Vikan


Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 42

Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 42
I* Framhaldssaga Tíundi hluti. c&STIR ^EMMU Þeir voru þegar byrjaðir að leggja hendur á Maríu. Fötin hennar voru rifin og hún grét. Ungu, litlu brjóstin hennar...” „Hættu! Hættu!” veinaði Emma, þrýsti höndunum að eyr- um sínum. „Ekki meira — ekki meira!” Trumbusláttur írókanna barst dauft til eyma henni. Andlit hans var í djúpum skugga svo hún greindi ekki hvort hann var enn að tala. Hún lét hendurnar síga. Það heyrðist bara trumbuslátturinn. Hann sagöi: „Ég grátbiö þig að hlýða á mig til enda.” Hún kinkaði kolli. „Já, ef það hjálpar þér.” Hvað annað var hægt að segja, hvað annaö hægt að gera frammi fyrir harmleik sem frá fyrstu tíð teygði úr sér fram á við með skelfilegum óumflýjan- leika? Hann dró djúpt andann og tók að stika fram og aftur: fimm skref aðra leiðina, fimm til baka, en alltaf svo hún heyröi til hans. Undir rödd hans drundi villimann- legur hávaöinn fyrir ofan þau. „Þeir voru vopnaðir kylfum,” sagöi hann, „og einn þeirra var með hníf. Hann hélt Maríu. Þess vegna barðist ég ekki á móti þegar þeir bundu hendur mínar og fleygðu reipinu yfir bjálka í loft- inu, kipptu þétt í það til aö draga mig upp, varnarlausan, þannig að ég stóð næstum á tánum. Og svo sögðu þeir mér hvað þeir hefðu í hyggju. Þeir voru komnir eftir peningunum — sparifé okkar. Ég er enginn kjáni. Eg vissi að ég hafði viss spil á hendi og ég lék þeim af mikilli leikni. Ég hugsaði. 0, já, ég hafði verið að spyrjast fyrir um eignir í Quebec, sagöi ég þeim, en þaö var að fyrirmælum landeigandans,monsieur Hoskins. Hann vildi leggja fé í fasteign. Tveir þeirra trúöu sögu minni; ég sá vonbrigöin á andliti þeirra. En sá þriðji, sá sem ég þekkti í sjón og með nafni — og nafnið var Jacques Martin — var klókari en þeir. Hann sagði: „Við látum reyna á sannleiksgildi orða þinna, Janette Seymour Hver er Emma? Hún er ung og falleg stúlka sem kemst aö raun um aö lífiö er enginn dans á rósum og allt krefst nokkurra fórna. — Þegar sagan hefst munar minnstu að hún verði fómarlamb siðlausra óþokka en í þaö skiptið sleppur hún meö skrekkinn. Hún neyöist til að ganga aö eiga mann sem er henni lítt að skapi sem eiginmaður, en ævintýraferlinum er síður en svo lokið þótt hún sé gengin í það heilaga — þá fyrst fer að færast fjör í leikinn. Ein- hver leyndardómsfullur huldumaður gerir henni lífið leitt, þar til að lokum að hún uppgötvar hver hann er — og þá verða lesendumir væntanlega ekki síður undrandi en hún sjálf.... Æsispennandi ævintýraróman —- um lífsreynslu sem ekki fyrirfinnst lengur, ástir og hrakninga — mannvíg og mansal — látið ÁSTIR EMMU ekki fram hjá ykkur fara! maður.” Og svo sneri hann sér að félögum sínum og sagði: „Klæðið stúlkunaúr.” ” „0, nei!” hvíslaöi Emma. „Nei- ei-ei!” „Sagði ég þér að hún var falleg og óspjölluð?” spurði Yves, talaði til hennar frá enda gönguleiðar sinnar, aðeins dökk mynd í skugga. „Því það var hún og ég haföi aldrei séö hana nakta áður. Hún var svo siðprúð að hún af- klæddist aldrei í návist minni og hafði aldrei leyft gömlu indíána- konunni að vera viðstödd þegar hún afklæddist síðan hún var lítil telpa. Ég skal viöurkenna eitt: Þeir voru ekki harðhentir við hana, leyfðu henni að klæða sig úr sjálfri, sem hún gerði, hrædd, blygðunarfull. En þeir horföu á. Og enn horfðu þeir á, drukku í sig ungan líkama hennar þegar hún þrýsti sér upp að veggnum, reyndi aö skýla sér sem best hún gat með höndunum. Svo sneri spyrillinn, Jacques þessi Martin, sér aftur að mér. „Ég held að þú sért að ljúga, maður. Því ætti húsbóndi þinn, sem hefur lögfræðinga, ráösmenn og fógeta til að starfa fyrir sig, að senda venjulegan leiguliða til að reka erindi sín í Quebec, ha? Svaraðu því.” Og ég svaraði honum: „Ég er ekki venjulegur leiguliði heldur fágaður maður. Afi minn þjónaði Montcalm og var útskrifaður frá Sorbonne. Sjáðu, þarna yfir arnimun er sverðið hans og prófskírteiniö til að sanna þetta. Monsieur Hoskins, sem er ólæs og kvittar með krossi, metur mig ákaflega mikils. Þegar ég fer til Quebec rek ég oft minni erindi fyrirhann.” Allan tímann æddi hugur minn áfram. Ég var að meta kostina, annars vegar peningana — peningana okkar, Maríu og mína, sem voru í leynigeymslu í garöin- um sem bara við tvö vissum af, María og ég. Þeir voru árangur nítján ára strits sem María hafði tekið þátt í frá því að hún var nógu 42 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.