Vikan


Vikan - 03.02.1983, Page 62

Vikan - 03.02.1983, Page 62
POSTIHIW Roðna alltaf Hœ elsku Póstur! Ég á vid dálítið mörg vandamál að stríða núna. Ég er svo vodalega feimin að þegar ég er í miklum mann- fjölda þori ég ekki að segja orð og ég þori ekki að tala við stráka sem ég er hrifin af. Svo er það vandamál nr. 2 að ég roðna alltaf svo ofsa- lega. Þegar strákur segir eitthvað við mig roðna ég svo að mig langar mest til að hverfa niður í jörðina. Og svo er það síðasta vanda- málið að ég lief svo mikla minnimáttarkennd að ég veit ekki hvað ég á að gera. Vinkonur mínar eru alveg að verða brjálaðar út afþessari vitleysu í mér. Jaja, þá bið ég bara að heilsa Helgu nöfnu minni. Bless, bless. Helga S. Þessi vandamál eru í raun og veru eitt og hiö sama eins og margir kannast viö, sérstaklega í viðskiptum viö hitt kynið. Vegna þess að fólk er feimið og óöruggt þá roönar það oft. Þetta getur orðið hinn versti víta- hringur til lengdar. Ottinn við að roöna getur fram- kallaö ennþá meiri kinn- roða sem manneskjan skammast sín þá enn meira fyrir. En er í raun og veru nokkuð til að skamm- ast sín fyrir? Af hverju má fólk ekki bara roðna í friöi? Það er mannlegt og heil- brigt að sýna tilfinningar, mannlegt og heilbrigt að vera svolítið feiminn. Þar fyrir utan hefur þú ekkert til aö skammast þín fyrir. Þú ert örugglega sæt og hress stelpa. Gleymdu öllu öðru en því næst þegar strákarnir gefa sig eitt- hvaö að þér. Reyndu um- fram allt að sannfæra sjálfa þig um að þaö sé allt í lagi með þig og þá finnst öörum þaö líka. Þú þarft ekkert að skammast þín fyrir feimnina heldur sigr- ast á henni. Láttu sem þú takir ekki eftir því þegar þú roönar og smám saman gerist það sjaldnar. Vin- konur þínar ættu líka að reyna að hjálpa þér meö því að látast ekki taka eftir því heldur. Það gæti hjálp- að ef þið stelpurnar rædduö málin. Þær kannast örugg- lega við vandamálið líka af eigin raun. Þér til huggunar upplýs- ist þaö og að þetta er oft tímabundið vandamál, tengist gjarnan kynþroska- skeiöinu og þeim breyting- um og umróti sem eiga sér stað hjá fólki, bæði andlega og líkamlega, og hverfur þegar meira jafnvægi kemst á. Nokkrir aðdá- endaklúbbar ABBA, 2 Sheep Street, High- worth, Swindon, Wilts, Great Britain. ABC, P.O. Box 92, Sheffield Sl ÍLP, Great Britain. AC/DC, IS Watson Close, Burg St. Edmunds, Suffolk, Great Britain. Adam Ant, The Bivouac, P.O. Box IQT, London WIA 4QT. Great Britain. The Clash, P.O. Box 87, London NWl, 8NF, Great Britain. Culture Club, c/o Wedge Music, 63 Gros- venor street London Wl, Great Britain. Depeche Mode, c/o Mute Records, 102 Seymour Place, London Wl, England. Dexy’s Midnight Runners, Yourk House, 27 Tenby Street, Birmingham B1 3EE, England. Dollar, P.O. Box 95, London SW15 2TN, England. Duran Duran, 273 Broad Street, Birmingham B1 2DS, Eng- land. Plásslítill Póstur Kœri, frábœri Póstur. Mig langar að spyrja hvort það sé svo ferlega lítið að gera hjá Póstinum að það sé bara hœgt að setja teikni- myndasögur og annað í Póstopnuna eins og til dœm- is í 51. tbl. 23. des. 1982. Er það hœgt? Hvað lest þú út úr skrift- inni hjá mér og ég vona að ekki séu margar villur í bréf- inu. Takk. Ein sem vonast eftir svari. P.S. Hefur verið sami Póstur (sami maður) síðan Pósturinn byrjaði? Pósturinn áskilur sér all- an rétt til þess að svara eins mörgum bréfum í Viku hverri og hann kemst yfir. Varðandi umrætt blaö er því til að svara aö mynda- sögur (sem eru uppáhalds- efni margra lesenda) höfðu orðið að sitja á hakanum í nokkrum blöðum á undan vegna jólanna og þess aug- lýsingaflóðs sem þeim fylg- ir. Til þess að hægt væri að koma öllum myndasögun- um fyrir í þessu tölublaöi var gripiö til þess ráös aö taka aðra Póstsíðuna. I svona atriöum hefur álit Póstsins svo sem ekkert aö segja hvort sem er — nauð- syn brýtur lög. Nei, það hefur ekki alveg sami maður svarað Póst- bréfunum frá upphafi því fyrsti Pósturinn er nú kom- inn á eftirlaun. Ef þú læsir Póstinn reglu- lega og af athygli þá hefðir þú sennilega rekiö augun í yfirlýsingu Póstsins þess efnis að hann sé hættur aö lesa úr skrift. Bréfið þitt var blessunarlega laust viö meiri háttar villur. Innanhúss- arkítektúr og Eddu-hótel Háttvirti Póstur. Þar sem ég hef aldrei gerst svo djörf að skrifa þér þá langar mig að biðja þig að svara nokkrum spurningum sem aldrei þessu vant fjalla ekki um ástarvandamál. Mig langar að vita hvert íslend- ingar hafa helst leitað til að lœra innanhússarkítektúr. Hvaða próf eða menntun þarf til að fá inngöngu í þá skóla ? Þá langar mig einnig að vita hvert maður á að snúa sér ef mann langar að fá sumarvinnu á Eddu- hóteli. Hvert er aldurstak- mark til að gerast þjónustu- stúlka á þeim? Þarf niaður að vinna allt sumarið? Með bestu von um að Pósturinn svari bréfi mínu og að hin ógnvekjandi Helga éti ekki bréfið mitt. Innanhússarkítektúr er kenndur í arkítektaháskól- um víða um heiminn og Islendingar hafa víða farið til þess að læra þessa grein. Stúdentspróf er nauösynleg undirbúningsmenntun. Til þess að fá nákvæmar upp- lýsingar um nám í einstök- um löndum eða skólum er best aö hafa samband viö menntamálaráöuneytiö, háskóla- og alþjóðadeild, s. 91-25000. Upplýsingar um ráöning- ar á Eddu-hótelunum ættir þú að geta fengið hjá Feröaskrifstofu ríkisins sem rekur hótelin, s. 91- 25855. 62VlkanS>tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.