Vikan


Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 51

Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 51
Álfheiður Steinþórsdóttir Guðfinna Eydal sálfræðingur sálfræðingur Nú er komið að lokum, að sinni að minnsta kosti. Eins og þær stöllur, Guðfinna Eydal og Áifheiður Steinþórsdóttir, rekja annars staðar hér á opnunni /eggjast sáifræði- þættir þeirra af nú um komandi áramót. Um leið og Vikan þakkar ánægjulegt samstarf í rífíega sex ár óskar hún þeim stöllum velfarnaðar í sinni nýju stofnun, Sálfræðistöðinni. Bestu þakkir, Guðfinna og Álfheiður. I könnun Hagvangs kom í ljós að 84% karla og 64% kvenna voru í starfi utan heimilis. Þannig má sjá aö mikill meirihluti fólks eyðir miklum hluta af lífi sínu utan heimilis — í vinnu. I könnuninni kom einnig fram að Is- lendingar leggja mikla áherslu á vinnusemi og er metnaöur í starfi þeim ofarlega í huga. Er hægt að greina starfshæfi- leika fólks? Hvort sem fólk vill bæta samskipti á vinnu- stað, leysa ný verkefni eða skipuleggja eigin starfsferil þá vakna ótal spurningar sem mikilvægt er að svara. Spurningar eins og: „Hvernig stend ég í samanburði viö aöra?” „Hef ég nauðsynlega stjórnunarhæfileika fyrir þetta starf?” „Hverjar erumínar sterku og veiku hliðar?” og svo framvegis. A undanförnum árum hefur veriö gert mikið átak víða erlendis til að hjálpa fólki við að fá svar við þessum þáttum og meta hvar það stendur þegar vinnan er annars vegar. Nýtt hjálpartæki, PRÓFÍL—PRÓFID Um leið og við kveðjum lesendur Vikunnar, sem hafa lesiö greinar okkar um eðlilega og afbrigöilega sálfræði barna og fullorðinna, langar okkur að kynna fyrir þeim svokallað prófíl-próf. En þetta er í fyrsta skipti sem prófiö er kynnt í grein hér á landi. Eftir undirbúningsvinnu og samstarf við erlenda aðila höfum við fengiö gagnlegt hjálpartæki í sambandi við starfshæfni og samskiptaleikni. Prófíl-prófið er um viðbrögð og afstöðu einstaklingsins í starfi. En hvaða spurningum getur prófíl-prófið svarað? Sem dæmi má nefna: — hvort einstaklingurinn er virkur, kraft- mikill og hefur úthald við lausn verkefna. — hvort hann hefur hæfileika til að taka frumkvæði viö lausn verkefna og fá nýjar hugmyndir, — hvort hann hefur sjálfsaga í ríkum mæli og hæfileika til aö vinna kerfisbundið að lausn verkefna, — hvernig innra öryggi og sjálfstrausti er háttað, — hæfileikann til að taka ábyrgð og stjórna, persónulegan stjórnunarstíl viökomandi ein- staklings, — skilning og hæfileika til aö setja sig í spor annarra, — streituþol og jafnvægi í starfi og svo framvegis. Þegar gerður er prófíll—línurit — fyrir hvem einstakling má sjá yfirlit yfir þá eiginleika sem hann gæti nýtt sér og hverjir eru honum hindrun í samstarfi viö aöra. Með slíkt vega- nesti er auðveldara að fara inn á nýjar brautir, ákveða starfsvettvang eða, fyrir yfir- menn, að ráða starfsmenn í mikilvæg störf. Með þessum lokaorðum kveðjum við og óskum öllum lesendum Vikunnar góðs gengis á nýjuári. 45. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.