Vikan


Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 60

Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 60
einn afþeim gömiu... Smokey Robinson er svo sannarlega einn af gömlu kyn- slóðinni og má teljast einn af samtímamönnum Elvis Presley. Þeir voru að stíga sín fyrstu spor um og rétt eftir 1955 en varla er hægt að segja að þeir hafi átt margt fíeira sameiginlegt en það. Elvis var að blanda kántríi við sinn sér- staka söngstí/ en Smokey var allur í tónlist svartra, soulinu. Ef einhver hefur heyrt um soulhljóm- sveitina The Miracles þá kemur þetta nafn fljótt upp í hugann. Smokey Robinson og Kraftaverk hans var með fyrstu hljóm- sveitunum sem komu fram á merki Motown fyrirtækisins. Hann var ekki nema um sautján ára þegar það gerðist en þrátt fyrir að Motown heföi þá á að skipa langsamlega hæfileikaríkasta fólkinu var hann ekki lengi að vinna sér virðingarsess innan þess og snemma á sjöunda áratugnum var hann farinn að semja lög fyrir hin stóru nöfnin. Hann samdi til dæmis Ain’t That Peculiar fyrir Marvin Gaye og stjórnaði upptökum á því. Fyrir Mary Wells gerði hann eitt af bestu lögum þessa tímabils, My Guy, og fyrir The Temptations gerði hann svo The Way You Do The Things You Do, My Girl. Auk alls þessa þarf svo varla að nefna að lögin með hans eigin hljómsveit streymdu út og mörg hver náðu þau talsverðum vin- sældum eins og lagið Shop Around sem var reyndar eitt fyrsta lagiö sem gerði það verulega gott hjá Motown. Á eftir komu svo lög eins og You Really Got A Hold On Me, Going To A Go-Go og 1965 kom lagið Tracks Of My Tears sem þykir með því besta sem þessi áratugur gaf af sér í popptónlist. Það fer ekki hjá því, þegar menn heyra svona upptalningar, að þeir hugsi sem svo að þetta séu lög sem hafa haft geysileg áhrif á tónlistarfólk bæði nú og fyrr. Flest hafa þau verið tekin til meðferðar af öðrum og víða eru ýmsir taktar úr þessari tónlist greinanlegir. Eftir þetta góða tímabil fór þó að halla undan fæti. Lengra og lengra leið á milli topplaga og svo fór því að lokum að Smokey gaf hljómsveitina upp á bátinn og sneri sér að skrifstofustörfum hjá Motown. Þetta var árið 1977 og Smokey var orðinn hægri hönd Berry Gordys. En hann gat vart slitið sig úr stúdíóinu. Áður en langt um leið var hann farinn að laumast þangað aftur og upp frá því hafa komið frá honum sólóplötur, bæði með mislöngum milli- bilum og mismikilli velgengni. Nú fyrir fá- einum mánuðum leit svo ein slík dagsins ljós hér á íslandi. Smokey Robinson — Essar Smokey eða William „Smokey” Robinson, eins og hann titlar sig á plötunni, hefur greini- lega fylgst með því sem hefur verið að gerast í kringum hann síðustu ár. Enn ber hann þó heitar tilfinningar til gullaldartímabils síns en þetta sést á því að á plötunni skiptast lögin í tvennt, annars vegar léttir og fremur fönkaðir, danshæfir og átakalitlir slagarar og svo hins vegar yndisleg og heldur róleg, næst- um væmin, lög, titrandi af ást. Öll eiga þau það sammerkt að vera ágætlega samin, það er einungis meðferö upptökustjóranna, Smokey og Reginald „Sonny” Burkes, sem skilur þar á milli. Þeir hafa í vinnu sinni gert strengja- og blásturshljóöfærum hátt undir höfði og líður varla lag án þess að annaö eða bæði séu notuð. Þetta gefur plötunni vissulega ljúft yfirbragð og ekki versnar það þegar Smokey hefur upp raust sína. Hann er greini- lega í toppformi og gerir góða hluti annað- hvort í óaöfinnanlegri falsettu eöa léttum og átakalausum stíl. Og þá kemur að því sem margir telja galla — þaö vantar læti. Oefað eru þeir þó margir sem láta sér það í léttu rúmi liggja, þeir hinir sömu geta lagst upp í sófa að loknum ströngum degi og slapp- að af við að hlusta á hinn hnökralausa tón- listarflutning sem þarna fer fram. Fyrir áhugafólk um góöa funktónlist get ég óhikað mælt með sterkasta lagi plötunnar, And I Don’t Love You, en í því lagi bregður vinur vor út af vananum og setur svolítið fútt í hlutina. Þar notar hann „sánd” og takta úr Beat It Michael Jacksons, fyrst byrjunina (Gong, gong) og síðan gítarsóló af sömu ætt og Eddie van Halen smellti á smell Jacksons. Það eina sem eftir er að smella á þessa plötu er einkunnin: iiii 60 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.