Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 22
A árunum í kringum sjötta áratug þessarar ald-
ar var Smáíbúðahverfið barnflesta hverfi Reykja-
víkur, eins konar Breiðholt þess tima. Samgöngur
við borgarmiðjuna þó sýnu verri, menn bjuggu
þarna talsvert afskekkt að mati þeirra hinna i
borginni. Alls kyns smáskærur milli krakkahópa
voru tiðar og skiptingar í herlið fóru að mestu
leyti eftir búsetu. Og þá var miðað við aða/kenni-
leitið — menn bjuggu fyrir neðan eða ofan stokk.
Þetta var íraun aðalsamgönguæð hverfisins, allar
leiðir lágu til eða frá þessu mannvirki hitaveitunn-
ar. Enda varla nema von að íbúarnir notuðu þetta
eina tækifæri til að ferðast um nokkurn veginn
þurrum fótum, göturnar voru yfirleitt eitt forar-
svað og sumir innfæddra höfðu aðeins kynnst
malbiki af myndum.
„Það er engin tilviljun að hljómsveitarstjórar klæðast kjólfötum. Þau
eru svo þjá/ að það er ekki eins þægiiegt að stjórna í neinu öðru og s/ík
föt anda vel sem er mjög mikilvægt."
„Þaö má segja að ég sé nánast
fæddur á fréttastofu útvarpsins að
Klapparstíg 26. Það kom til vegna
tengsla föður míns við þá stofnun.
Og ein af fyrstu minningum
mínum er sú aö gera flugskutlur
úr fréttatilkynningum sem komu
á síritann á fréttastofunni. Þær
svifu þvert yfir fréttastofuna og
svifu mun betur ef bréfaklemma
var sett á fremst.
Síðan er það hérna í hverfinu
sem ég stofnaði mína fyrstu
hljómsveit. Þá var ég sjö ára og
man vel þegar ég var að viða að
mér hljóðfærum. Niðri í mýri hér
fyrir neðan, sem Sogamýrin er
kennd við, þar sem hesturinn
stendur nú, fann ég dollu — stóra
og fulla af leðju. Hún hljómaði vel
tóm og seinna komst ég aö því að
þetta voru umbúðir utan af kvik-
myndafilmum. Ég dröslaði þessu
alla leiö hingað upp eftir og þá fór
allt liöið í hljómsveitinni út að
hitaveitustokk, hver meö sína
dollu, en ég upp á vírrúllu að
stjórna. Þaö er einkennileg til-
viljun en síðar, þegar ég kynntist
tengdaföður mínum, mundi hann
eftir mér frá þessum árum. Hann
var þá trésmiöur hérna í nágrenn-
inu og þekkti aftur strákpattann á
vírrúllunni sem stóð þar syngj-
andi og stjórnandi með prik í
hendi á hverjum morgni.
Svo kom hljómsveit þar sem
notuð voru venjuleg hljóðfæri og
þá var ég orðinn 12 ára. Þetta var í
byrjun bítlaæðisins og „sílovsjú”
var vinsælasta lagið — og það var
í a-moll! Við fórum meö það á
fund söngkennarans í Breiðagerö-
isskólanum en honum leist ekkert
á blikuna. En við höfðum það af að
spila nokkur lög á lokaballi skól-
ans það árið. Ég hef raunar alltaf
haft þörf fyrir að gera svona hluti,
alveg frá því að ég man eftir mér.
Stundum óska ég þess að ég hefði
hana ekki — en þetta virðist óbæl-
andi. Og núna er ég kominn út í
frumskóginn, úr vernduðu um-
hverfi háskólans, og sit á skrif-
stofu og sleiki frímerki. Ég sætti
mig við stjórnsýsluna en vonast
jafnframt til þess að geta snúið
mér aftur að tónlistinni einvörð-
ungu þó síðar verði. Og ég verð
einnig að sætta mig viö að vera
andlit hljómsveitarinnar út á við,
eins konar persónugervingur. Ég
varðist fyrst öllum fjölmiðlum,
einkum fyrir tónleika, og vildi
meina að ef ég heföi eitthvaö að
segja yrði þaö í gegnum tónlistina.
En svo kom í ljós að þetta var
spurning um að koma hljómsveit-
inni á framfæri, það skildi ég
fljótt, og framkvæmdastjórn Is-
lensku hljómsveitarinnar var nán-
ast fyrirvaralaust komin á mínar
herðar. Ef fjármálahliöin er í
molum og skipulag rekstrarins þá
verður hljómsveitarleikurinn það
einnig. Því miður er þarna sama-
semmerki á milli.
Að sitja kleinuboð
En þetta er í raun sáraeinfalt og
praktískt atriði. Við höfum ekki
efni á að kaupa auglýsingar í blöð-
um. Heimsþekktur hljómsveitar-
stjóri sagði eitt sinn að fyrsta áriö
í starfi hefði hann setið fleiri kaffi-
samsæti en hljómsveitaræfingar
og kannski eytt meiri tíma í blaða-
menn en tónlistarmenn. Þetta er
hluti af starfinu í upphafi og ef ég
þarf að sitja kleinuboö til þess að
koma okkur á framfæri þá geri ég
það.
Allt starf í hljómsveitinni er
unnið undir álagi. Sálfræðilega
hliðin er stór hluti af starfinu og
erfitt að beina orðum sínum að
ákveðnum hljóðfæraleikara. Kast-
ljósið beinist að honum og viö-
brögðin eru oft óútreiknanleg.
Hópsálarfræöi er hluti af menntun
hljómsveitarstjórans. Og svo er
yfirleitt erfitt að komast í tæri við
svona hóp. Þú getur ekki keypt
þér hljómsveit eins og þú kaupir
þér flautu til að spila á. En þú
getur reynt að búa hana til. Þetta
er mikil vinna en eftir síðustu
æfinguna fyrir hljómleika slaka
ég á. Þá er mínu verki lokið. Þá
fer ég heim og sef. Hljómleikarnir
sjálfir eru bara lokaátakið því
hljómsveitin á að vera svo sam-
æfð, þegar best lætur, að varla
þurfi stjórnanda.
Flutningur popptónlistar á
íslandi er oft mjög góður. Ég
heyri hann af hljómplötum í út-
varpi og hef gaman af rjómanum í
poppliðinu. Deila má um verkin
sjálf en flutningurinn er á
stundum óaðfinnanlegur. Lögð er
rækt við ýmislegt þar, til dæmis
hljóðfallslega akróbatik og oft
með miklum ágætum.
Ef við lítum á starf hljóm-
sveitarstjóra sem skapandi starf,
sem það er að mínu áliti, þá er
eðlilegt að hann hafi þörf fyrir að
semja eitthvaö sjálfur. En yfir-
leitt hefur mér fundist eigið hand-
verk óhæft til flutnings. Til þess að
svo yröi þyrfti að liggja yfir því en
ég hef ekki tíma til þess. Mig
„Stofnuð til
XX Vikan 45> tbl.