Vikan


Vikan - 03.06.1982, Side 50

Vikan - 03.06.1982, Side 50
Eldhús Vikunnar Jón Ásgeir tók saman Fylltar kartöflur (fyrir 6 manns) 6 stórar kartöflur, salt 100 grömm fínsaxaöur laukur 4 matskeiðar vínedik 1 desilítri ólífuolía 2 stór hvítlaukslauf svartur pipar 1 teskeið sterkt sinnep 2 teskeiðar saxaður graslaukur 75 grömm svínaspik í teningum, lítillega steikt Tilreiðsla: Þvoið kartöflurnar, þurrkið þær ekki en veltiö þeim þeg- ar í stað í salti þannig að hýðiö sé þakið. Bakið í ofni við 200 til 225 gráöur þar til þær eru mauksoðnar. Hitið á meðan (helst á pönnu úr pott- járni) laukinn með ediki, olíu og hvítlauk, salti og pipar eftir smekk. Sjóðið í fimm mínútur. Veiðið hvít- laukinn upp úr og takiö af hellunni. Hrærið sinnepinu saman við og látið allt kólna í hálftíma. Sneiöið sentí- metraþykkt lok ofan af kartöflunum. Holið kartöflurnar með teskeið en látið vera hálfs sentímetra þykkt lag innan á þeim. Hrærið graslauknum og steiktu svínaspikinu saman við það sem tekið var innan úr kartöflunum. Bætið sinnepssósunni saman við. Fyllið svo kartöflurnar aftur með hrærigrautnum og berið fram heitar. Súkkulaöi- kaka 500 grömm kalt smjör 250 grömm suðusúkkulaði (brætt í vatnsbaði) 500 grömm hveiti Fylling: 4 eggjahvítur 150 grömm púðursykur 250 grömm mjúkt smjör 12 teskeiðar vanilluextrakt 2 teskeiðar duft fyrir skyndikaffi 250 grömm brætt suðusúkkulaði 4 matskeiðar romm Tilreiðsla: Hræriö kalda smjörið saman þar til það er kremkennt. Þeytið það svo saman við volgt súkkulaðið. Látið kólna þar til það stirðnar. Blandið síðan saman hveit- inu og fjórðungi súkkulaðiblöndunn- ar. Hnoðið saman í deig ásamt átt- unda hluta úr lítra af vatni. Rúllið smjörpappír utan um deigið og geymið það í ísskáp. Takið fram málband. Myndið ferning, 20 sentí- metra á hverja hlið úr súkkulaðinu sem eftir er, og látið kólna. Fletjið út deigið á hveitiborinni plötu, þannig að það sé um það bil 25 sentímetrar á breidd en 40 að lengd. Leggið súkku- laðiferninginn á deigið og brjótið það yfir hann. Fletjið deigið aftur og brjótið upp á nýtt. Endurtakið þetta fjórum sinnum þannig að úr verði mjúkt lagdeig. Fletjið loks í 25 x 35 sentímetra stærð og stingið út með gaffli. Látið standa í kæli í klukkutíma. Hitið ofninn í 200 til 225 gráður og bakið deigið í 25 mínútur. Látið kökuna kólna og skerið hana í þrjá jafnstóra hluta. I fyllinguna skal stífþeyta eggja- hvítur og púðursykur yfir vatnsbaði (vatn látið sjóða í stórum potti og ílátið haft yfir). Setjið svo skálina yf- ir ískalt vatn og þeytið áfram þar til allt er kalt. Hrærið smjörið vel þar til það er frauðkennt og blandið sam- an við vanilluextrakti, kaffidufti, bræddu súkkulaði og rommi. Hrærið öllu vel og vandlega saman við eggjahvíturnar. Beriö loks kremið á kökuhlutana og raðið þeim saman. Inn- bakaður Camem- bert 1 Camembert-ostur paprika hveiti 2egg > 2 kúfaðar matskeiðar brauðmylsna 1 /2 bolli saxaðar heslihnetur innbökunarfeiti týtuber eða önnur steinseljubúnt Tilreiðsla: Skerið ostinn í tvennt og helmingana aftur í lárétta helminga. Sáldrið papriku yfir. Veltið f jórðung- unum í hveiti, eggjum og brauð- mylsnu sem blönduð hefur verið heslihnetum. Veltið öllu aftur í eggj- um og mylsnu. Hitið feitina í 180 gráður og bakið ostinn gullinbrúnan í um það bil 1 mínútu. Berið fram þegar í stað ásamt steinselju, sultu og (ristuöu) hveitibrauði. 50 Vikan 22. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.