Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 36

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 36
Stjörnuspá llnilurinn 2l.mars 20.;i|iril Þú skalt ekki vera í miklu fjölmenni næstu daga. Þú hefur nóg aö gera heima við og þarft aö sinna verk- efnum sem setiö hafa á hakanum. Þér hætt- ir til aö láta óvarleg orö falla. Ki. iihinn 22.jimi 2.Yjúli Þú lendir í sam- kvæmi þar sem þér finnst þú vera eins og illa geröur hlutur. Þér hættir til aö draga þig inn í skel ef þér líöur illa. Þaö leysir engan vanda. Þú verður aö vera opinn og hreinskilinn. \«líin 21. sepi. 2.Vok(. Akveöin persóna sækist mjög eftir félagsskap þínum. Þú skalt meta stööuna óháö því sem aðrir hafa aö segja um máliö. Ofund er ill sýki sem herjar á marga og spillir ýmsu. Nlcingcilin 22.dcs. 20. jan. Þú hefur veriö í alveg ómögulegu skapi þessa dagana. Þínir nánustu hafa læöst á tánum í kringum þig af þess- um sökum. Bættu nú ráö þitt og sýndu þeim einhvern áhuga áöur enþaöerumseinan. YluliA 21. ijinI 2l.ni;li Þér er í nöp viö einn samstarfsmann þinn. Hann hefur lengi stundaö aö skjóta aö þér illkvittnum athugasemdum. Þér gefst færi á aö koma honum aö óvörum ef þú heldur rétt á spööunum. I.jnnid 24.júli 24. iiiÚM Maöur nokkur hefur sýnt þér mikla athygli og hann mun veita þér ómetanlegt •ækifæri til aö sýna hvaö í þér býr. Þú ert samviskusamur og þó aö þér finnist þú tímabundinn skaltu haldaþvíáfram. Þaö er hætt viö aö þú megir teljast sekur um aö fylgjast ekki nægilega vel meö. Þaö veröur til þess að fólk verður þreytt á aö tala viö þig. Reyndu aö bæta úr þessu hiö snarasta. \;ilnsl>crinn 2l.j;in. l').fchr. Þú þarft aö þiggja f járhagsaöstoö og þaö fer mjög í taugarnar á þér. Þaö þýöir ekkert annaö en aö leggja stoltiö á hilluna og hjálpin er veitt meö góöu hugarfari. Hagur þinn mun vænkast. T\ihur;irnir22.m;ii 2l.júni Þú ert ekki nægiiega vel á þig kominn líkamlega og þarft aö ráöa bót á þeim mál- um. Framundan er sumarfrí. Þó veðrið sé ekki nógu skemmti- legt er óþarfi að láta þaö eyðileggja fyrir sér fríið. Einn ættingi þinn ætlast til nokkuö mikils af þér þessa dagana. Þú veröur aö taka því meö þögn og þolinmæði því hann mun launa þér þaö ríkulega. Vikan verö- ur aö öðru leyti dauf- leg og erilsöm. Koi<ni;iúiirinn 2-1.nú«. 2l.dcs Einhver veikindi hafa hrjáö þig upp á síö- kastiö. Þaö er þó ekk- ert alvarlegt og mun ekki hafa nein áhrif á framtíöaráætlanir þínar. Einhver uppá- koma á næstu dögum mun hafa skemmti- legarafleiðingar. Kiskurnir 20.fchr. 20.mars Þaö hefur fariö lítiö fyrir þér í vinnunni nú um nokkurt skeiö. En þar sem þú hefur unnið verk þitt vel, án þess aö breiða þá staðreynd út, er hætt viö aö þú sért van- metinn. Láttu það ekkert á þig fá. Fimm mínútur meö Willy Breinholst a tíö hafði hinn heimsfræga trompetleikara Jimmy Starr dreymt um aö fara til Afríku, dreymt um að sjá meö eigin augum hið hvíta fjall Afríku, Kilimanjaro, dreymt rnn aö veiða buffala og nashyrninga, aö fylgja safaríforingjanum yfir endalaus- ar savannaslétturnar, þar sem hjarðir af sebrahestum, gíröffum og gasellum væru á beit og í þorp- inu á kvöldin myndi hann fylgja hinum innfæddu í dans viö eggjandi hljómfall trumbunnar. Og ef menn vildu gæti hann jafn- vel spilað nokkur af sínum bestu lögum. Nú var þessi draumur orðinn að veruleika. Hann hafði hafnað öll- um atvinnutilboðum og var lagöur af stað frá Nairóbi á þrjátíu daga ljónaveiðar langt inn í Kenya, undir forystu hins hvíta veiði- manns Patrick O’Malley. Vikum saman hafði hann reikaö um hina miklu, þéttu regnskóga. Hann haföi dregist yfir sólbakaða slétt- una við Utuku-kuku, þar sem hann hafði séð risastóra hópa af stökk- gasellum bíta í mestu makindum. Af og til höfðu þeir fellt vatnabuff- ala eöa antilópur til að fá kjöt í pottrétti masai-kokksins og fram að þessu hafði allt gengið sam- kvæmt áætlun. En þá var þaö dag einn að nokkuö vægast sagt uggvænlegt gerðist. O’Malley ruddist gegnum hátt, stinnt, grágult gras Uhaiyana-sléttunnar, með svertingjana á eftir sér, svo stað- næmdist hann skyndilega og horfði rannsakandi kringum sig. Þorskhausinn hann Jimmy Starr, muldraði hann, — er hann nú týndur aftur? Hann sneri sér að N’dagara, sem var byssuberi Jimmys, þar sem hann var að dröslast meö hinn þunga, tvíhleypta Winchester riffil Jimmys. Hvar er hinn hvíti bwana? spurði hann. M’ne zunga usongwa kodak b’wana! svaraði N’dagara og gaf með látbragði til kynna að Jimmy heföi yfirgefið leiðangurinn til þess að taka myndir. Og eins og venjulega hefur hann ekki tekið byssuna sína með, hnussaði O’Malley. — Þetta endar með ósköpum hjá þessum ruglaða hornablásara. Villist hann á Uhaiyana-sléttunni finnum við hann aldrei. O’Malley teygði sig til þess að sjá yfir mannhæðarhátt grasið en Jimmy Starr sást hvergi. Og hann var villtur. Þeim mun meira sem hann hamaðist við að finna leiðina til baka þeim mun villtari varð hann. Þegar leið á daginn var hann orðinn svo villtur að hann lét fallast vonleysislega á fúinn trjábol inni á miðri slétt- unni. Hann var lítill, horaður og óásjálegur, þarna sem hann sat í hvítu safarífötunum með alltof stóran hitabeltishjálm. Fyrir aft- an hann höfðu hrægammar þegar sest á kræklótt og veöraö tré og horfðu þolinmóðir á framvindu mála. I fjarska var sólin um það bil að hverfa bak við Abunguma- fjöllin. Vlfur sjakala og gelt híenu rauf kyrrð sléttunnar. Tveir hræ- gammanna flugu kringum Jimmy og settust í seilingarfjarlægð frá honum og störðu á hann köldum, gráöugum augum. Hann var örugg bráð. Það var bara spurn- ing um örlitla þolinmæði enn. Jimmy var skelfingu lostinn. Sjakalarnir læddust nær, híenurn- ar læddust nær, pardusdýrin lædd- ust nær. Hann hafði enga von. Fyndi O’Malley hann ekki áður en koldimm hitabeltisnóttin legðist yfir sléttuna væri úti um hann. Hann fékk hugmynd! Trompetinn! Gulltrompetinn, sem hann hafði ekki þorað að líta af alla ferðina, hékk í bandi yfir öxlina. Hann gæti blásið í hann og gefið merki og ef O’Malley heyrði það myndi hann vita í hvaða átt hannættiaðleita. Jimmy Starr bar gulltrompet- inn upp að munninum og blés. Svo beið hann nokkrar mínútur. Það barst engin hjálp. Aðeins sebra- hestar og antilópur, sem voru á beit, sperrtu eyrun. Jimmy blés aftur. Án þess að hugsa út í það var hann farinn að spila glans- númerið sitt: 0, pabbi minn! Hin- ir angurværu, áleitnu, hreinu og tæru tónar bárust langt út yfir sléttuna og nú gerðist svolítið merkilegt. Dýrin sem heyrðu fóru að færa sig nær, sebrahestar, gas- ellur, sjakalar, simpansar, ljón, nashyrningar og hlébarðar hópuðust kringum hann og hlust- uðu með andakt á þennan heims- fræga trompetleikara. 0, pabbi minn, tra-la, la-la, la- la, la-la, ó pabbi minn. 36 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.