Vikan


Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 48

Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 48
Framhaldssaga er hætt við, aö það fari ekki sér- lega vel um ykkur, þar sem ég ætla að geyma ykkur, þangað til Becker hefur leyst frá skjóðunni. Ég reyndi enn að sannfæra hann um, að Jon gæti ekki upplýst hann um neitt, en Sloan lét það sem vind um eyru þjóta. Bruno umlaði og hreyfði sig, og ég gerði mitt besta til að róa hann. Allt í einu lenti bíllinn í skafli og drap á sér. Ulrich bölvaði og reyndi að koma bílnum aftur í gang, en tókst ekki. Þögnin umlukti okkur. Mennirnir tveir upphófu heiftar- legt rifrildi, og innan skamms skipaði Sloan mér út úr bílnum. Bruno var vaknaöur. Eg tók um hönd hans, og hann staulaðist út úr bílnum á eftir mér. Við stóðum skjálfandi í snjónum, meöan Sloan og Ulrich héldu áfram að deila. — Hvar erum við, Kate? spurði Bruno, og tennurnar í honum glömruðu. Það hafði verið heitt í bílnum, en nú smaug ískaldur vindurinn gegnum fötin okkar. Eg lét prjónahúfuna mína á Bruno, en dró hettuna á stakknum mínum yfir höfuð mér. — Eg held, aö við séum ennþá á leiö til Innsbruck, sagði ég. — Við erum nokkuð langt fyrir ofan gamla aðalveginn, en þessi vegur viröist liggja samsíöa honum. En þú þekkir þig betur hér en ég, Bruno. Viröist þér ekki þetta vera dalurinn, sem liggur frá Brenner til Innsbruck? Við störðum bæði niöur eftir f j allshlí öinni. Sannarlega var dalur fyrir néöan okkur, en útlínur hans voru óskýrar vegna lélegs skyggnis. En sem snöggvast greiddust skýin sundur, og við sá- um allgreinilega niður í dalinn. — Jú, auðvitað, sagöi Bruno. — Þarna er Europabriicke, sástu ekki stólpana? Hann var greinilega óðum að ná sér. Hann horföi í kringum sig. — Hvers vegna fórum viö ekki eftir hraðbrautinni? spurði hann. — Það er ekkert langt til Innsbruck, og ég er orðinn svangur. Hvað erum við að gera hér? Hvaöa menn eru þetta? Og hvar er pabbi? Ég reyndi að veita honum ein- hverja úrlausn, en í því greip Sloan inn í samtal okkar. — Við verðum að skilja bílinn eftir, sagði hann. — Þið verðið hér eftir hjá Ulrich, en ég renni mér á skíðun- umtilKirchwald. — Til Kirchwald? sagði ég undrandi. — Já, þessi vegur liggur að neðri enda lyftunnar í Kirchwald. Þar sem ég hætti ekki á aö fara með ykkur til Innsbruck, ætla ég að fá Otto Hammerl til aö leyfa mér að geyma ykkur í kofanum við fjallakrána. Varla ertu búin að gleyma honum? Kráareigendurn- ir láta ykkur hafa teppi og mat og gæta þess, að enginn komi nálægt kofanum, þangað til ég er búinn að hafa það upp úr Becker, sem ég vil fáaðvita. — En hvað kemur þér til að halda, að þetta fólk vilji gera eitt- hvað fyrir þig? spurði ég ögrandi. — Það er allt flækt í ólöglegt athæfi, ansaði hann stuttur í spuna. — Þegar ég upplýsi, að ég viti um sprengiefnið, sem geymt er í kofanum þeirra, sennilega ætlað hryöjuverkamönnum í Alto Adige, þá á ég ekki von á neinum mótbárum. Það er einfaldlega of hrætt við lögregluna. Bruno haföi hlustað á okkur með galopinn munn. — Eg vil fara heim! sagði hann hneykslaður. — Ég vil ekki láta læsa mig inni. Eg er orðinn leiður á þessum leik. Komum heim, Kate. Eg sagði Sloan, að hann gæti ekki farið að læsa okkur inni í óupphituðum fjallakofa, en hann yppti aðeins öxlum og benti á, að ég gæti sjálfri mér um kennt, aö hann gæti ekki farið með okkur til borgarinnar. Hann tók skíðin sín aftan af bílnum og spennti þau á sig. Eg ætlaði að opna bíldyrnar, svo aö viö Bruno værum að minnsta kosti í skjóli, þangað til viö yrðum flutt í kofann, en Ulrich dró mig frá bílnum. Hann rumdi eitthvaö og benti í staðinn á hrúg- ald uppi á bröttum stalli spölkorn frá, hálfgrafið í snjóinn og virtist litlu merkilegra en úr sér genginn hundakofi. Hann ýtti mér í áttina þangað, og Bruno elti eins og hvolpur. Sloan renndi sér upp að hlið mér. — Ulrich telur ekki óhætt að leyfa ykkur að vera í bílnum, og ég er honum sammála, sagði hann. — Þessi vegur er mjög fáfarinn, en komi samt sem áður einhver, hlýtur hann að stansa og bjóða aöstoð. Hann vill þess vegna geyma ykkur í kofanum þarna. En mundu, að hann hefur auga með ykkur, og hann er með byssu. Hann beitir henni ekki gegn þér eða drengnum, þið eruð okkur meira virði en svo. En ef einhver á leiö hér hjá og þú reynir að kalla eða vekja athygli á þér á einhvern hátt, verður sá hinn sami fyrir skoti. Og þú vilt ekki hafa þaö á samviskunni, Kate. Eða hvað? Kofinn var svo rækilega hulinn þykkri snjóbreiðu, að af honum sást lítið annað en dökk bjálka- hurðin. Eins og hinn fjallakofinn var þessi greinilega notaöur sem skýli kúahirða á sumrin, en and- stætt við hinn kofann varð þessi aö láta sér nægja gamla hurð, ólæsanlega á marrandi hjörum. En ég þurfti ekki að horfa oftar en einu sinni í kringum mig á allan þennan djúpa snjó til að sannfær- ast um, að flótti var óhugsandi. Eina færa leiðin var eftir hjól- förunum, sem bíllinn hafði mótað, og Ulrich heföi gát á þeim. Framhald í næsta blaði. SunnifXjool HEITIOG KALDI NESTISKASSINN SUNNY COOL cr nestiskassi sem getur haldið köldu eða heitu og er tengdur við 12 volta rafkerfi í bát eða bifreið. Það er auðvelt að breyta hitastillingunni, aðeins að snúa strauminntakinu á blátt eða rautt. SUNNY COOL kælirinn verður plús 4 gráðu kaldur og sjálfylrkur rofi heldur stöðugu hitastigi. SUNNY COOL hitakassinn verður 70 gráðu heitur og vegna cinangrunar innra hólfsins helst hitinn/kuldinn þrátt fyrir að straumurinn sé rofinn. SUNNY COOL tekur aðeins 3,5 amper og hefur engin áhrif á rafkerfið, kassinn er úr traustu plastefni, innanmál: 7,8 lítr. 48 Vikan 5- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.