigarettupakka i áttina til Eileenar. — Reykirðu? Eileen hristi höfuðið. Sjálfsöryggi. talsmáti og klæðnaður hinnar stúlkunnar gerðu hana orövana. „Eins og klippt út úr tískublaði, mamma," skrifaði hún í fyrsta bréfi sinu heim. Heima var Shetland. lengst i norðri. — Eileen er fallegt nafn, sagði Imogen, — en ég ætla að kalla þig Mússu, þvi þú minnir mig á hljóðláta mús. Þclta var upphaf vináttu þeirra. Þær áttu fátt eitt sameiginlegt. lmogen var hávaxin og dökk yfirlitum, borgarbarn fram i fingurgóma, gædd rikulegu sjálfs- trausti. Eileen var að eölisfari hlédræg, með blá augu og brúnleitt hár, hæglát og heimakær. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og eðlisfar féll þeim vel hvorri við aðra allt frá þessum fyrsta degi í september 1951. Þremur áruni siðar útskrifuðust þær sem hjúkrunarkonur, og hvor um sig hafði grætt nokkuð á umgengninni við hina. Eileen hafði áunnið sér ögn af djarfmannlegri framkomu Imogenar, sem á hinn bóginn hafði róast nokkuð fyrir áhrif vinkonu sinnar. lmogen var hæfari hjúkrunarkona, það varð Eileen að viðurkenna. Hún var gædd einstakri lipurð og næmi fyrir starfinu. Þó var það Eileen, sem hreppti hina eftirsóttu stööu á karladeildinni skömmu eftir prófið. IvlOGEN var sannarlega sérstök stúlka, það var einhver óróleiki i blóðinu, sem rak hana áfram. Karlntenn löðuðust að henni. en henni hélst sjaldan lengi á þeim. Ekki varð þó merkt, að henni væri eftirsjá að þeim. — Nægur fiskur í sjónum, Mússa. Mundu það, sagði hún. Þó henti það, að Eileen þóttist sjá skugga i augum hennar, vonbrigði hins sigraða. Stöku sinnum fóru þær saman á stefnumót, sem lmogen að sjálfsögðu skipulagði. Þannig var þvi ekki varið með Frank. Hann kom til starfa sem kandidat á karladeildinni, þar sem Eileen vann, hálfþrítugur, mjög áhugasamur um starf sitt. Hann eyddi talsverðum tima á skrif- stofu Eileenar, grúskaði i skýrslum og lyfseðlum og þáði með þökkum te- eða kaffibolla hjá henni. — Hann er skotinn í þér, Mússa, sagði Imogen, hressileg að vanda, en Eileen vissi, að henni var ekki svo ljúft sem hún lét. Hún haföi veitt þvi athygli, hvernig lmogen horfði á Frank. Þau unnu saman í sex mánuði. Þá fór hann til starfa á sjúkrahúsi i Manchester. og það varö Eileen, sem lekk bréfin frá honum, ekki Imogen. „Skilaðu kveðju til Imogenar,” skrifaði hann. Imogen skellti i góm, þegar Eileen skilaði kveðjunni og sagði: — Þú ættir að klófesta hann, Mússa, um leið og hann hefur klárað þarna i Manchester. Þú verður örugglega fyrirmyndar lækn- isfrú. Eileen hefði svo gjarna viljað ræða til- finningar sinar til Franks við Imogen, en hún gat ekki gleymt því, að lmogen hafði lika verið hrifin af honum. Þetta olli þvi, að þær fjarlægðust hvor aðra litillega. Imogen eignaðist nýjan ástvin, Victor, eiganda klúbbs. sem hún sótti slundum þegar hún átti frikvöld. Eileen geöjaðist illa að honum. enda þótt hann sýndi henni alltaf kurteisi, og hann jós gjöfum í Imogen. — Svona, út meö þaö, segöu þaö, sagöi Imogen ögrandi, um leiö og hún bretti upp kraganum á nýrri leöurkápu frá honum. — Segðu, aö þetta eigi eftir aökomaméríkoll. En Eileen sagöi ekkert. Hvernig gat hún áfellst bestu vinkonu sina, þegar hennar eigin hamingja fyllti brjóst hennar eins og hlýr sólargeisli? ElLEEN giftist Frank i nóvember 1957 í litlu kirkjunni á heimaeyju sinni. Imogen var brúðarmær og minnti á sjaldgæft blóm i dökkrauða flauels- kjólnum sínum. Eileen horfði á sjálfa sig í speglinum aö morgni brúðkaupsdags síns og furöaöi sig á því, að Frank skyldi hafa valið hana, þegar hann hefði getað fengið lmogen. Andlit hennar var hversdags- legt, ekki ófritt, en fyrir alla muni hvers- dagslegt. Kannski hafði hann valið hana, vegna þess aö hún var áreiöan- leg, ekki falleg, en áreiöanleg. Enn sem fyrr ýtti Eileen þessum hugsunum til hliöar, máliö var of viökvæmt. Frank var tillitssamur elskhugi, skildi hlédrægni hennar, var fundvís á óskir hennar. Og það jók enn á hamingju hennar að sjá, hversu vel hann kunni að meta heimili þeirra, hve hann naut þess að koma heim að loknum vinnudegi. Hann fékk læknisstarf i námaþorpi i Northumberland. Þau fengu til umráða stórt, rautt múrsteinshús, byggt um aldamótin, búið ótal krókum og kimum, sett stórum gluggum með lituðum glerjum. Intogen var stórhrifin. þegar hún kom í viku heimsókn. — Ég verð að hætta að kalla þig Mússu, sagði hún hátiðlega. — Það gengur ekki, þegar þú ert komin i tölu heldra fólksins. Vinátta þeirra stallsystra var innileg sem fyrr, þráttfyrir þann brest,sem enn gætti. lmogen hafði harðnað í lund, hlátur hennar var ögrandi, stór augun virtust stærri en nokkru sinni i fölu, mögru and- litinu. — Þú ert ekkert nema skinn og bein, sagði Eileen áhyggjufull. — Reyndu þá að fita mig, frú læknir, svaraði Imogen og brosti. Vikán leið. — Auðvitað kem ég aftur. sagði Imogen, þegar hún kvaddi þau. Skuggi efans Rose var svarið við heitustu óskum hennar, barnið, sem þau höfðu svo lengi þráð að eignast. En gæti Eileen nokkru sinni gleymt, hvernig hún hafði orðið til? — Þið haldið þó ekki, að þið séuð laus viðmig! Hún sneri sér að Frank með einhver spaugsyrði á vörum, en hann greip hana í faöm sér. — Gættu þín vel, Imogen, sagöi hann alvarlegur í bragöi. Sem snöggvast virtist Imogen hjúfra sig að honum, en svo reif hún sig lausa og reigði fallega höfuðið sitt. — Óger- legt, doktor, sagði hún döprum rómi. — Einfaldlega óframkvæmanlegt. Eileen átti erfitt með að víkja Imogen úr huga sér. Vanliðan hennar var svo augljós, en eins og á stóð, gat Eileen litið gert, auk þess sem heimilið og Frank tóku allan hennar tima og umhugsun. núN var að búa gestaherbergið undir aðra heimsókn Imogenar, þegar henni bárust boð að heiman. Móðir hennar var veik, ef til vill alvarlega veik. Frank hafði bókað far fyrir hana með ferjunni innan klukkutima. — Og hafðu engar áhyggjur af mér... ég sé um mig sjálfur. Þetta verður allt i lagi, svaraði hann ákveðinn. Eileen var fegin, að Imogenar var von næsta dag. Þær töluðust við i síma. og Imogen var hressilega að vanda. — Af stað með þig, og láttu vera að búast við hinu versta. Shetlendingar eru ódrepandi... mamma þin nær sér, sannaðu til. Vertu eins lengi og þú vilt. Ég á langt fri inni, og ég skal líta eftir Frank, eins ogég væri mamma hans. Hálfur mánuður leið, áður en Eileen fannst hún geta yfirgefið nióður sina. Hún hafði náð sér allvel, en átti að fara varlega fyrst um sinn. Þetta var fyrsta heimsókn Eileenar á æskuslóðirnar siðan hún gifti sig, og hún fann, hve hún hafði í rauninni saknað hinnar kyrrlátu náttúru Shetlands, víðáttu himinsins og blikandi hafsins. Hún hét sjálfri sér þvi að koma aftur urn sumarið ásamt Frank. Imogen hafði þegar tekið saman föggur sinar og búist til brottferðar. — Hér er allt í röð og reglu og stakasta lagi, sagði hún, en Eileen fannst hún forðast að mæta augnaráði hennar. Hún skynjaði, að eitthvað var að og sneri sér að Frank i leit aðskýringu, en fann hana ekki þar. Þau fylgdu Imogen á brautarstöðina í Newcastle. Frank hjálpaði henni að koma sér fyrir og vék siðan til hliðar fyrir Eileen, svo að vinkonurnar gætu kvaðst. — Sjáumst aftur, Mússa, sagði lmogen. Hún brosti, en tárin voru aug- Ijóslega ekki langt undan. Eileen langaði að spyrja hana, hvað væri að, en hún hikaði, og á næsta andartaki var blásið til brottferðar, og þá var það orðið of seint. VlKU seinna fékk Eileen stað- festingu á þvi, að hún væri með barni. 44 Vikan zz tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.