Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 35
Erlent
Meryl
Streep
leikur
Sophie
Meryl Streep er eflaust ein virt-
asta og vinsælasta leikkona í
Bandaríkjunum um þessar
mundir og þaö ekki að ástæöu-
lausu. Hún hefur unniö hvern leik-
sigurinn á fætur öðrum og ætla
mætti aö hún þyrfti ekki að grát-
biöja um hlutverk. Þegar Alan
Pakula fór aö leggja á ráöin um aö
gera kvikmynd eftir skáldsögunni
Sophie’s Choice eftir William
Styron ætlaði hann evrópskri
konu aö leika Sophie. Sagan er ein
áhrifamesta skáldsaga sem komið
hefur út í Bandaríkjunum í seinni
tíö. Hún fjallar í stuttu máli um
ungan Suöurríkjamann, Stingo,
sem kemur til New York til þess
að gerast rithöfundur. Hann leigir
herbergi í húsi með ýmsu sér-
kennilegu fólki, þar á meðal
elskendunum Nathan og Sophie.
Sophie er pólskur kaþólikki og
haföi dvaliö mestan stríöstímann í
hinum illræmdu Auschwitz —
Birkenau fangabúðum. Hún haföi
mis^t bæöi bömin sín og þolað
hinar cmannúölegustu raunir og
niðurlægingu. Þegar hún kemur
til Bandaríkjanna eftir stríðiö,
mállaus á ensku og illa haldin af
næringarskorti og eftirköstum
ógnanna, hittir hún gyðinginn
Nathan sem er að sögn frægur líf-
efnafræðingur. Ástarsamband
Nathans og Sophie er stormasamt
og bókstaflega hristir gólf og
veggi gamla hússins. Stingo er í
byrjun aðeins áhorfandi en verður
smám saman þátttakandi í lífs-
reynslu þeirra, bæði í fortíö og
nútíð.
Þegar Meryl Streep komst yfir
handritið að myndinni hraðaði
hún sér á fund Pakula og segist
hafa kastað sér í gólfið fyrir
framan ijann og grátbeðið um hlut-
verk Sophie. Hún lofaði að hún
skyldi útvega sér ósvikinn pólskar
hreim. Síðan hóf hún pólskunám,
fimm daga vikunnar í þrjá
mánuði.
Þegar Streep hafði tryggt sér
hlutverkið lagði hún til að Kevine
Kline fengi að leika Nathan. Kline
hefur leikið aðalhlutverkið í söng-
leiknum fræga á Broadway, The
Pirates of Penzance.
Alan Pakula er reyndur leik-
stjóri og hefur stjórnað um
fimmtán myndum. Þeirra
frægastar eru sennilega Klute
(1971), The Parallax Review
(1974) og All the President’s Men
(1976).
Landamærin
Með leik sínum í kvikmyndinni
The Border (Landamærin) vilja
margir gagnrýnendur meina að
Jack Nicholson hafi sýnt og
sannað enn á ný að hann á engan
sinn líka. Kvikmyndin gerist við
landamæri Bandaríkjanna og
Mexíkó. Gífurleg spilling ríkir
meðal eftirlitsmannanna, mútur,
arörán, svik og ofbeldi veður uppi.
F'átækir Mexíkanar, sem reyna að
komast til Bandaríkjanna, verða
illilega fyrir barðinu á óprúttnum
löndum sínum og fégráðugum
Bandaríkjamönnum. Margir eftir-
litsmenn eru einungis leppar
bandarískra. auömanna sem sjá
sér hag í að níöast á innflytjendun-
um með hjálp mexíkanskra
glæpamanna. í myndinni er mikil
samúö með þeim eftirlitsmönnum
sem reyna aö vinna starf sitt á
heiðarlegan hátt. Myndin er hörð
ádeila á óréttlætið og óþverrann
sem ríkir á landamærunum. Sýnt
er fram á með átakanlegum og
beinskeyttum hætti hvernig mis-
réttið í sambandi við mál innflytj-
endanna leiðir af sér glæpi og
skelfingu í báðum löndunum.
Nicholson leikur eftirlitsmann í
E1 Paso, Texas, Charlie að nafni.
Gegn vilja sínum varð hann að
yfirgefa friðsælt og fábrotið
heimili sitt í skógunum og flytja til
E1 Paso. Með því móti reyndi hann
að veröa viö óskum hinnar þokka-
fullu eiginkonu sinnar, Marcy
(Vlerie Perrinel), um lífsþægindi.
Hann er þreyttur og óhamingju-
samur en reynir að rækja starf sitt
af skyldurækni. Hann er miður sín
yfir hrottaskapnum sem starfinu
fylgir og hryllir við þegar vinnu-
félagi hans segir honum að hann
geti haft töluvert meira upp úr
krafsinu með því að hjálpa ólög-
legum innflytjendum fyrir
peninga. Hann vill ekki blanda sér
í þau mál en freistingin er mikil
þegar skuldirnar hlaðast upp.
Charlie reynir að fá uppreisn æru
gagnvart sjálfum sér með því að
hjálpa fallegri, saklausri ekkju
(Elpida Carillo) yfir landamærin.
Þegar barni hennar er rænt og selt
til ættleiðingar er Charlie nóg
boðið.
Leikstjóri myndarinnar er
Bretinn l'ony Richardson sem
leikstýrði l'he Loved One (eftir
skáldsögu Evelyn Waugh) og The
Entertainer (eftir leikriti John
Osborne). Gagnrýnendur segja að
sjaldan hafi Breta tekist betur að
gera bandarísku þjóðfélagsmeini
skil. Vinnubrögöin eru blanda af
vandaðri rannsóknarfrétta-
mennsku og listrænu handbragöi.
Myndin er á köfl\ n mjög hrotta-
fengin og skelf: g. Atriði nokkurt,
þar sem konu* og karlar úr hópi
innflytjenda eru aðskilin og sett í
eins konar búr, er sagt minna
óþyrmilega á útrýmingarbúðir
nasista á stríðsárunum.
En maöur myndarinnar er óum-
deilanlega Jack Nicholson sem
ekki hefur gert betur síðan hann
lék McMurphy í Gaukshreiörinu
1975. 1
22. tbl. Vlkan 35