Vikan


Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 15

Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 15
gaman aö gera viö píanó, sem fólk vill fá gert við, og vita að þau veröa aldrei fugl eða fiskur. Eins og það er reglulega gaman að eiga við hljóðfæri þar sem maður heyr- ir og finnur geysilegan mun. 1974 byrjaði ég að flytja inn píanó — amerísk píanó sem heita Sohmer. Síöan rakst ég á píanó sem heita Rippen og eru fram- leidd í Hollandi. 1976 fórum við hjónin til Hollands að skoða þessi píanó og urðum svo ánægð með þessa gripi að við gátum hugsað okkur að eiga þannig píanó sjálf, og okkur er ekki sama hvaða hljóðfæri er. Viö kunnum vel að meta fallega píanóhljóma. Nú seljum viö þessi Rippen píanó og líka japönsk Atlas píanó og flygla — en Rippen framleiðir ekki flygla. A þau rákumst við á sýningu í Þýskalandi í fyrra. Þar fylgist að falleg vinna, góöur ásláttur og góður tónn. Þaö er það sem maður sækist eftir og ekki sakar að þessir gripir eru hátt í helmingi ódýrari en evrópskir.” „Hvernig er þegar fólk hefur ákveðið að kaupa hljóðfæri — vill það ekki fá þau í hvelli? ” „Jú. Við leggjum líka mikla áherslu á að taka öll hljóðfæri heim strax en geyma þau ekki í vörugeymslu. Þess vegna getur fólk gengið hér á milli hljóðfæra og valið því engin tvö eru eins. Ég tek yfirleitt alltaf fjórtán stykki í einu þannig að þaö er nokkru úr aö velja.” „Það hlýtur að vera dýrt að liggja með svona mörg hljóöfæri.” „Já, nokkuð, en þau standa yfirleitt ekki lengi við. Skemmsti tími sem ég hef verið að selja 14 hljóðfæri er tíu dagar. Og fyrst eftir að tollarnir voru felldir niður fékk ég fjórtán píanó á þriggja vikna fresti.” „Ég heyri það á þér aö það hefur aldrei hvarflaö að þér að gefast upp.” „Gefast upp?” tekur Leifur undrandi eftir mér. „Nei, það er ekki hægt. Hvað ætti maöur þá aö gera? Þá er í rauninni ekki nema eitt að gera og það dytti mér aldrei íhug.” „Sumir leggjast nú í brennivín og þvílíkt.” „Sumir grípa raunar til enn rót- tækari ráða. Nú, úr því þú minnist á þaö, ég hef svo sem prófaö að drekka. En það var bara ekkert fyrir mig. Og ég lagði það á hilluna þegar við byrjuðum á þessu húsi hérna, sem mörgum þótti frámunaleg vitleysa af fólki sem — ja — átti ekkert. . . En þetta var minn stærsti draumur, að eignast einbýlishús. Ég sagði við sjálfan mig og kon- una að okkur skyldi takast þetta. 1978 byrjuöum við á húsinu — og börnin fóru að fæðast — það fór allt af stað. Við eignuðumst okkar fyrsta barn 1979, annað barn 1980 og fluttum innl980.” „Og þá er komið að konunni þinni. Hver er hún? Við höfum hingaö til aðeins minnst á að hún vildi ekki leyfa þér aö keyra bíl! ” „Já, Guðleif Guðlaugsdóttir heitir hún og hefur vissulega mik- ið á sinni könnu. Hún sér um allar skriftir í kringum fyrirtækið og út- réttingar, banka, toll og þess hátt- ar, fyrir utan húsmóðurstarfiö og barnauppeldið. Ég sé um það verklega í kringum stillingarnar og viögerðirnar en hún um allt annað. Og það er mjög stór liður. Við giftum okkur árið 1975 og síðan hefur allt verið á uppleið hjá mér eins og þú sérð. ” „Hvað gerir svo Leifur Magnússon í frístundum?” „Stillir píanó.” Svarið er hiklaust, snöggt og afdráttarlaust. „Þaö er, má segja, afskaplega stutt í vinnuna, hérna niður. Ef ég er ekki úti í bæ aö stilla er ég hérna niðri að vinna. Lífið er píanó. Ég á hérna eldgamla píanettu inni á lofti. Hún á að vera tómstundavinnan mín. Mig langar að gera hana upp einhvern tíma. Það eru mjög fá svona hljóðfæri til hér á landi. Ég keypti annað af sama tagi árið 1974 og fór með það til Ameríku og gaf það á gamla skólann minn. Það þótti góð gjöf því þar hafði aldrei sést svona skrýtinn gripur fyrr. Það er allt öfugt í þessum hljóð- færum. Hamraverkið er til dæmis að aftan og stilliskrúfurnar undir nótnaborðinu. Éyrst þegar ég sá svona hljóðfæri var ég einar tíu, fimmtán mínútur að finna þær. Það lá viö að ég væri búinn að tæta allt í sundur þegar ég loksins fann þær því undir nótnaborðinu datt mér ekki í hug að leita. Sú píanetta er á Ásgrímssafninu — Ásgrímur átti hana. Nú, við höfum gaman af því hjónin að fara í leikhús og bíó en gerum hvort tveggja allt of sjald- an.” „Hvernig gengur þér að njóta þess sem f ram f er í bíó ? ” „Alveg eins og í leikhúsi. Fyrir mér er þetta sama og að hlusta á leikrit í útvarpi. I kvikmyndahúsi nýt ég náttúrlega góðs af því að kunna ensku og sama er það með sjónvarpið. Ef kaflar koma þar sem lítið er talað segir konan mín mér frá. Þannig að ég nýt þess alveg fullkomlega að fara í bíó. Það hefur svo sem komið fyrir að fólk sem þekkir mig stansar viö þegar það sér mig í bíó. En eins og ég sagði þér áöan hugsa ég afskaplega sjaldan um aö ég sjái ekki, það einfaldlega þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr því. Það verður bara að taka því eins og hverju ööru hundsbiti og gera þaö besta úr því. Þegar við vorum til dæmis að byrja á þessu húsi kom arkitektinn inn á hvort það væru einhverjar sérþarfir. Þær eru engar. Ég vil engin hliö viö stigaop, nema meðan börnin voru lítil. Eg vil búa í hinum sjáandi heimi og laga mig að honum en ekki hann að mér. Eg er bara svona geröur.” „Eitt enn: Þegar þig dreymir ertu sjáandi. Er þaö ekki rétt? ” „Jú, þaö er rétt. I draumi hef ég fulla sjón.” 46. tbl. Vikan is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.