Vikan


Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 35

Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 35
Draumar Draumaprins í draumi Hæ, kceri draumráðandi. Eg er 13 ára og nokkrar vikur eru síðan ég hætti með strák. Eg er alveg búin að gleyma hon- um og hef verið að spá í hina og þessa en loks er ég fann hinn heittelskaða draumaprins varþað bara draumur. Eg var á stað, svipuðum Eella- helli, og svona 20 krakkar voru þar. Við vorum að horfa á bíó uppi á vegg. Eg sat framarlega en hann sat aftast með sex vinum sínum og við horfðumst í augu. Ég sá að hann var alltaf að segja þeim hvað ég væri sœt. Eg fór að hugsa um kvöldið áður, þá höfð- um við verið að kyssast og hann hugsaði um það sama. Hann var ekki íslenskur, hann var Ijós- brúnn með kolsvart hár og vinir hans líka. Eftir bíóið urðum við ein samferða heim og við kysst- umst einu sinni á leiðinni. Ég man að þegar mig dreymdi þetta fann ég ástina og hamingjuna eins og þetta hefði gerst og ég var hroðalega vonsvikin er ég vakn- aði. Með fyrirfram þökk. Ein sem hefur draumaprins í draumi. Þessi draumur segir svo sem ekki margt ef litið er á táknin ein og sér en bendir hins vegar til að þú eigir létt með að láta þig dreyma og það vel. Svona indæl- ir draumar eru áreiðanlega bæði hollir og góðir og gera sitt til að halda þér lífsglaðri og þar með líklegri til að finna þann heitt- elskaða, líka í vöku! Barneignir Kæri draumráðandi! Eg œtla að biðja þig að ráða fram úr þessum draumi fyrir mig. Þessi draumur var mér mjög minnisstæður þegar ég vaknaði um morguninn. Þannig var að ég var heima hjá vinkonu minni og var að eiga barn sem mamma hennar tók á móti. Eg eignaðist litla telpu, mér þótti óskaplega vænt um hana en samt grét ég út af því að mér fannst ég vera ofung. Sama dag og ég átti hana ætlaði ég með hana út að labba. Hún var klædd íósköp venjuleg- an galla. Svo klæddi ég hana í gráa jogging-peysu með hettu, síðan í aðra venjulega prjóna- peysu og svo aftur í gráa jogging- peysu og síðast íbleikan útigalla. Ég fór með hana út í brúnum barnavagni og labbaði upp götuna sem ég var í og hitti þar stelpu sem átti barn þegar hún var 17 ára. Mér fannst hún vera brjáluð yfir því hve hún var ung þegar hún átti telpuna sína og þess vegna brjáluðyfirþví hve ég var ung og að eignast barn. Hún hljóp á eftir mér niður götuna og ætlaði að drepa telpuna mína. Þegar ég var komin að húsinu, sem ég fœddi barnið í, tók ég eftir því að ég lét blása inn í vagninn. Eg varð alveg brjáluð úr hræðslu, hélt að barnið vœri dáið. Hér er þessi draumur búinn. Svo er béma annar draumur sem mig dreymdi á undan þessum draumi. Hann ersvona: Þannig var að ég var stödd á brúsapalli (skammt frá heimili mínu). Eg var þar með bam sem mér fannst ég eiga og það var telpa. Öll fötin sem hún var í voru bleik. Allir óku fram hjá mér og ég hélt telpunni svo fast að það náði henni enginn. Og svo vaknaði ég. Eg grátbið þig að birta þetta fyrir mig og það fljótlega. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. B/ess, bless. Ein áhyggjufull. Þessir draumar eru báðir svipaðrar merkingar. Þeir benda til þess að það séu miklar sviptingar í sálarlífi þínu og þú sért mjög ósjálfstæð og viðkvæm fyrir skoðunum annarra. En eitthvað sem gerist verður til þess að þú verður að manna þig upp og sýna mikið hugrekki og það kemur sjálfri þér mest á óvart hvað þú hefur mikið bein í nefinu. Eitthvað óþægilegt og eitthvað gott hendir þig á sama tíma og þetta mun reynast þér mjög þroskavænlegt tímabil og þú munt verða mjög glöð út af einhverju sem þér tekst vel og þú færð talsvert hrós fyrir. Oskum félagsmönnum okkar og landsmönnum öllum gledilegra jóla og farsœls komandi árs. Verslunarmannafélag Starfsmannafélagid Sókn Freyjugötu 27. Símar 27966 og 25591. Hafnarfjardar Strandgötu 33, Hafnarfirði. Sími 51197. Landssamband ísl. verslunarmanna Laugavegi 178 Sími 81660. 45. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.