Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 58
Bráðum koma blessuð jólin
Barnavikan brá sér
fyrir stuttu í heimsókn í
leikskólann Álftaborg í
Safamýri í Reykjavík.
Allir krakkarnir voru
komnir í jólaskap og
Þetta er hún Þórdís í Risalandi. Risaland er deildin fyrir elstu
börnin og Þórdís er komin þangað af því að hún er fjögurra
ára og verður fimm ára 3. maí. „Mér finnst gaman þegar
það eru jól og ég er búin að mála jólasvein sem ég ætla að
hengja upp á vegg. Svo ætla ég líka að fara á jólaball."
voru í óðaönn að búa til
jólagjafir og jólaskraut.
Þau hlökkuðu líka öll til
jólanna og leyfðu
Ragga Ijósmyndara að
taka fullt af myndum.
Steinunn og Mundi, sem eru bæði
þriggja ára, voru að búa til fallega
jólasokka. ,,Ég ætla að gefa minn
sokk í jólagjöf," sagði Steinunn og
mátti varla vera að því að líta upp frá
vinnunni. Mundi vildi láta taka marg-
ar myndir af sér og mátti vel vera að
því að brosa. Steinunn og Mundi eru
bæði í Álftalandi en Mundi sagðist nú
verða fjögurra ára 21. febrúar og þá
mætti hann bráðum fara í Risaland.
„Og ég á stafinn M," sagði Mundi að
lokum.
salandi
í jolagjof- getum við
,JÍ“rH.Zs«e«.H.nn !*•.«'
Texti: Guðrún
Ljósmyndir: Ragnar Th.
Þetta er Þórey sem vildi helst fá dót í
jólagjöf. Hún sagðist ekki vera hrædd
við jólasveina, bara grýlur. „Ég hef
einu sinni séð grýlu á grímuballi en
hún var bara leikari og ég var ekkert
hrædd við hana."
Óli í Risalandi var ekki alveg búinn
með jólasveininn sinn og þegar blaða-
maðurinn hjá Barnavikunni spurði
hann hvað hann vildi helst fá í jólagjöf
sagði hann: „Lúður og ég ætla að
læra að æfa mig á hann."
58 Vikan 45. tbl.