Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 21

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 21
koma aftur. Hvernig náði lögreglan í ykkur svona fljótt?” „Lögreglan?” hrökk út úr William og hann var þegar orðinn órólegur. Frú Pattersson horföi rugluð á okkur. „Vitið þiö þá ekki neitt. og ég sem hélt. . . . Frú Manville er horfin,” sagði hún. „Hún var ekki í herberginu sínu í morgun og rúmið hennar var óhreyft.” Ég sá að Susan og William litu snöggt hvort til annars áöur en hann tók um axlir frú Pattersson og ýtti henni upp tröppurnar með sér. „Komdu inn og segðu okkur allt frá byrjun.” „Það er nú ekki mikiö aö segja,” sagði hún eftir að hann haföi fengið hana til þess aö setjast niöur fyrir framan snark- andi arineldinn á bókasafninu. „Hr. Manville hringdi til lögregl- unnar og hún kom og spurði fjölda spurninga og svo fór hann með lögreglumönnunum þegar þeir fóru héðan.” „En hvers vegna öll þessi læti út af þessu,” sagöi Susan og virtist ekki skilja neitt í neinu. Þetta var í fyrsta skipti sem hún mælti orð af munni frá því við fórum frá Frakklandi. „Það er ekkert nýtt að mamma hverfi í nokkra daga án þess aö segja okkur frá því. Hún segir að það stafi af frönsku skaplyndi sínu en ég held að þaö sé tillitsleysið! Og hvað er svo þetta þarna?” hélt hún áfram og benti á vegginn. Þar hékk mynd af Ross, næstum alveg eins og sú sem hékk í mat- salnum. Hún hafði ekki verið þarna daginn áður og hafði blasað við mér um leið og ég gekk inn í herbergið. „Hr. Manville hlýtur að hafa hengt myndina þarna í gær,” * sagði frú Pattersson. „Hann átti eina af sínum erfiðu nóttum í nótt,” sagði hún til frekari « skýringar. „En honum þótti vænt um að hafa fengið tækifæri til þess að tala við yður,” sagöi hún og kinkaði kolli í áttina til mín. William og Susan störðu á mig. „Talaðir þú við pabba í fyrrinótt? Hmhvað?” í annað skipti í dag var ég furðu lostin yfir því hvernig Susan brást við. Heföi móðir mín horfið hefði ég tæpast getað hugsað um nokkuö annað en það. „Nú, segðu okkur það! Hvað sagði hann?” sagöi hún ákveðin. Ég stalst til þess að líta á frú Pattersson og William brosti róandi til mín. „Við eigum engin leyndarmál fyrir Patty.” Framhaldssaga „Ég vaknaði um nóttina og heyrði rödd Ross,” sagöi ég hægt. „Svo fór ég fram úr og.. . . já, svo hitti ég bara hr. Manville. Við töluðum svolítiö saman og annað var þaðekki.” „Ég vildi að ég gæti skilið hvers vegna hann er aö pína sjálfan sig á þennan hátt,” stundi Susan. „Mig langar mest til þess að kasta þessu segulbandstæki í ruslið.” Segöu honum frekar að Ross sé á lífi, hugsaði ég með sjálfri mér. Það er það eina sem hann þarf að fá að vita. „Én um hvað töluðuð þið?” hélt Susan áfram. „Ég ^et vel skilið aö þaö hafi verið um Ross, en hvaö sagði hann?” „Honum leiö ákaflega illa. Hann minntist eitthvað á að hann heföi ekkert vitað í þrjátíu ár, og því hefði hann eins getað fengið að halda áfram að lifa í góðri trú. Hann sagði aö þaö hefði verið til- gangslaust að básúna út um allt sannleikann um Ross.” „Sagði hann það?” spurði Susan hissa. „Ég á viö þetta síðasta. Aö allir vissuþað.” Ég horfði rugluð á hana. „Þaö getur svo sem veriö að það hafi verið Alison sem sagði það.” „Áreiðanlega,” sagöi Susan hryssingslega. „Staðreyndin er nefnilega sú aö það veit enginn utan fjölskyldunnar, nema Alison auðvitaö, að Ross er ekki sonur pabba.” „Og þannig skal þaö líka vera áfram,” sagði frú Pattersson ákveðin. Hún reis þunglamalega á fætur. „Ég ætla að útbúa hádegis- verðinn á meðan við bíðum. ’ ’ „Ég fer og hringi til lögregl- unnar, bætti William við. , _ Framhalcl i nœsta bladi. | ™ W Broutcirgrill - Isbúð Gnoðarvogi 44-46, móti Vogoskólo (Menntaskólonum við Sund) Nýr matsölustaður OPIÐ TIL KL. 23.30 ALLA DAGA GRILL Matseðill Brautarborgari...................... Brautarborgari m/osti lauk, salatblaði, sýrðum gúrkum, sósu og frönskum .... Brautarkjúklingur 1 hluti .......... Fiskur og franskar (fish and chips). Samloka m/osti & skinku............ Franskarkartöflurfyrir 1........... Franskar kartöflur fyrir 4-5....... Kokteilsósa............. Okkar Verd verð yfirleitt 25 38 35 16 25 15 10 30 10 55 19 45 35 15 50 20 Sértilboð laugardaga og sunnudaga. Heilsteiktir Brautarkjúklingar með frönskum kartöfium, kjúklingasósu og salati. Okkar Verð verd yfirleitt .180 300 ISBUÐ Réttir ís í brauðformi ... ís í brauðformi m/dýfu .... Barnaís............ Barnaís m/dýfu .... Shake.............. Barnashake ........ ís í 1 lítra fötum (fatan innifalin). (smolaríveizluna..................... Brautarpizza (stór) m. nautahakki, sveppum, osti, tómötum o.fl... Okkar Verð verð yfirleitt 10 12 11 14 8 11 9 11 13 16 8 12 20 24 5 10 70 115 22. „bl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.