Vikan


Vikan - 03.02.1983, Page 8

Vikan - 03.02.1983, Page 8
*K Texti: Sigurður Hreiðar Myndir: Álfheiður Guðlaugsdóttir. sFrrreww** il Hi iiiiun'- 'i'i'tinnM ^rnrnmms®®*^'' gyyyf ??:'% Grasgarðurinn — Botanic Gardcn — er hrcinasta unun í fallegu veðri, hvort heldur menn hafa gaman af blómum og gróðri eða ekki. Þeir sem ekki hafa gaman af blómum og trjám geta þá bara flatmagað i náttúrunni inni í miðri stórborginni — eða skammt frá miðjunni. Ein lítil vangavelta um hótelverð og helgarferðir til stærstu borgar Skotlands Eitt af því sem gerir Glasgow svo sjarmerandi eru íbúarnir. Þeir eru þægilegir og glaösinna og mjög svo til í aö skrafa. Þetta mun eiga viö um íbúa vesturhluta Skot- lands almennt, fremur en austur- hlutans, þeir verða því fámálli og „reserveraðri” sem austar dreg- ur. Hitt er svo annað mál, sem ýmist verður manni til kátínu eða gremju, aö algeng mállýska á þessum slóöum er hreint óskiljanleg, þótt maður þykist eiga nokkuð undir sér í enskri tungu. Það gerir „stuðið” sem þar er óspart notað í framburði, að viðbættum breyttum ýmsum hljóðum sem þykja hin einu réttu í þeim framburði sem nú tíðkast mest að kenna, viöteknum fram- burði (received pronounciation) eða drottningarensku (Queens English). Sumpart veröur þetta svo illskiljanlegt af því þeir tala ekki með eðlilegum talhraöa svo við náum ekki vel að merkja í einu hljóðin sem ekki heyrast í stuðinu og hljóöin sem svolítiö eru breytt frá því sem við eigum að venjast. Eg spurði til vegar og fékk greinargóða leiöarlýsingu til dæmis, og svariö var eitthvaö á þessa leið — ef viö notum tvípunkt fyrir stuöið: „Ye gou dou the stree:, luvv, to the therd corner, turn to the raigh: an thin straigh: ouh:.” Það er varla hægt að vill- ast þegar maður fær svona fyrir- mæli. Það er heldur ekki hægt aö verjast brosi þegar maöur spyr hvað maður eigi að borga fyrir haff a pænt á pöbbunum og fær svarið: „Thertyfoiv, luw.” Þegar þannig stendur á að þetta málfar veldur einhverjum truflunum færist Skotinn allur í aukana. Því við svo búið má ekki standa aö gesturinn fari bónleiöur til búðar. Og Skotanum er illa við að gefast upp fyrr en hann hefur leyst þau vandræði sem viö er að etja. Ef honum þykir einhver tví- mæli geti leikið þar á snarast hann frá vinnu sinni — skrifborði í skrif- stofu eöa afgreiðsluborði í verslun — að ganga með þér á leið eða leysa verkefnið á annan hátt. Um leið spjallar hann við þig eftir bestu getu og ræðir hvaö komi þér til að heimsækja Skotland yfirleitt og Glasgow sérstaklega og hvernig tíöarfarið sé á Islandi. Síðan árnar hann þér allra heilla og vonast til aö hitta þig sem fyrst aftur. Að undanskildum Færeyjum er Skotland næsti nágranni okkar til austurs. Þangað er líka hvað ódýr- ast að fljúga ef farið er eftir á- kveðnum reglum. Ef þú kaupir helgarmiða — flug út á föstudegi 8 Vikan 5. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.