Vikan


Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 26

Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 26
Vísindi fyrir almenning Harry Bökstedt Einkaréttur á íslandi: Vikan Var minnkun koldíoxíðs orsök ísaidarmnar? Það kann að hafa orsakað kólnun loftslags á gjörvallri jörðinni að dró úr koldíoxíðmagni lofthjúpsins. Þegar það gerist ganga jöklar fram og taka að myndast þar sem þeir voru ekki áður. Koldíoxíö eða koltvíildi, eins og þaö er stundum nefnt, liggur eins og teppi í lofthjúp jarðar og heldur inni varma. Þaö kemur í veg fyrir að geislar, sem náö hafa að skína á jörðina, endurkastist. En hvað gerist ef magnið heldur áfram að aukast eins og nú við sífellt meiri brennslu kola, olíu, gass og annarra efna sem upprunnin eru í jurtarík- inu? Þetta er ein af þeim spurningum sem hvað mestar áhyggjur vekur þegar horft er til framtíðar mann- kynsins, sérstaklega í ljósi þess að nú hefur verið uppgötvað að hlut- verk koldíoxíðs í hitabúskap jarðarinnar er jafnvel enn mikil- vægara en áður var talið. Það viröist vera náið samhengi milli koldíoxíðmagns andrúmsloftsins og þess hvort loftslag kólnar eða hlýnar. Þetta setur að mönnum ugg um hvaö kunni að gerast eftir máske 20,50 eða 100 ár, eins og nú er hátt- að aukningu þessa efnasambands í andrúmsloftinu. Menn búast við að vegna þessa muni meðalhiti aukast um á að giska eitt stig eða tvö og hvaða afleiðingar hefur þaö? Munu víðáttumikil héruð við sjó hverfa í hafið? Veröur jafnframt um að ræöa aukna möguleika til jarðræktar annars staðar? Þessir jarðræktarmöguleikar kunna að veröa ekki einungis vegna hins aukna hita heldur líka vegna koldíoxíðsins sjálfs sem, eins og kunnugt er, er mikilvægt hráefni í ljóstillífun plantna. Þetta síöasta sýnir hversu vandamálið er flókið og hefur margar hliöar. En hvers vegna jókst koldíoxíö í andrúmsloftinu þegar engir nútímamenn voru til þess aö menga það? Hvað orsakaði hinar miklu sveiflur í magni þessa efnis sem orðið hafa síðustu milljón ár- in eöa svo? Svariö viö þessari spurningu viröist tengjast þeirri staðreynd að á sporbaug jaröar um sólu verða hægfara breytingar í tímans rás sem nú eru taldar tengjast ísöldum í jarðsögunni. Þessar breytingar á sporbrautinni verða fyrir áhrif annarra hnatta í sólkerfinu og valda því að afstaða jaröar og fjarlægð frá sólu er alls ekki hin sama frá ári til árs. Þetta hefur meðal annars í för með sér aö lengd árstíðanna breytist. Þá er möndulhalli jaröar heldur ekki ævinlega hinn sami. Sveiflutími þeirrar breytingar eru 40000 ár og breytingin veldur því aö hinir ýmsu hlutar jaröarinnar geta ekki búist við sama skammti af sólar- geislum alla tíö. Sá fyrsti til þess aö halda því fram að þessar breytingar á spor- baug og afstöðu jarðarinnar til sólu væru orsök ísaldarinnar var Júgóslavinn Milankóvic. Kenn- ingu hans var þó mótmælt með þeim rökum að þessar breytingar væru allt of litlar til þess aö geta orsakað svo afdrifaríkar breyting- ar á loftslaginu. Á seinustu árum fór menn að gruna að koldíoxíðið ylli þessu. Grunurinn varð sterkari þegar svissneskir vísindamenn fundu samhengi milli koldíoxíömagns í loftbólum í ískjarna frá ísöld og því hvort kjarninn var frá kulda- skeiði eða hlýskeiði. Á kaldasta skeiði ísaldar var koldíoxíðmagn- iö í andrúmsloftinu eftir þessu að dæma aðeins 180 ppm (milljón- ustu hlutar ) á móti 280 viö upphaf kolabrennslunnar sem hófst í iön- byltingunni og 335 ppm nú. Reynd- ar er gert ráö fyrir að þetta aukist ánæstu árumuml,5ppmáárief við höldum áfram að brenna kol- um, olíu, viði og öðrum orkugjöf- umúr jurtaríkinu. Breskir kvarterjarðfræðingar hafa komist að sömu niðurstöðum um sambandiö milli loftslags og koldíoxíös og Svisslendingarnir en eftir öðrum leiðum. Svo háttar til að koldíoxíömagn- ið í höfunum er í jafnvægissam- bandi við magnið í loftinu. Lífver- ur sjávarins nýta sér þetta efna- samband í stoðgrindur sínar. Með nákvæmri rannsókn á hlutfalli kolefnissamsæta í steingervingum er hægt að áætla koldíoxíðmagn sjávar og þar með andrúmslofts. Þessi loftslagsskrá Bretanna nær nú 340.000 ár aftur í tímann. I ljós kemur að koldíoxíðmagn- ið sveiflast nákvæmlega í sam- ræmi við forsögn Milankovics um breytingar á sporbraut jaröarinn- ar. Menn hafa leitast við að skýra hvernig þetta tengist. Ein tilgátan er að aukið magn sólarljóss örvi lífið í haffletinum sem leiði til þess að meira er notað af koldíoxíði sem síðan veldur því að loftslag kólnar. En hvernig sem þetta er skýrt er víst að tölfræðilegt samband er sannað milli koldíoxíðs í loftinu og hitafarsins á jörðinni. 26 ViKan 45- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.