Vikan


Vikan - 03.02.1983, Síða 46

Vikan - 03.02.1983, Síða 46
Framhaldssaga um ekiö beint til Innsbruck. Þaö er ekki nokkur ástæða til að ómaka ykkur þess vegna. Þiö skuluö bara halda ykkur við fyrri áætlun. Hann herti enn takiö um hand- legg mér til áherslu oröa sinna. Ég vissi að nú var aö hrökkva eöa stökkva, en mig brast kjarkinn. Það var óttinn um afdrif Brunos fremur en vissan um byssuna í vasa Sloans, sem hélt aftur af mér. Ég mátti ekki stofna lífi drengsins í hættu. Ég kinkaði því kolli og þagöi. Þaö varð þögn í vagninu, sem ekki var enn kominn aftur af staö. Þykkt, dökkt ský umlukti hann. Stephen og Christoph voru vand- ræðalegir og ráövilltir á svip, þeir hlutu aö skynja, að ekki var allt með felldu, en skildu ekki, hvaö þaö var. Spennan var næstum áþreifanleg. Jafnvel vagnstjórinn virtist gagntekinn og brá jafnilli- lega og okkur hinum, þegar sím- inn hringdi viö hlið hans. Hann tók upp tólið. Sloan horfði á hann og hlustaði grannt eftir orðum hans. Eg greip tækifærið, steig hálft skref aftur á bak, svo aö hann sæi mig síður, leit örvænt- ingaraugnaráði á Stephen og myndaöi með vörunum orðið: — Hjálp! Stephen gaut augunum til Sloans, síöan aftur til mín. — Hvað? mynduöu varir hans. Vagninn rann aftur af stað meö hnykk, sem hefði skellt mér flatri, hefði Sloan ekki haldið fast í mig. Hann var aftur farinn að hafa gát á mér. Eg hætti ekki á frekari merkjasendingar til Stephens, vonaði aðeins, að hann hefði skilið nægilega mikið. Og loks rann vagninn inn á endastöð. Sloan ýtti mér fyrstri út úr vagninum og gætti þess að vera sjálfur á milli mín og mannanna tveggja, svo að ég hefði ekkert tækifæri til aö líta til Stephens, hvað þá að skiptast á orðum við hann. Sloan kastaði á þá kveðju, ýtti mér í gegnum húsið og út á aðalgötu þorpsins, sem við vorum nú komin til. Þar beið okkar bíll, lítill Volkswagen með skíðafest- ingar að aftan. Ulrich stóð við bíl- inn. I aftursætinu lá Bruno í hnipri. Ulrich opnaöi dyrnar um leið og hann sá okkur. Svo settist hann undir stýri og startaði bílnum. Nú var síðasta tækifærið að ná sam- bandi viö Stephen. Eg leit um öxl. Sloan herti takið um handlegg mér og greikkaði sporið að bílnum, en ég náði að sjá Stephen, þar sem hann stóö og starði undrandi á eft- ir okkur. Eg varð einhvern veginn að ítreka hjálparbeiðni mína. Eg lét handtöskuna mína renna út af öxl- inni, sem vissi frá Sloan, hélt and- artak um hana og lét hana því næst detta í snjóinn. Stephen hlaut aö sjá, að ég gerði þetta af ásettu ráði. Ulrich ók þegar af stað, og ég leit ekki til baka. I fyrsta lagi vildi ég ekki draga athyglina að því, sem Stephen kynni að vera aö gera þessa stundina, og í öðru lagi beindist athygli mín öll að Bruno. í þetta skipti hafði mér verið ýtt inn í aftursætiö til hans, og ég tók hann þegar í stað í fangið. Hann var í þann veginn að komast til meðvitundar, kveinkaði sér, en virtist ómeiddur. Nú var hann ekki einasta húfulaus, heldur einn- ig berhentur, og ég reyndi að nudda lífi í litlu hendurnar, um leið og ég hvíslaði að honum huggunarorðum. Sloan og Ulrich höfðu verið að ræða saman á þýsku. Nú sneri Sloan sér við í sætinu og horföi út um afturgluggann. — Vinir þínir eru ekki á eftir okkur, Kate, sagði hann og virtist hinn ánægöasti. — Mér fannst þú haga þér skynsamlega í vagninum að segja ekki meira en þú gerðir. Það kom berlega í ljós, aö við gerðum rétt í að skilja ykkur að. Hann virti Bruno fyrir sér, en hann var nú farinn aö stynja há- stöfum. — Hvað er að honum? — Nú, hvað heldurðu, maður? hreytti ég reiöilega út úr mér. — Hvernig helduröu, að þér liði, ef þú værir átta ára stráklingur, hefðir veriö svæfður með eter og hálfdrepinn úr kulda? Og ég legg til, að þið stöðvið bílinn og leyfiö okkur að fara út, nema þiö viljiö, aö hann æli út allan bílinn. Núna, stans, það liggur á! Eg kraup í snjónum viö hlið Brunos, studdi hann og hjálpaði honum og huggaöi hann, meöan Sloan gekk fram og aftur við hliðina á bílnum. Við vorum stödd í þröngum dal. Til hægri handar sá ég veg í nokkurri fjarlægð. Talsverð umferð var um hann og ég gat mér þess tU, aö það væri gamli aðalvegurinn um Brenner- skarðið. Vegurinn, sem við vorum á, var fáfarinn, en ég gaut vonaraugum á hvert farartæki, sem leiö átti framhjá. Eg þóttist viss um, að Jon væri löngu búinn að tilkynna hvarf okkar til austurrísku lög- reglunnar og eins þeirrar ítölsku. Einnig voru líkur á, að Stephen hefði haft vit á að taka niður númerið á bílnum og tilkynna það lögreglunni, ef hann haföi skiliö mig rétt. Og því lengur sem við töföumst við vegarbrúnina, meðan vesalings Bruno losaöi sig VERKTAKAR STARFSHÓPAR FYRIRTÆKI ATHUGIÐ Viö bjóöum heitan mat í hitabökkum fyrir stærri og smærri vinnuhópa. Einnig bjóöum viö á staðnum heitan mat, samlokur, kaffi, smurt brauö og allt sem svangur maöur þarf. Sjáum einnig um veizluhöld í heimahúsum. Bætt og betri þjónusta. Matstofa Miöfells sf., Funahöföa 7, sími 84939. 46 Vikan S. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.