Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 50

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 50
Eldhús Vikunnar Jón Ásgeir tók saman Fylltar kartöflur (fyrir 6 manns) 6 stórar kartöflur, salt 100 grömm fínsaxaöur laukur 4 matskeiðar vínedik 1 desilítri ólífuolía 2 stór hvítlaukslauf svartur pipar 1 teskeið sterkt sinnep 2 teskeiðar saxaður graslaukur 75 grömm svínaspik í teningum, lítillega steikt Tilreiðsla: Þvoið kartöflurnar, þurrkið þær ekki en veltiö þeim þeg- ar í stað í salti þannig að hýðiö sé þakið. Bakið í ofni við 200 til 225 gráöur þar til þær eru mauksoðnar. Hitið á meðan (helst á pönnu úr pott- járni) laukinn með ediki, olíu og hvítlauk, salti og pipar eftir smekk. Sjóðið í fimm mínútur. Veiðið hvít- laukinn upp úr og takiö af hellunni. Hrærið sinnepinu saman við og látið allt kólna í hálftíma. Sneiöið sentí- metraþykkt lok ofan af kartöflunum. Holið kartöflurnar með teskeið en látið vera hálfs sentímetra þykkt lag innan á þeim. Hrærið graslauknum og steiktu svínaspikinu saman við það sem tekið var innan úr kartöflunum. Bætið sinnepssósunni saman við. Fyllið svo kartöflurnar aftur með hrærigrautnum og berið fram heitar. Súkkulaöi- kaka 500 grömm kalt smjör 250 grömm suðusúkkulaði (brætt í vatnsbaði) 500 grömm hveiti Fylling: 4 eggjahvítur 150 grömm púðursykur 250 grömm mjúkt smjör 12 teskeiðar vanilluextrakt 2 teskeiðar duft fyrir skyndikaffi 250 grömm brætt suðusúkkulaði 4 matskeiðar romm Tilreiðsla: Hræriö kalda smjörið saman þar til það er kremkennt. Þeytið það svo saman við volgt súkkulaðið. Látið kólna þar til það stirðnar. Blandið síðan saman hveit- inu og fjórðungi súkkulaðiblöndunn- ar. Hnoðið saman í deig ásamt átt- unda hluta úr lítra af vatni. Rúllið smjörpappír utan um deigið og geymið það í ísskáp. Takið fram málband. Myndið ferning, 20 sentí- metra á hverja hlið úr súkkulaðinu sem eftir er, og látið kólna. Fletjið út deigið á hveitiborinni plötu, þannig að það sé um það bil 25 sentímetrar á breidd en 40 að lengd. Leggið súkku- laðiferninginn á deigið og brjótið það yfir hann. Fletjið deigið aftur og brjótið upp á nýtt. Endurtakið þetta fjórum sinnum þannig að úr verði mjúkt lagdeig. Fletjið loks í 25 x 35 sentímetra stærð og stingið út með gaffli. Látið standa í kæli í klukkutíma. Hitið ofninn í 200 til 225 gráður og bakið deigið í 25 mínútur. Látið kökuna kólna og skerið hana í þrjá jafnstóra hluta. I fyllinguna skal stífþeyta eggja- hvítur og púðursykur yfir vatnsbaði (vatn látið sjóða í stórum potti og ílátið haft yfir). Setjið svo skálina yf- ir ískalt vatn og þeytið áfram þar til allt er kalt. Hrærið smjörið vel þar til það er frauðkennt og blandið sam- an við vanilluextrakti, kaffidufti, bræddu súkkulaði og rommi. Hrærið öllu vel og vandlega saman við eggjahvíturnar. Beriö loks kremið á kökuhlutana og raðið þeim saman. Inn- bakaður Camem- bert 1 Camembert-ostur paprika hveiti 2egg > 2 kúfaðar matskeiðar brauðmylsna 1 /2 bolli saxaðar heslihnetur innbökunarfeiti týtuber eða önnur steinseljubúnt Tilreiðsla: Skerið ostinn í tvennt og helmingana aftur í lárétta helminga. Sáldrið papriku yfir. Veltið f jórðung- unum í hveiti, eggjum og brauð- mylsnu sem blönduð hefur verið heslihnetum. Veltið öllu aftur í eggj- um og mylsnu. Hitið feitina í 180 gráður og bakið ostinn gullinbrúnan í um það bil 1 mínútu. Berið fram þegar í stað ásamt steinselju, sultu og (ristuöu) hveitibrauði. 50 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.