Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 31

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 31
Umsjón: Þórey Opnuplakat ►Jteve Strange er hinn litskrúöugi forsprakki hljómsveitarinnar Visage og frumkvööull nýrómantík- urinnar í Bretlandi. Ferill hans á því sviöi hófst þegar hann var dyravörður í klúbbnum Blitz. Klúbbinn sótti hiö skrautlegasta liö, fólk sem var þreytt á svart- hvítri ásjónu pönksins en vildi samt ekki líta út eins og því heföi veriö kippt út úr sýningarglugga tískuverslunar við Oxford Street eöa Kensington High. Þeir klæddust silki og flaueli en ekki á neinn hefðbundinn hátt. Máluö andlit og lakkaöar neglur, jafnt á karlmönnum sem kvenmönnum, voru algeng sjón í og í námunda við klúbbinn og hár gestanna var sjaldnast brúnt, svart, rautt eða skolleitt heldur í öllum regnbog- ans litum. Steve Strange stóö í dyrunum og ákvaö hver mætti koma inn og hver ekki. Mick Jagger var meinuö innganga en hins vegar fengu ýmsir óbreyttir inngöngu — ef þeir uppfylltu skilyröin um útlitið. Meðal þeirra voru hljóðfæraleikararnir sem Steve fékk til liðs við sig undir heitinu Visage. Steve hefur nýveriö opnaö klúbb viö The Gardens í Kensington- hverfi Lundúna. Þar skemmta trúbadúrar, þar er hægt aö tefla og spila ýmis spil, á boðstólum verður te og skonsur, kabarett listamenn munu troða upp og í bakgrunninum hljómar egifsk tón- list og aö sjálfsögðu Steve sjálfur. Steve Strange heitir réttu nafni Steve Harrington. Hann er frá htlu þorpi í Wales. Mamma hans og pabbi slitu samvistum þegar hann var sjö ára og í bernsku var hann á stöðugum þvælingi milli foreldra sinna. Pabbi hans var mjög karlmannlegur í útliti og vildi að strákur yröi eins. Hann henti honum út í sundlaugina til þess aö hann lærði að synda og kenndi honum á sjóskíði. „Allt saman var þetta gott og blessað en þegar hann vildi að ég þættist vera yngri bróöir hans svo við gætum fariö saman að ná okkur í stelpur var mér nóg boöið.” Steve var þá aöeins ellefu ára. Faöirinn dó þegar Steve var þrettán ára. Steve segist alla tíö hafa átt bágt meö aö þola hann og enn ekki geta fyrir- gefiö honum. Eftir þetta var hann alinn upp hjá móður sinni og systur og segist hann vera mikill mömmustrákur. Þegar Steve var 16 ára fór hann til Lundúna. Þar hitti hann söngvara hljómsveitarinnar Generation X, Billy ídol. Steve var fær teiknari og Billy Idol fékk Steve Strange hann til að hanna auglýsingar og miöa fyrir hljómsveitina. Þaöan lá leiöin í Blitz og síðan í Visage, sem ekki er hljómsveit í venju- legum skilningi. Þrír hljóðfæra- leikaranna eru úr llltravox, þeir Billy Currie, Chris Cross og Midge Ure og Rusty Egan, Dave Formula og fleiri úr ýmsum áttum. Visage er því varla til nema á plötum. Félagarnir koma aldrei fram á tónleikum en leggja hins vegar mikið upp úr vönduöum myndböndum. Ef sú stund kæmi aö Visage léki einhvem tíma saman á sviði yrði því sjónvarpaö beint út um allan heim um gervihnött, segir Steve. Hljómsveitin, með Steve Strange í broddi fylkingar, hefur notiö mikilla vinsælda víöa um heim. Nýjasta platan hennar heitir The Anvil og hefur henni verið mjög vel tekiö af plötukaup- endum. Útlitið skiptir Steve Strange mjög miklu. Hann skiptir oft um hárgreiðslu, háralit og búninga. Hann segist hafa byrjaö aö klæöa sig „ööruvísi” þegar hann var tólf ára og þá var það hans aðferð við aö segja: Eg þoli ykkur ekki, ég vil ekki Iítn út e>ns og þiö. 22. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.