Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 42

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 42
Það er notalegt að bregða sér i peysu þegar kalt er úti þrátt fyrir að feldurinn sé þykkur, enda óklipptur. tíörnum verður að greiða. . . . „Bráðnauösynlegt og hreint óhjá- kvæmilegt er aö bursta hundana reglu- lega. Annars veröa þeir eitt flóka- stykki. Það veröur aö bursta þá nokkrum sinnum í viku. F'ólk sem ekki hefur tíma til þess aö hiröa hundana sína ætti ekki aö vera aö fá sér hunda. Viö gætum boriö þetta saman viö aö greiöa börnunum okkar. Hvernig myndu þau líta út ef þeim væri aldrei greitt? Þess vegna er auövitaö best aö bursta hundinn daglega. Aftur á móti er óþarfi aö vera alltaf aö baöa hunda. Þaö á ekki aö gera nema þegar þeir eru óhreinir, hafa til dæmis lent í drullupolli eöa moldarflagi. Þaö er alveg nóg að baöa þá mánaöarlega. Of tíö bööun getur oröiö til þess aö fitan fari úr feldinum og hann veröi linur og húöin þurr. Sjampó ætti alls ekki aö nota á hunda oftar en einu sinni í mánuði. Stundum kemur fyrir aö hundinn klæjar ef hann hefur veriö klipptur mjög snöggt í framan eöa í kringum rófuna og þá getur veriö ágætt aö bera á hann eitthvað mýkjandi, eins og vasilín.” „Hvaö geturöu sagt okkur um tísku í poodle-klippingum? Sumum finnst óttalega ljótt aö sjá hunda snoðklippta aö aftan en meö ljónsmakka, eöa meö loðna hringi um lappir og þar fram eftir götunum. Klippir þú hundana þannig eöa er tískan eitthvaö ein- faldari hér en erlendis?” Loðinn á liðamótum og bringu til að verjast kulda „Líklega er þetta töluvert öðruvísi hér en erlendis. Fólk vill aöallega fá hundana snyrta, alla jafnt klippt en síöur snoöklippta á pörtum. Einstaka biöur þó um svokallaöa buxnaklipp- ingu. Þá er hundurinn haföur loðinn aö aftan og á afturfótunum, snoöaöur um miöjuna og síöan aftur loöinn aö framanveröu. Þetta er líkast því aö hann sé í buxum og vesti. En þaö er gaman aö hugleiða hvers vegna hund- arnir voru klipptir á þennan sérkenni- lega hátt í byrjun. Poodle-hundurinn er upphaflega veiðihundur. Hann sótti veiöibráðina út í ár og vötn. Menn klipptu hann á ýmsa vegu til þess aö auövelda honum sundiö og sömuleiðis til þess aö halda á honum hita þar sem hann var viðkvæmastur. Hann var látinn vera meö loöna hringi á liöa- mótum svo hann fengi ekki liðagikt og hann var haföur loöinn um brjóstiö svo hann ofkældist ekki og fengi lungna- bólgu. Hvort tveggja skýrir aö minnsta kosti aö nokkru klippingarnar sem fólki þykja svo skrýtnar ef þaö hefur ekki sett sig inn í ástæðurnar fyrir þeim.” „Hvaö heldurðu aö séu margir poodle-hundar hér á Stór-Reykjavíkur- 0 svæöinu og heldurðu aö grundvöllur væri fyrir því aö hafa hér hunda- snyrtistofu, rétt eins og viö höfum snyrtistofur fyrir mannfólkiö? ” „Líklega eru hér um 200 hundar og ég er viss um aö hægt væri aö reka hér snyrtistofu fyrir þá. Hún yröi þó nokkuö dýr í uppsetningu vegna þess aö þaö þarf margs konar tæki og búnað á svona stofu. Svo eru hér ekki enn neinir fulllæröir snyrtisérfræöingar sem hafa lagt stund á hundasnyrtingar. Hundarnir eru þó áreiðanlega nógu margir til þess aö nóg væri fyrir slíka sérfræöinga aö gera enda er fólk fariö aö hugsa betur um hundana sína en þaö geröi í upphafi og gera sér ljósa þá ábyrgö sem fylgir því aö hafa hunda. Þaö má hvorki láta þá vera sóðalega né heldur láta þá sóöa út umhverfi sitt, öllum til leiöinda. Mig langar í þessu sambandi aö segja frá því aö Hunda- ræktarfélag Islands hefur látiö útbúa sérstaka plastpoka sem hundaeig- endur geta fengiö sér aö kostnaöar- lausu. Þessa poka ætti fólk að hafa meöferöis þegar þaö fer út meö hund- ana sína og þrífa upp eftir þá skítinn en skilja hann ekki eftir á almannafæri öllum til leiöinda. Þaö er einmitt hunda- skíturinn sem er þyrnir í augum margra sem eru á móti hundahaldi. Meö því aö hreinsa hann upp eftir hundinn getur hundaeigandinn dregiö úr andúö margra á hundahaldinu.” „Stundum eru hundar klæddir í föt. Gerir fólk þaö líka hér á landi eins og erlendis?” „Þaö er nokkuö um aö fólk hér klæöi hundana sína í kápur eöa peysur. Framleiddar hafa veriö lopapeysur fyrir hunda, sem eru ansi skemmti- legar. Eg á líka von á því aö fariö veröi aö framleiða handa þeim bæöi regn- og loðkápur áöur en langt líöur. Þaö getur veriö mjög gott aö eiga svona flík fyrir hundinn, sérstaklega á vetuma, því snjór vill festast óþægilega í ullinni á poodle-hundinum. Hann þolir illa kulda, er heimilishundur og myndi áreiöanlega ekki endast lengi ef hann væri sendur út í sveit eins og þeir vilja aö gert sé sem segja aö allir hundar eigi heima í sveit og alls ekki í bæjum eöa borgum.” Sonja var búin aö eignast sinn poodle-hund löngu áöur en henni datt í hug aö fara aö kynna sér hvemig ætti aö snyrta hunda eða klippa og hún segir aö lokum: „Þaö er ekki hægt aö láta sér leiðast þar sem er poodle- hundur. Hann er kátur og skemmti- legur, ástúölegur og tryggur. Hann þarf ekki mikla hreyfingu og honum nægir aö leikiö sé viö hann innan dyra. Hann á þó ekki aö vera leikfang, hvorki barna né fulloröinna. Fólk sem fær sér poodlehund þarf aö vera tilbúiö aö gefa mikið af sjálfu sér, bæöi í væntumþykju og aga, vegna þess aö hvort tveggja er þessum litla vini okkar nauösynlegt. ” 42 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.