Vikan


Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 13

Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 13
imi hef ég futta sjón — segir Leifur Magnússon hijöðfærasmiður Texti: Sigurður Hreiðar Myndir: RagnarTh. Með Þóru og Kristni úti í garðinum. spratt allt saman af því aö það voru teknir úr mér hálskirtlar og í kringum þaö var svo mikill sóöa- skapur að það hljóp illt í. Ég hugsa afskaplega sjaldan um það. En þegar ég geri það get ég oröið gramur — því þetta þurfti ekki aö komafyrir.” „Þetta hefur náttúrlega verið helvítis kjaftshögg fyrir átta ára pjakk — og hann sprækan.” „Já. Það var það. Það breytti mínum högum ansi mikiö. Það var, að minnsta kosti til aö byrja með, alveg tekið fyrir þá leiki sem ég hafði stundað með félögum mínum heima á Akranesi, í fjör- unni, skak, sigla bátum og annað slíkt. En þetta voru góðir kunningjar og við fórum fljótlega að stunda þessa sömu leiki eða svipaða. Ef þaö var langt yfir á næsta stein, sem maður var vanur að stökkva, þá hjálpuöu félagarnir manni. Samt hitti maður ekki allt- af — en lét það ekkert á sig fá. Það var allt betra en sitja aðgerðalaus heima.” „Hvernig var skólagangan?” „Ég byrjaði á að fara í blindra- skólann hér í Reykjavík en sú skólaganga varð stutt. Ég hafði aldrei farið að heiman fyrr og það varð dálítið erfitt. Á gagnfræða- skólastiginu sat ég í tímum í skól- anum heima og fylgdist með og reyndi það sem ég gat. Svo þegar ég fór til Bandaríkjanna 1963 þurfti ég að byrja á byrjuninni.” „Hvernig stóð á ferð þinni þang- að?” „Það kom í ljós að ég var músík- alskur. Þaö hafði engum manni verið ljóst áður en þetta gerðist. Þá fór ég að grípa í hljóðfæri sem ég náði í. Það var til píanógarmur heima. Og meðan ég lá á Vífils- stöðum, þar sem ég fékk mína lækningu á heilahimnubólgunni, var þar maður með harmóníku — og mér þóttu það afskaplega fall- egir tónar. Mig langaöi afskap- lega í svoleiðis hljóðfæri og byrjaði með munnhörpu. Svo, jól- in sem ég kom heim, fékk ég harmóníku frá frænku minni í jólagjöf, átta bassa harmóníku, tvöfalda. Ég fikraði mig áfram sjálfur meö öll þau hljóðfæri sem ég spil- aði á. En svo fór ég seinna í píanó- tíma, 1960, hjá Hauki Guðlaugs- syni sem kom á Akranes sem kirkjuorganisti og síðan tók hann við tónlistarskólanum. Hann plantaði þessari hugmynd í koll- inn á mér, að stilla píanó. Ég hef alltaf haft mikla ánægju af allri handavinnu og svo fór hann að segja mér frá mönnum úti í Þýskalandi, þar sem hann lærði, sem unnu við að stilla píanó og sáu 45. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.