Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 7

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 7
Alkóhólbílar Orkukreppan hefur góöu heilli orðið til þess að menn hafa í alvöru fariö að brjóta heilann um hvemig nota megi aðra orkugjafa í staöinn fyrir bensín. Mikilli hugs- un hefur veriö beint að því að nota rafmagn, með misjöfnum og held- ur takmörkuðum árangri. Einnig hefur verið talað um vetni og gas, en hvort tveggja er annmörkum háð (og raunar hefur gasiö reynst hættulegur farangur í bílnum), og Lýsi hf. notar lýsi á gömlu Scani- ana sína. Eitt er það eldsneyti sem ekki þarf að vera dýrt í framleiðslu: alkóhól. Brasilíumenn gripu þessa hugmynd tveim höndum og hugs- uðu sér að verða sjálfum sér nægir með orku fyrir bíla, meö þvi að láta þá brenna alkóhóli. Brasilía er vel í sveit sett til þess að rækta sykurreyr, sem er vel fallinn til að brugga alkóhól af. Miklum fram- kvæmdum var hrundið af stað til þess að hefja samhliða aukna framleiðslu á ethanol-alkóhóli og aukna notkun alkóhóls á bíla. Fimm bílaframleiðslufyrirtæki í Brasilíu hófu framleiðslu á bílum sem brenna ethanol-alkóhóli og yfirvöld lækkuðu vegaskatt á alkó- hólbílum um helming miöaö við bensínbíla. Þar að auki var leyft að selja alkóhólbíla meö 36 mánaða afborgunum í staðinn fyrir 12 mánaða fyrir bensínbíla, og í verðbólgulandi eins og Brasi- líu var talið að það hlyti að verka hvetjandi á bílasöluna. Ekki mátti heldur selja alkóhólbíla dýrara en sambærilega bensínbíla, og til þess að kóróna allt saman var leyft að selja alkóhól á bíla laugar- daga jafnt sem aðra daga — en það má ekki með bensín. Bensín- sölubann um helgar var tekið upp þar í landi árið 1975 til að draga úr innflutningi á bensíni. Samtímis var farið að blanda bensín meö alkóhóli, 18%, og hvetja bílafram- leiðendurna til að framleiða bíla sem gætu gengið á 100% alkóhóli. Þeir komu svo á markaðinn í apríl 1980. Áætlað var að yfir 250 þúsund „alkóhólreiðar” yrðu komnar á göturnar um áramótin 1980—81 og eingöngu yröu framleiddir alkó- hólbílar í Brasilíu árið 1985. Þannig yrði Brasilía fyrst olíu- snauðra ríkja heims til að brjóta af sér bensínklafann. Vegaskattur á alkóhólbílum var geröur helmingi lœgri en á bensínbílum til ad draga úr innflutningi á dýru bensíni. Var nokkur aö minnast á lœkkaöan vega- skatt á dísilbílum hér á landi til ad draga úr viöskiptahallanum ? En ekki er nú allt fengið með alkóhólinu. Alkóhólið er allt að því 35% ódýrara heldur en bensín en eldsneytiseyösla bílsins er 25% meiri á alkóhóli. Fimmtán þúsund kílómetra meðalakstur á ári gefur um 6% sparnað fyrir bíleigand- ann. Af beinum ókostum má nefna að gangsetning í köldu veðri er erfið þegar eingöngu er ekið á alkóhóli. Sumir framleiðendanna, svo sem Fiat og Volkswagen, hafa leyst þetta með litlum bensín- geymi og er bensíniö þá aðeins notað til innspýtingar við gang- setningu. Þar við bætist að breyt- ingar á fyrrverandi bensínbílum til þess að geta notað 100% alkóhól hafa tekist misjafnlega og sumir bíleigendur eru nú að uppgötva sér til hryllings hve mjög elds- neytiskerfið ryðgar undan alkó- hólinu. En allt eru þetta byrjunarörðug- leikar. Ef vel tekst til lánast Brasilíumönnum aö verða óháðir olíuveldunum, að minnsta kosti hvað eldsneyti fyrir bíla 1 V snertir. ■ Alkóhólbflar fíakslag í notkun alkóhólbílanna hefur leitt til þess aö nýir óseldir bílar hafa hrannast upp í fírasilíu. Þetta fór prýðilega af stað. Fyrstu átta mánuðina fóru 242.784 alkóhólbílar í umferð og í janúar 1981 voru framleiddir nærri 40 þúsund í viðbót. En nú tóku menn að óttast skort á alkóhóli og þegar kom fram í júlí var salan aðeins orðin 3.322 bílar. Allt árið 1981 seldust aðeins 36% af því sem búist hafði verið viö. Það var ekki að ástæöulausu að bílanotendur í Brasilíu óttuðust að fá ekki nóg alkóhól á bílana sína. Þótt þeir sem framleiða sykur- reyr til eldsneytisframleiðslu njóti sérstakra niðurgreiðslna fór þann- ig við þessa miklu sölu árið 1980 að fullt útlit var fyrir skort á ethanol-alkóhóli. En um leið og þetta varð heyrinkunnugt dró svo úr sölu á þessum bílum aö fram- leiðsla fór langt fram úr notkun. llm síðustu áramót voru fyrir- liggjandi þriggja mánaða birgðir af ethanol-alkóhóli í landinu. Enn stefnir í aukna framleiöslu því að á Sao Paulo svæðinu einu hefur sykurplantekrum fjölgað um 56% og bruggstöðvar eru hvorki meira né minna er 153. Takmark Brasilíu er að fram- leiða rúmlega þúsund milljarða lítra af ethanol-alkóhóli árið 1985, eða fyrr ef nauösyn krefur. Enn er þó mikið átak ógert áður en því marki er náð og talið að endur- bæta þurfi stórlega afköst og nýt- ingu brugghúsanna sem fyrir eru, auk þess sem nýrrar tækni sé þörf til að gera minni og dreifðari brugghús arðbær. Einnig hafa menn velt fyrir sér þeirra hug- mynd að drýgja ethanol-alkóhólið með anhydrous-alkóhóli, sem nú er notað til þess að drýgja bensín- ið. 22. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.