Vikan


Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 14

Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 14
ekki. Hann lánaði mér svo lykil til að stilla með og maður fór að prófa á sínu eigin píanói. Þetta var afskaplega gaman. Þetta lá svo í láginni um tíma. Eg fór að spila í danshljómsveit til að hafa eitthvað fyrir stafni. Svo gerðist það að systir mín fór til Bandaríkjanna og fór að vinna þar. Síöan giftist hún íslenskum manni þar ytra og þá þótti gott tækifæri að athuga hvort ég kæm- ist þar í stillingarnám við ákveð- inn skóla í New York. Fyrst var talaö um svona sex mánaða nám- skeið. En sú deild sem sá um still- ingarkennslu var ekki tilbúin þeg- ar ég kom út í maí þetta ár svo það var farið aö leita að öðrum skóla. Þá fundum við almennan blindraskóla, með mjög fína tón- listardeild, og alveg framúrskar- andigóðan kennara í píanóstilling- um og viögerðum. Og í staðinn fyrir sex mánuði urðu þetta fjögur ár!” „Og þarna byrjaðirðu sem sagt skólanámfrágrunni?” ,,Já, þarna hófst mitt eiginlega skólanám. Þetta var heimavistar- skóli og ég bjó þar fimm daga vik- unnar en fór heim til systur minn- ar um helgar. Eftir fyrsta daginn hafði ég mikinn áhuga á að hætta. Þaö var ansi erfitt aö geta lítið sem ekkert talaö eða skilið. Það var farið með mig í hverja einustu deild í þessum stóra skóla til að kynna nýja nemandann frá Is- landi, sem var algert fyrirbrigði. En það var erfiðleikum háð aö sækja mig aftur þetta fyrsta kvöld svo ég fór bara aö sofa og strax daginn eftir varð allt miklu betra. Ég ákvað að þrauka eina viku, aö minnsta kosti, og að henni liðinni var þetta allt í lagi. Eg sé það núna aö það var alveg bylting í lífi mínu aö fara þarna út. Eg get ekki ímyndað mér hvaö ég væri að gera núna hefði ég ekki fariö. Að vísu hefur atvinnumögu- leikum blindra fjölgað síöan þetta var en á þeim árum var aðallega burstagerð í gangi fyrir blint fólk. Þaö hefði ég ekki viljað festast við. Það má líkja þessum skóla við fjölbrautaskóla. Þarna hafði mað- ur valgreinar og ég lagði aðal- áherslu á píanóstillingarnar og viðgerðirnar, hljóðfærasmíði einu nafni, og eyddi langmestum tím- anum í það. 1967 kom ég heim og byrjaöi. Það fór hægt af staö og var lítið að gera. Eg hafði engin meðmæli neins staðar frá þannig að þetta tók afskaplega langan tíma. Eftir fimm ár fór ég utan aftur í hálft ár og kenndi þá við þennan sama skóla sem aöstoðarkennari. Þaö var afskaplega skemmtilegt tíma- bil. Þá var ég búinn að fá tölu- verða starfsreynslu. Að kennsl- unni lokinni fór ég í tvo mánuði til Vancouver á námskeið, sérstak- lega í sambandi við flygla. Og þeg- ar ég kom heim síðla árs 1973 fór allt að ganga betur og nú undan- farin ár hefur dæmið snúist við, núna hef ég allt of mikið að gera. ” „Ertu mest í stillingum, minna í viðgerðum?” „Ég stilli píanó alla daga, aldrei þó meira en ég ætla mér frá degi til dags því þaö er ekki gott aö ætla sér of mikið. Og síðan tollar voru felldir niður af hljóðfærum hefur að verulegu leyti brostið grundvöllur þess að gera upp píanó þannig að viðgerðavinnan hefur dregist saman. Ég mæli alls ekki með því að hvað sem er sé gert upp. Þaö er kannski frekast ef um er að ræöa erfðagripi eða því um líkt. En það mætti henda ansi mörgum píanóum á íslandi.” „Sem eru notuð samt. ” „Ja-á, þau eru notuð — og mjög víða (og Leifur leggur mikla áherslu á þessi tvö síðustu orð) bara sem hilla undir familíuna — í römmum. Og það er ekki nógu 14 Víkan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.