Vikan


Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 50

Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 50
i i Fjölskyldumál Lokaþáttur um fjölskyldumál. er mikilvægt i Frá og með áramótum 1985 mun sálfræöi- þætti Vikunnar í umsjá Alfheiðar Steinþórs- dóttur og Guðfinnu Eydal ljúka. Þátturinn, sem hefur heitiö „Fjölskyldumál” undanfarin ár, hefur varað í 7 ár. Guöfinna byrjaði að skrifa haustið 1978 og hét þátturinn í byrjun „Börnin og við”. Alfheiður byrjaði að skrifa 1980 og voru greinarnar upp frá því undir heitinu „Fjölskyldumál”. Reynt hefur verið aö skrifa ýmist um börn eða fullorðna eða samskipti þessara hópa. í þessum lokaþætti langar okkur til þess að þakka öllum þeim fjölda sem hefur lesiö greinarnar. Margir hafa haft samband við okkur og við höfum í rauninni kynnst mörgum gegnum greinaskrifin. Fólk hefur hringt eða skrifaö okkur bréf og viljað fá viðtöl í kjölfar skrifanna. Við höfum heyrt mikið um ánægju lesenda og stundum athugasemdir um hvað mætti betur fara, hvað mætti skrifa meira um og hvaðminna. I þessum lokaþætti langar okkur að gera stutta samantekt á því hvað við höfum verið að skrifa um i þessi sjö ár, áður en viö ljúkum meö „Hvað er mikilvægt í lífinu?” Það er oft þannig að þegar einhverju lýkur eftir langan tíma þá hefur maðurinn þörf fyrir að gera visst yfirlit og átta sig aðeins á hvenær þetta byrjaöi — hvenær þetta endar — og hvaö gerðistá milli. Um hvað hefur verið skrifað? Víða hefur verið komið við í efnisvali. Helstu málaflokkar hafa verið þessir: iífinu? — Aö vera foreldri — hlutverk móður — föðurhlutverkið. — Meðganga — fæðing — ungbörn. — Þroski barna á ýmsum aldursskeiðum. — Mikilvægir þættir sem hafa áhrif á sálarlíf og uppeldi barna. — Eðlileg þróun barna og afbrigðileg þróun barna. — Unglingamál. — Fullorönir — andleg líðan — andleg van- líðan einstaklingsins. — Sálrænir erfiðleikar fullorðinna. — Samskipti í sambúð. — Skilnaðarmál. — Stjúpfjölskyldur. Eins og sjá má hefur verið fjallaö um marga þætti mannlegs lífs. Þó svo að við hættum nú greinaskrifum um þessi efni fyrir lesendur Vikunnar höldum við áfram að sinna þessum málaflokki. Eins og er gerum við þaö meö námskeiðum sem við höfum hannað fyrir fulloröna undir heitinu „Sjálfsþekking — sjálfsöryggi” og námskeiðum í barnasálar- fræði fyrir foreldra barna á aldrinum 2—6 ára. Eins og lesendur Vikunnar hafa vafalaust tekið eftir er sá málaflokkur sem einna minnst hefur veriö sinnt líðan fólks í starfi og samskiptin á vinnustað. Þetta er þó mála- flokkur sem vitað er að skiptir einstaklinginn miklu máli og við höfum tekiö eftir því þegar skrifað hefur veriö um þetta efni í Vikuna. Hvað er mikilvægt í iífinu? Eftir aö niðurstöður úr könnun Hagvangs um gildismat og lífsviðhorf Islendinga voru birtar hefur mikil umræða átt sér staö um hvernig við erum lík eða ólík nágrannaþjóð- unum. Ein af spurningunum í könnun Hag- vangs var um hamingjuna. í því sambandi kemur auðveldlega upp í hugann hvað sé mikilvægt í lífinu. í könnunum erlendis, þar sem fólk hefur fyllt út í lista til að svara þessari spurningu og í viðtölum við fólk hér heima, er einkum tvennt sem talið er forsenda þess að vera hamingjusamur. í fyrsta lagi er nefnt að góð náin tengsl í einkalífi séu mikilvæg fyrir ham- ingju einstaklingsins og í ööru lagi að starfiö eöa vinnan þrói manninn og reyni á hæfileika hans. 50 Vikan 45- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.