Vikan


Vikan - 03.02.1983, Síða 9

Vikan - 03.02.1983, Síða 9
Þessar þrjár myndir eru af Grosven- or hóteli sem talsvert er hrósað i greininni. Framhliðin, sem sést á þeim öllum, var endurhyggð eftir hrunann sem nákvæm eftirliking af þvi sem var. 4 og heim á mánudegi — kostar far- miðinn með flugvallarskatti 4764. Ef þú hins vegar vilt verða vik- una, segjum frá föstudegi til föstudags, sem ekki er goðgá, verður þú aö gera svo vel aö borga 6.695 með flugvallarskatti fyrir fargjaldið. Þá er eftir aö borga gistinguna. Tvær ferðaskrifstofur bjóöa upp á helgarferöir til Glasgow, að ég best veit: Utsýn og Urval. Utsýn býður þær þegar þetta er skrifað á kr. 6.344 miðað viö gistingu í tveggja manna herbergi, Urval á kr. 6.392. Utsýn er því með gistinguna á kr. 526,70 pr. nótt pr. mann, eöa £16,5 miðað við gengi dagsins, Urval kr. 542,70 eöa £17. Báðar þessar ferðaskrifstofur miða verö viö gistingu á Ingram hóteli, eða Stakis Ingram eíns og það heitir formlega. Þetta hótel er í góðum flokki samkvæmt skrám að sjá og vissulega er þaö á ágæt- um stað miðað viö Argyle Street og Levis’s (sjá siðustu Viku). Eg hef aldrei gist þar sjálfur og hef því enga reynslu af því nema mat- sölunni. Henni er óhætt að mæla með — maturinn þar er mjög góöur, vel fram borinn og ekki til- takanlega dýr. Hótelverðlisti síðasta árs gefur til kynna að tveggja manna her- bergi á Ingram meö morgunverði kosti 37 pund á nóttina, eða 18,5 pr. mann. Miðaö við þaö fæst tveggja punda afsláttur pr. mann pr. nótt hjá Utsýn eða 12 pund alls yfir helgina, en 1,5 pund á nótt pr. mann hjá Urvali eða 9 pund yfir helgina. Við þennan reikning miöa ég aö sjálfsögöu við feröamanna- gengið á pundinu, sem flestir verða að sætta sig við. Eins og ég sagði hef ég aldrei gist á Ingram og aldrei séð her- bergin þar. En ég hef komið í hús- ið og verð aö segja eins og er að mér þykir þaö svo sem ekki hafa höfðinglegt yfirbragð. Téöur verðlisti, sem einnig gefur gististöðum einkunnir fyrir her- bergi, þjónustu og fæöi, gefur Ingram 5 af 6 mögulegum fyrir hvern þessara þátta. Gaman væri að prófa f leiri Þaö eru ýmis önnur hótel í Glasgow sem gaman væri að prófa. Ef þú átt nógan pening og vilt bara lifa í vellystingum praktuglega eina helgi má nefna Albany Hotel, sem kostar £53,50 til £60 fyrir tveggja manna her- bergið, Holíday Inn sem kostar £51, en bæði þessi hótel fá afdrátt- arlausa einkunnagjöf upp á 6—6— 6 og þakka skyldi þeim, fyrir þetta verö! Svolítiö lægra í skalanum koma Buchanan Hotel (£35 pr. nótt fyrir tveggja manna herbergi) með 5— 5—5, Central Hotel (£35—48) með 5—5—6, Glasgow Centre Hotel (£26-41,20) með 6-5-5, The Lorne Hotel (£36,50) með 5—5—5, North British Hotel (£29,50—39,50) með 5—5—5. Oll þessi hótel eru á þægilegum stöðum miðað viö þann stað sem Islendingar almennt gera sér tíöförlast um í Glasgow. En líka er hægt að velja sér talsvert ódýrari hótel en láta samt fara vel um sig. Mér þykir Atlantic Hotel til dæmis álitlegt á £16 fyrir tveggja manna herbergi, einkunnagjöf 3—3—3. Legunnar vegna væri líka gaman að vita nánar um hótel eins og Baird Hall (£18, 3-2-2), Raffles Hotel (£18,40—23, 4—3—2) og ekki síst Royal Hotel (£25—29, 4—4—4). Þá má einnig velja um mjög góð smá- hótel eða gistiheimili allt niður í £12 á nótt pr. mann með morgunveröi, en þá er almennt ekki um einkasnyrtingu meö her- bergjunum aö ræða og tæplega út- varp, hvað þá sjónvarp á her- bergjum. Þó er stundum hægt að leigja þaö sérstaklega. Flest þessi hótel og gistiheimili er hægt að fá bókuö gegnum ferðaskrif- stofurnar hér. Þaö er heldur ekk- ert mál að fara beint til Glasgow án þess aö eiga bókaöa gistingu. A ferðamannafyrirgreiöslunni á George Square fær maöur umsvifalaust tilvísun á gistingu í samræmi við það sem beðið hefur verið um, hvort heldur hún á aö vera dýr eöa ódýr, nærri miðju eða fjarri, og meö sívaxandi framboöi á B&B (árbít og áningu) þarf enginn að verða vegalaus. I langflestum tilvikum hef ég gist á fábrotnum og ódýrum gisti- stöðum í Glasgow, sem virðast eiga þaö sameiginlegt aö vera hreinir, með þægileg rúm og vel til reiddan morgunmat sem dugir fram á miðjan dag. Þaö var því dálítið óvenjuleg reynsla í síöustu heimsókn þangað aö dvelja á einu glænýjasta hóteli borgarinnar, Grosvenor Hotel (Stakis Grosvenor) áGreat Western Road 5. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.