Vikan


Vikan - 03.02.1983, Side 10

Vikan - 03.02.1983, Side 10
(£45 fyrir tveggja manna her- bergi, einkunnir 6—5—6). Viö vorum þama í boði breskra aðila og ég verð aö játa að þegar mér var tilkynnt hvar okkur heföi veriö bókaö hótel fauk eilítið í mig. Hvern fjandann vildu þeir vera aö parkera okkur þarna vest- ur í rassi? hugsaði ég — en lét þó kyrrt liggja. Þetta voru hvort sem er ekki nema sárfáar nætur. Vissulega er Grosvenor Hotel vestan viö venjulega borgarmiöju í Glasgow. En engu aö síður er þaö í nágrenni viö fjölbreytta verslunargötu, Byres Road (sem liggur meðfram austurgaflinum á húsinu). Grasgaröurinn (Botanic Garden) er handan við Vestur- Miklubraut og niöur meö Byres Road er háskólinn í Glasgow og strax austan viö hann er Kelvin- grove Park, sýningarhöllin Kelvin Hall og þá ekki síður lista- og náttúrugripasafniö í Kelvingrove, sem áður hefur verið sagt lítillega frá hér í Vikunni (6. tbl. 1982). Steinsnar niður meö Byres Road er neðanjarðarbrautarstöð þaöan sem komist verður meö litlu gulu neöanjarðarbrautinni þægilegu niöur í gamla miöbæ á engri stundu. Great Western Road heitir ööru nafni þjóövegur A82 og er ein aöalbrautin út úr borginni til vest- ursog norðurs. Upppantað tvö ár fram í tímann Grosvenor Hotel var opnaö um mitt síöastliðiö ár — það er aö segja enduropnað. Það brann nefnilega fyrir fjórum árum. Síðan hefur endurbyggingarstarf- ið staðið yfir. Þetta var gamalt hús og hafði sem slíkt sögulegt gildi (var þó ólíkt beysnara en flest hús í Reykjavík meö sögu- gildi), sérstaklega var framhliöin — sú sem veit að Vestur-Miklu- braut og bótaníska garðinum — merkilegur arkítektúr. Það þótti því sjálfsagt aö láta húsið halda sínu gamla útliti. Utveggirnir stóöu enn eftir brunann en þeir voru ekki taldir nógu veigamiklir til að vogandi væri að treysta á þá áfram. Þeir voru því brotnir niði» og húsið reist frá grunni aftur með sama útliti. Þaö er í sjálfu sér erfitt að gera sér grein fyrir allri þessari feikilegu forhlið í einu, því trjágróður er mikill og reisulegur þeim megin við húsið, en þó má sjá hve tíguleg höll þetta er og mikil. Að innan er húsiö mikiö að vöxt- um líka og einhver albesti mat- sölustaður í Glasgow um þessar mundir. Þar eru líka barir ófáir og aðbúnaður allur hinn ákjósanleg- asti. Hótelið hefur lagt sérstaka i? . r O0K 'J. i .* Frá Byres Road i háskólahverfinu. Margnefnt Grosvenorhótel gnæfir í baksýn. Líklega er sú pönkaða með hundinn alskosk, þótt peysan „sé islensk — islenskar peysur eru vinsælar i Glasgow. ** áherslu á aöstöðu til veisluhalda, ekki síst sérhæfir þaö sig í brúðkaupsveislum og okkur var sagt að þaö væri tveggja ára biðlisti fyrir brúðkaupsveislur. Sé það rétt eru skosk hjónaefni annað- hvort forsjálli en íslensk eða tals- vert þolinmóðari — nema brúöguminn tilvonandi panti sér núna brúökaupsveislu 26. febrúar 1985 — í von um aö veröa búinn að finna sér konuefni um þær mundir. Um helgar eru „restra- sjónir” í húsinu og gaman að sjá gamla, skoska dansa í praxís — það er aö segja eins og Gunna á horninu og Nonni á holtinu dansa þá sér til skemmtunar. Herbergið sem við fengum var með baðherbergi sem út af fyrir sig hefði verið nógu stórt sem her- bergi. Klæðaskápurinn hefði að flatarmáli getað dugað sem eins manns herbergi (en svolítið ólán- legur í laginu til þeirra hluta). Hjónarúmin í herberginu voru tvö og gluggamegin viö þau hringborð með fjórum, djúpum stólum. Ur náttborðinu milli hjónarúmanna var stjórnaö ljósum, vekjara- klukku, útvarpi (fjölrása) og sjón- varpi, nema hvað maður mátti teygja sig yfir fótagaflinn til aö skipta um rásir á sjónvarpinu eöa stilla það aö öðru leyti. Þá var þarna aö sjálfsögöu skrif- borð/snyrtiborð með spegli og loks aðstaöa til að hita sér kaffi eöa te — og pressa buxurnar 10 Víkan 5. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.