Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 33
Erika Vignial, framkvæmdastjóri
almannatengsla í Evrópu, var
VIKUNNAR hægri hönd í þessari heim-
sókn.
var mjög góð starfsfólkinu og þekkt
fyrir það enda áttu margir í bransan-
um sér þann draum að kynnast
henni. Síðan hún dó hefur engin
komið fram sem er neitt í líkingu við
hana.
Hún var fyrst á ferðinni með
augnháralit í hylki, svonefndan
maskara, og keppinautarnir urðu óð-
ir af öfund. Einkaleyfið á þeirri upp-
finningu var tryggt í fimm ár og
fram að þeim tíma hreinlega átti
Helena Rubinstein markaðinn.
Það sama má segja um raka-
kremið. Sú staðreynd að Kleópatra
baðaði sig í asnamjólk var löngu
kunn en um aldir lét enginn sér til
hugar koma að nota hugmyndina
eða þar til Helena Rubinstein fór að
nota hana í kremin sín. Og þá var
komið á markaðinn fyrsta rakakrem-
ið.
Að kynnast þessari konu voru í
raun forréttindi. Það var alltaf nóg
að gerast í kringum hana og hún var
mikill vinnuþjarkur. Morgunverður
og sendibréf voru óaðskiljanlegur
þáttur í tilveru hennar og einkaritar-
ans því það var ætíð hennar siður að
ljúka þeim þætti í rúminu áður en
hún fór á fætur og þá var ég alltaf til
staðar að skrá niður það sem gera
þurfti síðar um daginn. Hún hafði
stórkostlegt minni — á allt nema
nöfn, átti kannski til að segja: „Skrif-
aðu sonarsyni mínum, þessum
sem . . ” Og svo kom lýsingin á öllu
sem viðkom þessum afkomanda
hennar, að undanskildu nafninu.
Fjölskyldan var henni mikils virði og
það urðu vonbrigði þegar enginn
hafði áhuga á að leggja fyrir sig störf
tengd fyrirtækinu. En samt hafði
Helena Rubinstein ákveðið í huga að
virða lífsskoðanir annarra þótt hún
stæði föst á sínum eigin.
Heyrðu annars, ekki skrifa þetta
um sonarsoninn. Það lýsir henni vel
en eru samt ýkjur.”
Sylvia Behdjet er ákaflega frönsk
að sjá þegar komið er inn í samtal,
talar með höndunum, eiginlega
öllum líkamanum. Það líður að
lokum þessa samtals okkar, komið
að því að yfirgefa veitingahúsið sem
er einkar franskt líka og miðja vegu
milli núverandi fotsetahallar og aðal-
stöðva Helenu Rubinstein. Þegar
Eriku Vignial og Sylviu Behdjet er
þökkuð samveran bætir þessi fyrrver-
andi samferðakona einnar ríkustu
konu heims við:
,,Líklega varð ég ekkert rík af
þessu starfi mínu og auðgaðist ekki á
því eins og margir aðrir sem færðu
sér í nyt gjafmildi húsmóður sinnar.
Þó em perlumar, sem ég ber núna
um hálsinn, frá henni, hún vildi allt-
af gefa mér eitthvað og bað sífellt um
að ég gæfi í skyn hvað ég vildi. Alls
kyns skartgripir hafa ekki freistað
mín og því dróst að hún fengi svar.
Einn daginn var hún svo að hand-
leika þessar perlur og spurði mig
hvort mér þættu þær fallegar. Það
varð nú að viðurkennast að perlurnar
teldust augnayndi, stílhreinar og
fagrar, og þar með var þessi perlu-
festi orðin mín eign. Núna eru
þessar perlur mér dýrmætur minja-
gripur um stórkostlega og umfram
allt mannlega konu. ’ ’
45. tbl. Vikan 33