Vikan


Vikan - 20.12.1984, Page 13

Vikan - 20.12.1984, Page 13
imi hef ég futta sjón — segir Leifur Magnússon hijöðfærasmiður Texti: Sigurður Hreiðar Myndir: RagnarTh. Með Þóru og Kristni úti í garðinum. spratt allt saman af því aö það voru teknir úr mér hálskirtlar og í kringum þaö var svo mikill sóöa- skapur að það hljóp illt í. Ég hugsa afskaplega sjaldan um það. En þegar ég geri það get ég oröið gramur — því þetta þurfti ekki aö komafyrir.” „Þetta hefur náttúrlega verið helvítis kjaftshögg fyrir átta ára pjakk — og hann sprækan.” „Já. Það var það. Það breytti mínum högum ansi mikiö. Það var, að minnsta kosti til aö byrja með, alveg tekið fyrir þá leiki sem ég hafði stundað með félögum mínum heima á Akranesi, í fjör- unni, skak, sigla bátum og annað slíkt. En þetta voru góðir kunningjar og við fórum fljótlega að stunda þessa sömu leiki eða svipaða. Ef þaö var langt yfir á næsta stein, sem maður var vanur að stökkva, þá hjálpuöu félagarnir manni. Samt hitti maður ekki allt- af — en lét það ekkert á sig fá. Það var allt betra en sitja aðgerðalaus heima.” „Hvernig var skólagangan?” „Ég byrjaði á að fara í blindra- skólann hér í Reykjavík en sú skólaganga varð stutt. Ég hafði aldrei farið að heiman fyrr og það varð dálítið erfitt. Á gagnfræða- skólastiginu sat ég í tímum í skól- anum heima og fylgdist með og reyndi það sem ég gat. Svo þegar ég fór til Bandaríkjanna 1963 þurfti ég að byrja á byrjuninni.” „Hvernig stóð á ferð þinni þang- að?” „Það kom í ljós að ég var músík- alskur. Þaö hafði engum manni verið ljóst áður en þetta gerðist. Þá fór ég að grípa í hljóðfæri sem ég náði í. Það var til píanógarmur heima. Og meðan ég lá á Vífils- stöðum, þar sem ég fékk mína lækningu á heilahimnubólgunni, var þar maður með harmóníku — og mér þóttu það afskaplega fall- egir tónar. Mig langaöi afskap- lega í svoleiðis hljóðfæri og byrjaði með munnhörpu. Svo, jól- in sem ég kom heim, fékk ég harmóníku frá frænku minni í jólagjöf, átta bassa harmóníku, tvöfalda. Ég fikraði mig áfram sjálfur meö öll þau hljóðfæri sem ég spil- aði á. En svo fór ég seinna í píanó- tíma, 1960, hjá Hauki Guðlaugs- syni sem kom á Akranes sem kirkjuorganisti og síðan tók hann við tónlistarskólanum. Hann plantaði þessari hugmynd í koll- inn á mér, að stilla píanó. Ég hef alltaf haft mikla ánægju af allri handavinnu og svo fór hann að segja mér frá mönnum úti í Þýskalandi, þar sem hann lærði, sem unnu við að stilla píanó og sáu 45. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.