Vikan


Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 54

Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 54
 Pósturinn AIRMAIL PAR AVION Lærapokar og fleira Kœri Póstur. Ég er tólf ára og mig langar ad bidja þig um ad svara nokkrum spurningum. 1. Hvernig er liœgt ad losna vid poka á lœrum ? 2. Er ég of þung ef ég er 1G4 cm á hœd og 51 kíló ? .‘1. Er eitthvað hœgt að gera við því ef maður er lítils- háttar kiðfœttur? Kœri Póstur, ég vona að þú viljir birta þetta bréf því ég þori ekki að spyrja neinn annan. Eg þakka fyrir frá- bœr blöð. Bœ, bœ. Þobba. Lærapokar eru venjulega taldir sjálfskaparvíti og byrja oft aö koma í ljós þetta snemma eöa hjá 12 til 14 ára stúlkum. Orsökin er oft hreyfingarleysi og/eða lélegt mataræði. Þú skalt athuga strax hvort þetta tvennt er í lagi hjá þér því lærapokarnir geta versnað með árunum ef ekkert er aö gert. Þú gætir annaðhvort gert æfingar heima eða leitað til líkamsræktar- stöðva og fengið ráðleggingar þar. Það er talað um aö mjög gott sé í þessu sambandi að drekka mikið vatn, jafnvel 6 til 8 glös á sólar- hring. Ert þú ekki bara ánægö með þig og þessa þyngd? En þú skalt ekkert vera að þyngjast miklu meira ef þú vilt hafa þessi mál á hreinu. Pósturinn veit til þess að fólk hefur reynt að ráða bót á þessu með því að fara í fótaæfingar. Þú skalt endilega tala við heimilis- lækninn þinn og biöja hann um að benda þér á eða fá fyrir þig tíma hjá einhverjum góðum aöilum í þessu sambandi. ímyndunar- veiki og megrun Kœri ómissandi Póstur. Ég vona að Helga sé södd því ég vil fyrir alla muni ekki lenda í kjaftinum á henni. Vandamál mitt er að ég er svo ímyndunarveik. Eg er 13 ára og þegar ég er ein heima eða að passa ein einhvers staðar þá ímynda ég mér alla skapaða hluti. Þetta verður að lagast því ég er alltaf passandi og get aldrei neitað konum um að passa. Vonandi getur þú gef- ið mér einhver ráð. Svo er það hitt vandamálið. Ég bý í litlum bœ og það þykir asnalegt þar að fara í megrun. Ég get bara ekki hœtt að borða gott og ég er ekki vön að skokka eða stunda íþróttir enda er ég mjög stirð og heflítið þol. Geturðu ráðlagt mér einhverjar megrunarpillur eða megrunarduft. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna og gott blað. Imyndunarveik fitubolla. P.S. Ég er ekki neitt olboðs- lega feit heldur þybbin. Þetta er í rauninni ekkert óeðlilegt hjá þér. Margir unglingar geta stundum ímyndað sér alla skapaöa hluti þegar þeir eru einir. Það þarf ekki að vera annað en að þeir sjái bíómynd sem hefur slæm áhrif eftir á enda aldrei æskilegt að vera einn að horfa á eitthvað sem getur virkað þannig á mann. Þú skalt hins vegar ræða um þetta við foreldra þína eða aðra sem þú treystir. Og hvernig væri að hafa vinkonuna eða einhvern annan þegar þú ert að passa? Það er líka ágætt að fá fylgd heim þegar þú ert búin að passa. Þú ert aöeins 13 ára og ekkert við það að athuga að biðja fólkið sem þú ert að passa fyrir að fylgja þér heim ef þú ert smeyk við að vera ein á ferli seint um kvöld eða að nóttu til. Þetta lagast svo áreiðanlega með aldrinum en athugaöu vel hvort það er eitthvað sérstakt sem gerir það aö verkum að þér líður ekki vel þegar þú ert ein. — Þú ert vonandi ekki að horfa of mikiö á bannaðar videomyndir! Pósturinn getur ekki ráðlagt þér neinar megrunarpillur eða megrunarduft — því hann álítur að áður en þú ferð út í slíkt þurfir þú aö ráðfæra þig við lækni. Þú segist heldur ekki vera svo feit, aöeins þybbin og stirð og stundar þar að auki engar íþróttir og það sem meira er, borðar mikið gott. Ráðleggingin er því: Þetta gengur ekki svona, að þú sért stirð og þol- lítil 13 ára stúlka. Hvernig væri að taka upp sundferðir af og til eða reglulega, reyna að minnka sæl- gætisátiö (hugsa líka um tennurnar), fá vinkonuna út að hlaupa því það er nokkuð sem ekki þykir asnalegt í dag? Sem sagt taka upp hollari lífsmáta sem er ekki asnalegt og sem áreiöanlega engum í litla bænum þínum finnst asnalegt — já, eða segjum bara að það sé ekki þeirra mál. Pennavinir Soffía Sturludóttir, Furugrund 81, 200 Kópavogi, er 15 ára og langar að skrifast á við stráka og stelpur, 15—17 ára. Áhugamál margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Guðbiörg Gylfadóttir, Grundar- braut 44, 355 Ólafsvík, og Ingi- björg Hreiðarsdóttir, Háarifi 41, 360 Rifi, eru 14 ára og vilja skrif- ast á við stráka á aldrinum 13—16 ára. Ahugamál: strákar, ferðalög og tónlist. Þórhalla Agla Kjartansdóttir, Glúmsstöðum 2, N-Múl., 701 Egils- stöðum, er 13 ára og langar að eignast pennavini á aldrinum 12— 14 ára, stráka og stelpur. Áhuga- mál: frímerkjasöfnun, póstkort og fleira. <8* 4 D75 m K1053 > K106 ♦ A42 N V A S ♦ K9842 AD74 G3 + K3 Vestur spilar út tígulás, síöan laufi í fjórum hjört- um suöurs dobluöum af austri, sem á öll fimm trompin sem úti eru. Við bjóöum þér sæti í suö- ur í spili Vikunnar. Hvernig spilar þú 4 hjörtu? — Lausn í næsta blaði. Svartur leikur og vinnur. Lausn í næsta blaði. Lausnir á þrautum í síóasta blaði. Lausn á spili í 44. tbl. — Ef laufliturinn gefur sjö slagi hefur suöur efni á því að tapa þremur slögum á hjarta. Það er því engin ástæða til að fara að stinga upp hjartadrottningu. Við látum því lítið hjarta og auðvitaö kemur það nokkuö á óvart aö nía blinds á slaginn. Austur hafði lagt gildru fyrir spilarann í sæti suðurs, þegar spilið kom fyrir, sem suður féll ekki í. Austur átti laufdrottningu þriöju og Á—K— G—3íhjarta. Lausn á skák í 44. tbl. — 1. Dxe8!! — Dxe8 2. Bxf7+! — Dxf7 3. Hxc8+ — Df8 4. d7 og svartur gafst upp. (Dr. Filip—Urbanec, Prag 1954.) 54 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.