Vikan


Vikan - 03.02.1983, Side 40

Vikan - 03.02.1983, Side 40
 Rósavettlingar Éfni: Þrinnað band, karimannsvettl- ingar. Efni: Tvinnað band, kvenvettlingar. Litir: Sauðsvartur og hvitur eða mórauður og hvítur. Prjónar nr. 2. Hér á árum áður þótti næstum sjálfsagt að heimasæt- urnar prjónuðu rósavettlinga handa unnustanum. Jafnvel hörðustu hatursmenn hannyrða lögðu þettá á sig til að teljast viðunandi kvenkostir og víst er að margir þessara vettiinga voru bæði bráðfallegir og forðúðu ýmsum frá naglakuli. Veðráttan í vetur gerir okkur Ijósa þörf á að klæða af sér kuldann, ekki síst á höndum, enda kuldabláir fingur ekkert augnayndi. Guðrún Guðjónsdóttir sendi okkur þessa vettl- inga og meðfylgjandi uppskrift og mynsturmynd, svo nú ættu fingrafimir að taka upp prjónana og gera eina slíka. Og í anda jafnréttis minnum við á að karlmenn eru ekki undan- skildir — þetta eru vettlingar til að prjóna handa elskunni af báðum kynjum og á öllum aldri. Vinstrihandar- vettlingur Fitjið upp mórauða bandið, 48 I. Prjónið 8 cm langt stroff, 2 I. sléttar og 2 I. brugðnar. Næsta umferð prjónuð slétt og aukið út 1 I. í 4. hverri I. 61 I. á pr. Skiptið lykkjun- um þannig — 31 I. á fyrsta pr. (handarbak), 23 I. á 2. pr. — og 7 I. á 3. pr. Þá hefst mynsturpr. Prjónið slétt prjón á fjóra prjóna eftir linun- um i mynstrinu, A, B, C og D. Aukið er út á þumallaskanum i annarri hverri umf. Þegar búið er að prjóna 24 umf. er tekin frá á sérprjón 21 I. og fitjaðar upp 6 I. og bætt við hinar 6 1.— mynd D. Látið siðan þessar 12 I. til viðbótar við lófal. — mynd B. Hald- ið síðan áfram að prjóna. Nú eru 35 I. á 2 pr. (lófinn) og 31 á 2 pr. (handarbak). Þegar lokið er við að prjóna 61 umf. hefst úrtaka og er 1 dökk I. pr. og síðan 2 I. pr. saman eins og mynstrið sýnir. Þá er komið aftur að þumallykkjunum. Réttunni á vettlingunum er snúið að sér og teknar upp 15 I. frá I. sem fitjaðar voru upp (þar sem þumallinn snýr inn i höndina), mynd E, siðan er þumallinn prjónaður eins og sýnt er á mynd C og E. Hægrihandar- vettlingur Prjónaður eins og sá vinstri en nu er farið eftir mynstrinu í þessari röð: D,C, B, A. ATH. Þegar mynsturprjón er prjónað er best að hafa aðeins 1 þráð á visifingri vinstrihandar> mynsturþræðinum er þá kastað yí'r prjóninn. Þessi aðferð mun vera fljótlegust, einnig verður prjónið teygjanlegra og áferðarfallegra e hún er notuð. 40 Vikan S.tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.