Vikan


Vikan - 03.02.1983, Qupperneq 11

Vikan - 03.02.1983, Qupperneq 11
Dæmigerö gata i miðborg Glasgow. Verslunargatan Saucie- hall liggur þvert á þessa bröttu götu undir brekkunni. sínar! Skyndikaffi og te var látið í té ásamt mjólk, sykri og kexi til að maula með, auk þess skál meö nýjum ávöxtum. Ef manni entist ekki örendi til að ljúka við ávext- ina einhvern daginn var búið að fjarlægja þá sem eftir voru næsta dag og láta nýja í staðinn. Þjón- usta á þessu hóteli var þægileg, lipur og góðfúsleg án þess að vera uppáþrengjandi. Morgunmatur- inn var úr hlaöborði, bæöi heitu og köldu, alls konar úrval af brauði og áleggi, skinka, beikon og pulsur, hvers konar nýtt grænmeti og hrásalat, súpur og grautar og skoski blóðmörinn haggis (sem mér þykir nákvæmlega jafnvond- ur og sá íslenski), egg soðin, steikt, hrærð og hleypt, sultur og marmiloö — þaö er bókstaflega synd ef maður verður ekki ærlega svangur aö koma þarna niður að morgni dags. Lítið dýrari helgarferð Eg þekki ekki aðbúnaö á Ing- ram af eigin raun, sem fyrr segir. En mér sýnist einsýnt að ferða- skrifstofurnar gætu boðið helgar- ferð með gistingu á Grosvenor fyrir sáralítið meira en Ingram, svo sem eins og 250—300 krónum dýrari kannski. Mér telst til að miöað við verö Utsýnar myndi helgarferð með gistingu á Gros- venor kosta 6.670,- fyrir flug, flug- vallargjald, hótelgistingu og morgunverö miðað við tveggja manna herbergi. Og væri viljinn fyrir hendi er ég viss um að ferða- skrifstofurnar gætu náð hagstæð- ara samkomulagi. Eg er líka viss um aö ef ferðaskrifstofurnar kæröu sig um gætu þær náö hag- stæöara flugfargjaldi fyrir þá sem vildu veröa viku í feröinni. Það er hlálegt að þurfa að borga 2 þúsund krónum dýrara far fyrir aö vilja vera sjö daga í staðinn fyrir þrjá. Því nóg er við að vera. Borgin sjálf er mikið safn og fróðlegt, full af byggingum með sögulegt gildi eða byggingafræðilegt, og nú er kostulegt að sjá hvernig nýtt og gamalt blandast saman. Þar að auki er hún full af söfnum þar sem margur dýrgripurinn leynist merkilegri því sem ýmsar frægari borgir hafa af að státa, og loks er menningarlífiö í Glasgow með fá- gætum blóma. Þar er gnótt leik- húsa sem færa upp verk viö allra hæfi — klassísk og léttvæg og allt þar á milli — og músíklíf er þar mjög þróttmikið, bæöi á sviði sönglistar, hljóöfæraleiks og dans- listar. Eg er ekki í vafa um að ef menn gætu gefið sér tíma til að kynnast því sem borgin hefur upp á aö bjóða, og ekki síst notalegu andrúmsloftinu og þægilegu við- móti íbúanna, yrði hún enn og aftur vinsæll staöur heim að sækja fyrir Islendinga — ekki síst ef annaðhvort feröaskrifstofurnar eða skoska feröamannaráðið sæju sér fært að hafa einhvers konar leiðsöguþjónustu fyrir íslenska gesti í Glasgow, sem eins og gerist eru mismæltir á enska tungu og kannski alveg sér í lagi mis- heyrnargóöir á það sérkennilega málfar sem að framan er lýst og ekki er óalgengt að rekast á. Því það er nokkuö til í því sem 'konan sagði: „Það hlýtur að vera margt skylt með ykkur og okkur. Þið komið hingaö í heilum hópum, sérstaklega áður, og það hlýtur að vera af því ykkur þyki gott að koma hingað. Og ég hef aldrei heyrt annaö en þiö væruð vel- tomnir gestir hér.” 5. tbl. Vikan II
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.