Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 19
Þaö var jólanótt. Snjórinn féll jafnt og þétt niður á dúnmjúka fönnina
sem breiddi sig yfir alla borgina. Ljósin frá ljósastaurum, auglýsinga-
skiltum, búöargluggum og einstaka híbýlum manna lýstu upp snævi
þakta jörðina sem endurvarpaði birtunni allt um kring. Þetta var fögur
sjón að sjá, líkt og að horfa inn í ævintýramynd eftir Walt Disney.
Þögnin var næstum alger og enginn á ferli, enginn nema þessi litla
stúlka, lítil stúlka með rauða slaufu í gljásvörtu hárinu. Hún ruddi
nýfallinn snjóinn með svo til berum fótunum. Nýi kjóllinn, sem mamma
hennar hafði gefið henni fyrir jólin, var fallegur en hann gaf ekki mikiö
skjól í svona veðráttu, né heldur nýfægðir skórnir sem hún bar á
fótunum. En hún var þó með ullarteppið af rúminu sínu og því hafði hún
vafið utan um sig. Fætur hennar voru orönir rauðir og þrútnir af kuld-
anum. Henni fannst snjórinn afskaplega kaldur. Það var líka frost. Hún
sá enga fegurð í þessum snjó. Honum kyngdi látlaust niður og hann
virtist ætla að færa hana smátt og smátt í kaf. Enda hafði hún engan
hlýjan stofuglugga núna til að líta út um eins og í gærkveldi. Þá fannst
henni snjórinn fallegur. Þá mundi hún ekkert eftir því hvað hann var
kaldur. Tárin sindruðu í litlu augunum hennar og kristölluðust þegar
þau runnu niöur rauðar kinnarnar. Hún var eitthvað svo lítil, aðeins átta
ára gömul, ein og yfirgefin og kuldinn svo ægilegur.
Af hverju kom enginn og hjálpaði henni? Af hverju kom þetta fyrir
núna? Núna, þegar Jesús átti afmæli og aliir áttu að vera góðir við aðra
og glaðir. Hún vissi ekkert hvert hún var að fara eöa hvað hún átti að
gera og nú gat hún ekki farið til langömmu sinnar þar sem hún átti
heima svo langt í burtu.
Þau voru nýflutt í nýja húsið í borginni og þá haföi allt átt að breytast.
Þau höfðu lofað henni því, svarið það meira að segja. Hún saug upp í
nefiö. Hún hafði ekka.
Þetta var allt þessum karli að kenna. Hann plataði þau til að gleyma
loforðinu. Þessi ógeðslegi, viðbjóðslegi karl. Hann gat alltaf platað þau.
Hún hataði hann. Það var vond lykt af honum og svo kallaöi hann hana
alltaf „tusku”. Tusku. Tuska er til að traðka á, væta og vinda. Hún var
engin tuska. Eða hvað, var hún þaö kannski?
Hún hét Líf. Hann átti að kalla hana það. Það áttu allir að kalla hana
Líf. Hún var stúrin á svipinn. Hún gat ekki gleymt, gleymt öllum
þessum orðum sem þau sögðu, hávaðanum og öskrunum, það glumdi í
sífellu í kollinum á henni.
Hún gekk áfram, lengra og lengra í burtu. Hún var hætt að taka eftir
hlutunum í kringum sig, einblíndi bara niöur fyrir sig á litlu fæturna
sem klufu snjóinn viðstööulaust. Ljósunum fækkaði í kringum hana,
birtan varð minni, myrkrið meira. Hún vildi komast sem lengst frá
þeim, frá þessu öllu.
Eftir nokkurn tíma kom hún að stórum húsvegg. Henni fannst hann
eitthvað svo kunnuglegur, eins og hún hefði séð hann áður. Hann hlaut
að minna hana á einhvern vegg í þorpinu sem þau höfðu átt heima í því
hún þekkti ekkert í þessari borg. Hún hallaði sér upp að veggnum og
nuddaði kalda fæturna meö höndunum. Síðan lét hún sig síga niður á
snævi þakta jörðina og reyndi að pakka sér allri inn í ullarteppið. Hún
ætlaði að hvíla sig smástund. Hún var svo þreytt og köld og fæturnir
lúnir. Hún ætlaði að bíða smástund og gá hvort einhver kæmi, kæmi og
hjálpaði henni. Kannski myndi langamma koma eða guð. Ef hann var
þá ekki alveg búinn að gleyma henni.
Þau vöknuöu snemma um morguninn á Þorláksmessu enda mikið í vænd-
um og mikið að gera. Hún fór með mömmu sinni í bæinn aö kaupa jóla-
gjafir. Hún hafði aldrei á ævinni séð svona mikið af bílum, búðum og
fólki. Það var fólk alls staðar, alls konar fólk: kerlingar og karlar,
konur og menn og krakkar. Og allt var það aö kaupa og kaupa hvert í
kapp við annað. I búöunum voru allir talandi: Hvað kostar þetta? Er
þetta ekta? Er þaö til rautt? Hvað ætlarðu aö fá mikið? Var það eitthvað
fleira? Þetta gerir þá þrjú þúsund sex hundruð og þrjátíu krónur. Og svo
komu peningarnir fljúgandi upp úr veskjum og vösum og fóru ofan í
búðarkassana og menn kepptust í óðaönn við að bera allt út úr verslun-
unum — ein og þeir væru í vinnu við að bera allar vörumar út. En samt
var alltaf nóg til, sama hve mikið var keypt. Þaö fannst henni svoldið
skrýtið. Og svo voru allir að flýta sér, allir á hlaupum fram og aftiir eins
og þeir væru að missa af síðasta vagninum heim.
Hún átti aö standa úti viö dyrnar meðan mamma keypti gjöfina handa
henni. Hún var ekki viss um hvað hún átti að fá en hana grunaði samt
hvað það var. Hún hafði sagt henni aö hana langaði í þaö. Það var þarna
til sýnis í stóra glugganum. Það var hús, lítið hús, lítið gamaldags hús
eins og langamma hennar bjó í. Henni þótti vænt um langömmu sína og
húsið hennar, það var svo vinalegt: timburklæddir veggir og gólf, súð á
loftinu. Hún hafði nokkrum sinnum verið send til hennar um tíma þegar
mamma hennar og pabbi voru að láta lækna sig. Þá svaf hún alltaf í koj-
unni undir súðinni. Það fannst henni gaman.
Þegar hún vaknaði á morgnana stökk hún fram úr rúminu og horfði út
um gluggann á vesturgaflinum og sá yfir allan garðinn hennar lang-
ömmu. í honum voru stór tré, klettar, lautir og runnar meðfram girð-
ingunni, þar voru líka rifsberjarunnar. Henni þóttu rifsber góö. Og
þarna lék hún sér og boröaði rifsber ef það var sumar og hnoðaði snjó-
karl væri vetur. Þetta var skemmtilegur leikvöllur fyrir litla stelpu. A
kvöldin fékk hún alltaf sögu fyrir svefninn. Þá fékk hún að heyra
hvernig lífið var þegar langamma hennar var lítil telpa eins og hún var
núna. Henni fannst skrýtið að bessi gamla kona skvldi einhvern tíma
hafa verið lítið eins og hún. Það hlaut samt að vera satt því langamma
plataöi aldrei. Og þær voru skemmtilegar, sögurnar sem hún sagði. Þær
fjölluðu um sveitina, fjöllin og litla sjávarþorpið fyrir botni fjarðarins,
þar sem allir bjuggu í svona litlum húsum með súð á loftinu og borðuöu
súrt slátur á veturna og soðinn fisk með floti á sumrin. Það þótti henni
fremur fábreyttur og lítið spennandi matur en í þá daga voru menn
ánægðir að fá eitthvað að éta, sama hvað það var. Já, það var oft erfitt í
gamla daga, var langamma vön aö segja með áhersluþunga í röddinni,
en fólkið lét sig hafa það og var nægjusamara og ætlaðist ekki til eins
mikils og nú á dögum. Það var ríkt í anda þó það væri fátækt af verald-
legum efnum, berandi þá ósk í brjósti aö lífshlaup þess og barátta fyrir
brauðinu mætti verða til þess að veita komandi kynslóðum betri lífs-
skilyrði og aukna hamingju.
Langamma vildi meina að þessi ósk hefði ekki ræst. Fólk hefði að vísu
nú orðið meira en nóg að bíta og brenna og velti sér upp úr lífsins gæðum
en það hefði gleymt í öllu óðagotinu að sinna andanum. Þess vegna væri
allt eins og það var.
Þegar hún talaði um þetta varð hún þungbúin á svip og augnaráðið
tómlegt.
Það eru allir búnir að gleyma að þakka fyrir það sem þeir eiga, sagði
hún. Jafnvel lífið sjálft og þaö líf sem það getur af sér.
Og svo þagði hún augnablik og þögninni fylgdi viss spenna sem hún
rauf alltaf með því að rétta snögglega úr sér um leið og hún sagði: Jæja,
en það þýðir víst ekkert að fást um það, heillin mín. Svo klappaði hún
henni á kollinn og þá leið litlu Líf aftur vel og sofnaði áöur en varði.
Hún labbaði að verslunarglugganum þar sem húsið stóð innan um
önnur leikföng. Það var ljós inni í því sem lýsti upp gluggana, dyrnar
voru opnanlegar og það voru nokkur húsgögn sem fylgdu. Hún lokaði
augunum og bað til guös að mamma keypti svona hús handa henni.
Klukkan var oröin þrjú þegar þær loksins komu heim, hlaðnar bögglum
og dauðþreyttar eftir alla gönguna. Mamma hennar hitaði súkkulaði-
drykk sem þær drukku saman og borðuðu kex með. Þær voru báðar
þreyttar og glaðar, hún var viss um að þetta yröu góö jól í nýja húsinu í
höfuðborginni. Þaö var bara verst að nú átti langamma heima svo langt
í burtu að hún gat ekki litið inn til þeirra um jólin eins og hún var vön aö
gera. En kannski myndi hún gera það, koma þeim á óvart, bara allt í
einu. En nú var pabbi kominn heim og þeim ekki til setunnar boðið
lengur. Þau fóru öll þrjú saman út að kaupa í hátíðarmatinn og svo var
keypt jólatré sem þau skreyttu í sameiningu um kvöldið.
Komdu og sjáðu, Líf, við fáum hvít jól, sagði mamma hennar þegar
þau höfðu lokiö við skreytinguna á jólatrénu.
Hún tók hana í fangið og þau horföu út um gluggann í hlýrri stofunni,
horfðu á dúnmjúkan snjóinn falla jafnt og þétt til jarðar. Það var
kominn háttatími, komið fram yfir miðnætti og jólin voru á morgun.
Hún var vöknuð klukkan níu um morguninn. Samt hafði henni ekki
tekist að festa svefn fyrr en langt var liðið á nóttu, svo mikill var spenn-
ingurinn fyrir morgundeginum. Hún dundaði við að lita í litabækur og
þukla á jólapökkum þar til mamma og pabbi vöknuðu um hádegisbilið.
Henni fannst dagurinn aldrei ætla að líða en svo loksins, eftir þrjár
stórar gosflöskur, kökuát og sjónvarpsgláp, var stundin runnin upp.
45. tbl. Vikan 19