Vikan


Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 43

Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 43
gömul til aö stíga mylluna frá morgni til kvölds. Áttu þrír bæjar- spjátrungar aö hljóta það allt að gjöf? Myndi María vilja það — hún sem gat vonast eftir myndar- legum dot eftir fáein ár þegar fyrirtækið okkar tæki að blómg- ast? Ég hélt ekki. I blindu minni sagði ég við sjálfan mig að við ættum bæði þennan kost: að tala eða ekki tala. Og ég var viss um að snögg hugsun mín, hröð tunga mín, myndi sannfæra þessa menn um að þeir hefðu farið fýluferö. María gat treyst mér.” Yves hætti eirðarlausu ráfinu, settist á hækjur sér og þagði um hríð. Emma grét í hljóði og gat ekki stunið upp orði. Hann hélt áfram í einkennilega hressilegri tóntegund, eins og gæti hann hrakið hryllinginn burt með því að hafa frásögnina hraöa og blátt áfram. „Félagar Jacques Martin litu á hann, fyrirliöa sinn, og væntu svars hans við síðustu yfirlýsingu minni. Þeir voru eldri en hann, ekki jafnöruggir með sig, iðruðust ef til vill þegar hálft í hvoru þessa erindis. Þeir sögðu: „Er hann að segja satt og hvernig getum við gengið úr skugga um hvort þetta ersatteðalogið?” Jacques Martin átti svar við því. Hann leit upp eftir mér, lyfti klókindalega brún, horfði á mig þar sem ég hékk og sagði: „Ég held að þú sért að ljúga, maður, en við sjáum til.” Og við félaga sína: „Annar ykkar, taktu stúlkuna. Komdu vilja þínum fram við hana. Þarna — þar sem hann getur séð allt.” ” Emmastundi. . . Yves hélt áfram. „Ég verð að játa að hann fór blíölega með hana, maðurinn sem svipti hana meydómnum. Sterkur náungi, á aldur við mig. Hann þurfti ekki að beita neinu valdi. Hún var eins og lamb til slátrunar leitt. Hann lyfti henni upp og lagði hana á bjarnar- feldinn við arininn. Hún kjökraði svolítið og ég sagöi við sjálfan mig: Við vitum bæði hvaö við erum að gera, María og ég. Eitt orð frá öðru hvoru okkar og þess- ari martröð getur lokið. María veit hvar framtíð hennar liggur. Ef ég tala eða ef hún talar eyðir hún því sem eftir er ævinnar í þessum kofa, verður gömul og tannlaus fyrir aldur fram, giftist kannski fyllibyttu sem lemur hana og barnar hana árlega þar til hún verður hokin í öxlum af að bera bömin og visnaðir brjóstapokarn- ir lafa niður á maga. Er þetta það sem hún vill? Þegar hann hafði farið sínu fram við hana, þessi maður, blygðaöist hann sín fyrir að mæta augum mínum þar sem ég hékk. María lá bara þar sem hann hafði skilið við hana, kjökraði hljóðlega og gerði ekki lengur neina tilraun til að skýla sér, stóð á sama. Og svo fór Jacques Martin aftur að spyrja. „Maður, ég held aö þú sért enn að ljúga,” sagði hann. „Ég ætla þess vegna ekki að hlusta á neinar skýringar heldur ganga út frá því að þú eigir pen- inga og komir með tímanum upp um hvar þeir eru.” Ég svaraði honum að það væri ekki þannig, en hvernig gat ég sannað annað? Af hverju leitaði hann ekki sjálfur í kofanum og sannaði það sjálfur? Hann mátti rífa kofann í sundur, hann myndi ekkert finna, sagði ég honum. Ég hélt að rök mín væru góð, röksemdafærsla mín traust. Guöhjálpi mér! Og svo sneri Jacques Martin sér að hinum félaga sínum og sagði honum líka að fara sínu fram við Maríu.” Veiðimaðurinn þagnaði. Tunglið var komið upp yfir háum furu- trjánum og í gegnum tárin gat Emma séð að hann grét líka hljóð- lega, að tárin streymdu niður magrar kinnar hans. Hann hélt áfram, röddin var enn styrk þrátt fyrir nístandi sálar- kvalir hans. „Hinn maðurinn var ruddafengnari en sá fyrri. Fauti. Eg lokaði augunum þegar María veinaði en ég gat ekki lokað eyrun- um. Ég hefði getaö sagt þeim það þá en aftur greip skynsemin í taumana. Eru kvalir Maríu ekki þúsund sinnum verri en mínar? spurði ég sjálfan mig. Þó segir hún ekki neitt ennþá. Það getur ekki verið annað en að hugur hennar beinist allur að framtíðar- sýn hennar, að framtíð okkar eins og hún verður þegar viö förum úr þessu hreysi. Af því að ég þekki Maríu veit ég af ástúðlegri óeigin- girni hennar og veit að öll hennar umhyggja beinist að mér. Hún sér í mér mann sem hefur þrælað á lít- illi hjáleigu alla ævi og er brátt orðinn gamall. Ef ég tek til máls — segir hún við sjálfa sig — verð- ur pabbi að þræla þar til hann hnígur niður. Þar sem ég vissi þetta, þar sem ég rakti fyrir mér ástæðurnar fyrir þögn hennar, hvemig gat ég þá brugðist henni? Ég skeytti engu um sjálfan mig. Fremur en að segja þeim nokkuð hefðu þeir mátt reka mig á hol. Og allt Maríu vegna svo að hún yrði ekki til- neydd að eyöa því sem eftir væri ævinnar við strit heldur gæti gifst einhverjum góðum ungum garcon af góðum ættum, göfugum ungum garcon — það varð að játa — sem ynni henni svo heitt að hann væri fús að líta fram hjá þeirri staðreynd að hún kæmi ekki óspillt í hjónasængina. Slíkar voru hugsanir mínar. Þess vegna var ég hljóöur meðan hún — hún María mín — veinaði framan í ruddafenginn nauðgara sinn. Það veröur verra enn, lafði Devizes,” sagði Yves. „Þú hefur sýnt mikið örlæti hjartans að hlusta á mig. Þetta er óbærileg árás á tilfinningar þínar.” „Ég furða mig á að þú getir sagt frá þessu,” hvíslaði Emma. „Þetta hljóta að vera þér vítis- kvalir.” „Það er líkt því að vera rifinn á hol,” sagði Yves. „En það verður að gerast. Ég kemst ekki lengur undan. Einhver verður að heyra bergmálið af veinunum sem hljóma inni í höfði mínu og ég er hræddur um að þú, sem ekkert hefur gert til aö verðskulda slíkan hrylling, hafir orðið fyrir valinu. Á ég að halda áfram? Ég vara þig við, afgangurinn er — skelfileg- ur!” „Þín vegna — haltu áfram,” hvíslaði Emma. „Hinn maðurinn,” sagði Yves, „líktist ekki fyrri manninum, sem hafði haft þá blygðunarkennd að skammast sín fyrir að afmeyja dóttur mína fyrir framan augun á mér, heldur glotti af sjálfumgleði þegar hann hafði lokið sér af, hneppti buxnalokunni og drap tittlinga framan í mig. Ég sór upp í opið geðið á honum að ég skyldi elta hann uppi og drepa hann þó það tæki mig alla ævi. Þaö má vera að þá hafi Jacques Martin vitað að hann hafði leitt mig á brún skynseminnar. Eitt enn högg og ég myndi brotna. Og sannleik- urinn kæmi í ljós. Ég leit á Jacques Martin. Hann leit á mig. Lýsti ég honum fyrir þér, lafði Devizes? Ég ætti að segja þér að hann var ungur — tuttugu og sjö eða átta ára. Þó ég hefði bara þekkt hann fyrir annan var ég áður búinn að mynda mér skoöun um hann. Framkoma hans meðan á þessari djöfullegu eld- raun stóð staðfesti þá skoðun mína. Ég vissi að það væri ekki að hans. . . smekk. . . að svala girnd sinni á dóttur minni því smekkur hans hneigðist annað. Hvað var það þá sem hann hugðist fyrir? Eöa var ég búinn að sannfæra hann með þögn minni um að engir peningar væru til þegar allt kom tilalls? „Maður, ég held að þú sért enn að ljúga,” sagði hann. „Annað- hvort það eða þessi stúlka er ekki dóttir þín.” „Hún er dóttir mín og einkabarn,” sagði ég honum. „Hvemig geturðu þá horft á þessa menn svala girnd sinni á henni þegar þú þarft ekki að gera annað en segja frá því hvar peningarnir eru?” spurði hann. „Vegna þess að það eru engir peningar,” svaraði ég. „Ég hélt í raun og veru, lafði Devizes,” sagði veiðimaðurinn, „að ég hefði loks sannfært hann. En þessi holdi klæddi djöfull, þessi úrkynjunarseggur — því það vissi ég að hann var — hafði ekki lokiö sér af með mig eða með Maríu. „Komið með stúlkuna,” sagði hann við félaga sína. „Takið hana og komið með hana hingað.” Þú mátt vera viss um að hjarta mitt tók stökk af kvíða þegar ég horfði á þá draga Maríu að mér — ekki svo að skilja að hún streittist neitt á móti heldur kom hún eins og lamb. Hún skalf, kjökraöi, horfði niður fyrir sig af sársauka og blygðun yfir ástandi sínu. „Þú segir að þetta sé dóttir þín?” spurði Jacques Martin'. Og ég svaraði honum játandi. „Elskarðu hana?” Ég játti því. Var það ekki nægileg sönnun fyrir því að engir peningar væru til? Þá gerði ég mér vonir um að rök- semdafærsla mín hefði loks stungið upp í hann. Röksemdafærsla mín — ha...! „Þá skaltu, maður, njóta þess sem þú elskar! ” sagði hann. Og aö svo mæltu teygði hann sig í beltið sem hélt uppi hjartarskinns- brókunum mínum og leysti það. Skelfingu lostinn horfði ég á hann draga flíkina niður um mig og skilja mig eftir nakinn frá mitti, karlmennsku mína og allt — afhjúpaðan fyrir augum dóttur minnar. Og enn skildi ég ekki — gat ekki skilið — viðurstyggi- legan, dýrslegan ásetning hans. „Komið nær með hana,” sagði Jacques Martin. „Látið hana krjúpa.” Félagar hans skildu ásetning hans samstundis og það gerði ég líka. Þegar ég hrópaði upp að hann skyldi hætta hlýtur María að 45. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.