Vikan


Vikan - 03.02.1983, Síða 21

Vikan - 03.02.1983, Síða 21
Lorna Cartledge orö sem létt höföu lundina og lífgaö upp hversdaginn. Eg hafði aldrei ætlast til að þetta yröi neitt meira en upplyft- ing, meinlaust daöur, og þrátt fyrir það, eöa kannski einmitt þess vegna, fannst mér þaö á ein- hvern hátt auðmýkjandi þegar hann skar þannig á samband okkar þegjandi og hljóðalaust. Þaö kann aö viröast einkenni- legt aö ég skyldi kyngja særöu stolti og reyna aö endurvekja samband okkar en ég er nú einu sinni þannig gerð aö ég vil geta ráðiö einhverju sjálf um hvernig hlutirnir veltast. Eg hef aldrei kært mig um aö vera fórnarlamb kringumstæðnanna. Einn þriðju- dagsmorgun lentum viö saman í lyftu og ég sá að nú kæmist hann ekki svo auðveldlega frá mér. — Antonio virðist gera þaö gott í bransanum, sagöi ég glaðlega. — Hann er aö opna nýjan staö hér skammt frá. James var hálfkindarlegur og eins og honum liöi ekki alltof vel. — Já, ég heyröi eitthvaö um það, sagöi hann og forðaðist aö líta á mig. — „Rjómaís frá Napolí”, stóö í veggauglýsingunni. Þetta virö- ist spennandi staður, hélt ég áfram. Húsiö er ekki margra hæða svo að ég haföi ekki mikinn tíma. — Þaö væri gaman aö prófa hann. Heldurðu þaö ekki? I dag kannski? Það er langt síöan við höfum rabbað saman. — Já, sagði hann, — en ekki í dag. Eg þarf aö fara á fund. Það varð andartaks þögn áöur en hann svaraöi ósagöri spurningu minni. — Ráðgjöf varöandi sýninguna hjá bænum. Léttir hans, þegar lyftan stöðv- aöist, var augljós. Hann lyfti hendinni í kveðjuskyni og hraðaöi sér inn ganginn. Eg haföi ekki rænu á að snúa frá heldur stóö og staröi á eftir honum, særö og reiö. Allan morguninn þjáöist ég af innilokunarkennd. Það var fagur sólardagur og ég hefði helst viljaö ganga um í grasinu einhvers staöar, ein og óáreitt og bölva öllum karlmönnum í sand og ösku. Þess í staö varö ég aö hella mér út í verkefnin og láta sem ekkert hefði ískorist. En um leið og hádegisveröarhléiö rann upp stökk ég út í bílinn minn og þeysti af stað. Ég gat aö vísu ekki farið í göngutúr úti í sveit en árbakkinn varöaðduga. Eins og ég hef áður sagt var þetta yndislegur dagur og mér leiö strax betur þegar ég gat ekið um ein míns liðs meö gluggana opna báöum megin. Innan lítillar stundar var ég búin að sannfæra sjálfa mig um að James heföi í rauninni þurft aö mæta á fundi í hádeginu, að hann væri ákaflega önnum kafinn og upptekinn af því aö koma ár sinni fyrir borö í fyrir- tækinu og að ég heföi að öllum líkindum miklaö það fyrir mér hversu þurr hann virtist á manninn þessa dagana. Viö höfðum sannarlega átt margar góöar stundir saman, við vorum á sömu bylgjulengd og við hlytum aö geta haldið áfram aö vera vinir. Og þá kom ég auga á hann. Hann kom gangandi eftir gang- stéttinni hægra megin, bráö- myndarlegur í leðurjakka, og stúlkan, sem með honum var, var í ljósri pelskápu sem blærinn ýfði. Mer til ólýsanlegrar gremju var þetta Julie Winthrop, ein af vélritunarstúlkunum okkar, afar ung og afar sæt. Við hliðina á slíkri stúlku gat ég ekki vænst hagstæðs samanburöar. James lagöi handlegginn um axlir hennar um leið og þau komu að gatnamótum og námu staðar. Þaö geröi ég hins vegar ekki. SKYRSLA TIL TRYGGINGA- FELAGSINS HF. Gjöriö svo vel og svarið eftirfar- andi spurningum: Tryggingarhafi: Nafn: Marina Craig. Starf: Keramikhönnuður. Heimilisfang: 14 Cyclamen Close, Hornwell. Okutæki: Tegund: Mini 1000. Skrásetningarnúmer: GHU 727 M. Argerö: 1974. Nafn og heimilisfang eiganda: Sjá tryggingarhafa. Hvert var erindi ökumanns: Flótti. Tjón á tryggðu ökutæki: Lýsið stuttlega augljósum skemmdum: Dælduð vélarhlíf, beyglað grill og brotiö ljós. Hvar og hvenær er unnt aö athuga skemmdir: Sjá fyrrgreint heimilisfang, tími samkvæmt samkomulagi. Ökumaöur: Sjá tryggingarhafa. Ohappiö: Dagsetning: 13,nóvember. Tímasetning: 12.45 e.h. Staöur: Harker Road, Melford. Astandvegar: Þurr. Skyggni: Mjöggott. Meðfylgjandi teikning sýnir staö- setningu ökutækja þegar áreksturinn varö. SkELLURINN var mjög hávær, nánast eins og sprenging, en mér fannst hann ekki vera mér viökomandi á nokkurn hátt. Þegar ég hugsa til baka minnist ég þess ekki að hafa hugsaö nokkurn skapaöan hlut né fundið til nokkurs. Samt vissi ég hvaö gerst hafði vegna þess aö bíllinn fyrir framan mig var svo afkáralega nálægt. Glerbrotin úr framljósinu voru ennþá skoppandi á götunni, þegar ég steig út úr bílnum, en samt fann ég ekki til annars en einkennilegs doöa. Okumaöur hins bílsins steig nú einnig út og þá neituöu fætur mínir skyndilega að bera mig. Eg býst viö aö ég hafi fengið einhvers konar sjokk. Mér fannst ég eins og bjáni. Var þaö vegna þess að ég haföi lent í árekstri? Eöa vegna þess að ég hafði gert mig aö fífli fyrir framan James? Okumaður hins bílsins kom til mín. Eg beið eftir dembunni. — Var þetta nú ekki ansi klaufalegt? Rödd hans var stillileg og dapurleg, bláu augun hans köld. Eg fann aö tárin voru aö brjótast fram. Eg kreisti hendur mínar, gnísti tönnum og sagði ekki orö. Umferðin hélt áfram í kringum okkur eins og mauraher sem ekki lætur svolitla hindrun hefta för sína. Mér til mikils léttis voru James og Julie hvergi sjáanleg svo að ekki höfðu þau orðið vitni að auömýkingu minni. — Eg legg til aö viö ökum að næsta útskoti og jöfnum málin þar, sagði hann. — Viö erum fyrir hérna. Eg kom enn ekki upp oröi en kinkaði kolli og hneig inn í öku- mannssætiö. Hann ók af stað og ég sá ljóta dæld aftan á bílnum hans. Hvers vegna þurfti þetta aö henda mig? Eg startaði en ekkert gerðist. Eg varð gripin fáti, jók innsogiö og hamaöist á startaranum, rak gírstöngina fram og aftur, tróö á hverju fótstiginu af ööru en án árangurs. Vesalings maðurinn skildi bílinn sinn eftir á útskotinu og kom aftur til mín. — Hvaö er nú aö? spurði hann þolinmóður. — Egveitþaðekki, kveinaðiég. — Vilt þú reyna aö koma honum í gang? Eg færöi mig og hann tróö sínum löngu leggjum inn í litla bílinn minn, sneri lyklinum og hlustaði eftir hljóöinu eins og sá sem veit hvað hann er aö gera. Arangur hans varð engu betri en hjá mér. Hann andvarpaði, steig aftur út úr bílnum og opnaði beyglaöa vélarhlífina meö erfiðismunum. Eg kíkti hjálpfús undir hlífina með honum og sá aö ekki var allt eins og þaö átti að vera. Eg horföi á næma og fima fingur hans fást við leiöslur og kapla. Eg var full aðdáunar. — Eg gæti lagaö þetta, sagöi hann og leit á klukkuna. — Það er verst aö mig vantar smáhlut og þaö er lokað hjá Jennings í hádeginu. Sestu undir stýri. Hann skellti niður vélarhlífinni og gekk aftur fyrir bílinn. Hann haföi algjörlega tekið viö stjórn. Eg var í aðra röndina fegin. Eg hafði ekki veriö svona hjálpar- vana svo lengi sem ég mundi. Nú komu fleiri til aöstoðar og ég stýrði bílnum, meðan þeir ýttu, inn á útskotiö. Enn steig ég út úr bílnum, tautaði þakkarorð og innan stundar vorum viö aftur orðin ein. Hann glotti við mér, ekki óvin- samlega þótt vottaði fyrir háði. — 5. tbl. Vikan 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.