Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 63

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 63
hvíta strikið yfir nefið og í sjóræningjabúningnum. Nokkrar spurningar: 1. Eru Adam and the Ants að hætta? 2. Hefur þetta plakat komið og hvenœr? 3. Er hægt að kaupa eldri Vikur í Vikuhúsinu? 4. Gætuð þið birt plakatið aftur og hvenær? Svör. BG- 1. Adam er búinn að skipta um meðlimi í hljómsveitinni. 2. Plakatið hefur ekki verið birt af Adam í þeim fötum vegna þess að það er ekki hægt að birta oft- myndir af sama mannin- um í mismunandi klæðn- aði. 3. Það er hægt að kaupa flestar eldri Vikur í Þverholti 11. Áfram, stelpa, þú ert á réttri braut Elsku besti, frábæri og svargóði Póstur! Eg hef aldrei skrifað áður en passaðu þig á að láta Helgu hafa þetta bréf fyrr en þú ert búin(n) að birta það vegna þess að ef þú gerir það getur staðið í henni og hún kafnað. Þá er best að koma sér að efninu. Það er nefni- lega þannig að ég er alveg ofboðslega hrifin af strák sem við getum kallað X. Hann er einu ári eldri en ég. Ég er búin að vera hrifin af honum síðan í október '81. Ég er alveg örugg á því að ég verð hrifin af honum í ár í við- bót að minnsta kosti. En elsku Póstur, hvern- ig á ég að vita hvort hann er hrifinn af mér eða ekki? Og hvernig get ég fengið að vita það? Hann er alveg frábær og ég hef boðið honum nokkrum sinnum í dans á diskótek- um og hann segir alltaf: ,,Já, hvort ég vil" eða ,,alveg örugglega". Hann er aldrei neitt fyrir dans eðayfirleitt ekki. Það þýðir samt ekkert fyrir þig að segja mér að spyrja hann bara um þetta, hvort hann sé hrif- inn afmér eða ekki, vegna þess að ég er dálítið feim- in við hann og ég verð að vita þetta. Svo er það auða blaðið, það er handa Helgu. Eða finnst henni þau vond? Þakka allt garnalt og gott og skilaði sumarkveðju til allra sem vinna við svona frábært blað sem Vikan er■ Ein í vanda. P. S. Hvað kostar að vera áskrifandi að Vikunni? Vikan er langbesta blað á öllu Islandi. Já. Það getur verið erfitt að þvinga drenginn til að segja skoðun sína á þessu máli úr því að hann er ekki nú þegar búinn að því. En Pósturinn er hrif- inn af því að þú skulir ekki sitja með hendur í skauti heldur lætur þú til skarar skríða, býður honum upp í dans og hvaðeina. Hvernig væri að bjóða honum í bíó næst? — I málum sem þessum verður að láta feimnina sigla lönd og leið. En ef drengnum er svona tregt um tungu verður þú að reyna að skilja hug hans af öðru. Til dæmis hvernig hann horfir á þig. Hvað hann segir við þig og svo framvegis. Ef til vill er hann miklu feimnari en þú og þá verður þú bara að hjálpa honum við að gera upp hug sinn. — Áfram, stelpa, þú ert á réttri braut. Áskrift að Vikunni kost- ar 110 kr. á mánuði. Ég er pörik en ekki diskófrík! Sæll Póstur. Eg er hér ein sem lang- ar til að fá svar. Svo er mál með vexti að ég er svo hrikalega leiðinleg. Eða svo finnst öllum. Sko, ég er pönkari, en það segja allir að ég sé diskófrík, diskópönkari eða frí- stundapönkari!!! Þú mátt ekki misskilja mig. En mér finnst svo erfitt að sanna fyrir krökk- unum að ég sé pönkan. Sko, ef ég kem með ein- hverja sjálfstæða hugsun þá er hún kæfð niður og ég kölluð heimskingi. Hvað á ég að gera? Hvað get ég gert? Hvað eru Bubbi Morthens og Daniel Pollock gamlir? Bæ, takk fyrir birt- inguna fyrirfram. Pönkari. P.S. Ég er ekki Rod Stewart aðdáandi. Ég. Heldurðu að þú gerir bara ekki einum of mikið í því að sanna að þú sért pönkari og það fari í taug- arnar á fólki? Ef til vill finnst því þú tilgerðarleg. Veist þú sjálf hvað er að vera pönkari? Pönkarar nefndust hópar unglinga sem komu fram í iðnaðar- borgum Bretlands sem eins konar andsvar krakk- anna við því atvinnuleysi og volæði sem hvarvetna blasti við þeim. Út frá þessu spratt víða mikil tíska sem síðan hefur verið kennd við pönk þótt ekk- ert sé í rauninni sameigin- legt nema ýmis yfírborðs- atriði. Vertu bara þú sjálf. Segðu skoðanir þínar óhikað en vertu viss um að það séu þínar skoðanir en ekki annarra. Það er ekki auðveldast að láta eigin skoðanir í ljós, sér- staklega ef þær ganga í ber- högg við skoðanir meiri- hlutans, en þú verður meiri manneskja fyrir vikið. Bubbi er 26 ára en Daniel 19 ára. P.S. Hver var að segja að þú værir Rod Stewart að- dáandi? Skop Eg sagöi ekki aö ég kynni illa viö málverkið. Ég sagði að það væri aö gera mig vitlausan. 22. tbl. Víkan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.