Vikan


Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 23

Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 23
Það er mikið vatn runnið til sjávar síðan, menn- ingin hefur haidið innreið sína í gamla hverfið með malbiki og greinilegri skipulagningu borgar- yfirvalda. Enn liggur þó leið mín fótgangandi yfir stokkinn því fyrir höndum er viðtal við gamlan skólabróður. Hann var oft þrándur í götu því skólasystur búsettar innar var ekki hægt að heim- sækja nema lenda í k/ónum á Guðmundi, þar skiptist stokkurinn þvers á kafla. Núna er Guðmundur Emilsson orðinn virðuleg- ur hljómsveitarstjóri með g/eraugu og alskegg. Hefur ekki /engur tíma til að flæma burt hortugar stelpur sem ekki vi/ja viðurkenna eignarrétt hans á svæðinu. Ennþá fylgir honum þó sami kraftur og fyrrum, enda vonlaust að halda uppi /slensku hljómsveitinni með meða/mennsku að vopni. dreymir um aö taka símann úr sambandi, fara upp í sveit og semja hljómsveitarverk. Á unglingsárum tók ég tónsmíðar mjög alvarlega, lærði meðal annars hjá Þorkeli Sigur- björnssyni. Flestir vinir mínir á íslandi eru tónskáld og sama má segja um vini mína í Bandaríkjun- um. En ég er að öðru leyti af- sprengi nútíma fjölmiölunar, alinn upp með Mozart og Beet- hoven í eyrunum. Ég skal samt segja þér í trúnaði aö ég hef alltaf átt erfitt með Beethoven. Hann var snillingur. En persónuleikinn er svo skýr í músíkinni — og ég er ekki viss um að ég sé sáttur við hann sem slíkan. En ég elska Monteverdi. Hljómsveitarstjórar eru farandverkamenn Eftir nám hér heima lá leiðin til Rochester í New York, þá var ég 22 ára. Fyrst í Eastman School of Music í University of Rochester og síðan í Bloomington í Indiana þar sem ég var í þrjú ár, en alls átta ár erlendis. Kennarinn minn í síðari skólanum sagði þegar hann frétti af framkvæmdagleöi Islensku hljómsveitarinnar hér heima: „Þú hefur alltaf verið að reyna að sigra heiminn, Guðmundur minn.” Og flestir sögðu að ekki væri hægt aö stofna hljómsveit og láta hana nánast standa undir sér strax. Og mér var ráðið frá því að leggja út í þetta. Mikill misskilningur hefur ríkt um það hvernig hljómsveitar- stjórar verða til. Þeir áttu til skamms tíma að vera mjög framandi og helst mjög þýskir til að vera nothæfir. Þessir fordómar eyddust á Italíu fyrr á öldinni með miklum snillingi, Toscanini, og síðar í Bandaríkjunum með Bernstein. Asíubúar og frændur okkar á Norðurlöndum tóku við sér fyrir um 15 árum með miklum og góðum árangri en við sofum enn og höldum að okkur höndum. En því er ekki að neita að framandi hljómsveitarstjórar hafa forskot, þeir hafa ákveðinn varnarhjúp. Fólk segir ekki mn þá „Þetta er hann Gummi á Soga- veginum”. Einnig er erfitt þegar hljómsveitarstjóri er lengi með sama fólkinu — þá verða allir leiðir og með tímanum verður samstarfið líkt og lélegt hjóna- band, þungir straumar og erfiðir og kominn tími til að skilja. Oft er betra að fara á milli staða, þá er hver dagur eins og nýtt ástarævin- týri — lífið sífelldir hveitibrauðs- dagar. En fara svo burt í fyllingu tímans og horfast ekki í augu við grámyglu hversdagsins. Flestir hljómsveitarstjórar sem ég þekki eru farandverkamenn. Aö sinna hljómsveitarstjórn á þennan hátt er einmanalegt starf. En við Islendingar getum framleitt okkar stjórnendur sjálfir. Það er afdalamennska að segja að ekki sé hægt að berja menn til biskups hér heima. Þetta á við um alla tónlistarmenn, einleikara, einsöngvara, tónskáld og hljóðfæraleikara og síðast en ekki síst stjórnendur. Það gerist ekkert sjálfkrafa né heldur er nokkuð dularfullt viö þetta. Lykil- orðið er þjálfun! I stað þess að þjálfa okkar eigin menn segjum við við útlendingana: „Komið hingað, við skulum veita ykkur já- kvætt aðhald, tækifæri til að stjórna og uppbyggjandi gagn- rýni. Síðan getið þið farið út aftur til ykkar heimkynna, veifað gagnrýninni, væntanlega góðri, veifað reynslunni, veifað sprot- anum og gleymt okkur. ” Tónsprotinn varð að tölvu íslenska hljómsveitin er stofnuð til þess að berja fólk! Eins og áður f sagði verður enginn óbarinn biskup og hljómsveitin veitir mönnum dýrmæta aðstöðu. Hún er stofnuð sem vinsamlegur vettvangur fyrir barsmíðar. Mitt markmið í lífinu er aö geta starfað að minni list á íslandi og með þessari hljómsveit hefur annað fólk eignast hlutdeild í draumi mínum, sem er því til framdráttar á nákvæmlega sama hátt. Draumar okkar eiga samleið. Líklega má segja að þessi hljómsveit sé hugarfóstur mitt og ég hef lagt öll mín lóð á hennar vogarskálar. Þetta hefur verið erfiður róður og stundum og oft hefur mig langað til að pakka saman — gerast farandverka- maður, ábyrgðarlaus gagnvart öllu nema sjálfum mér og tónlist- inni. Ég hef vanrækt sjálfan mig og mín málefni síðan ég kom hing- að heim — það er kominn tími til þess að líta aftur í raddskrárnar og í eigin barm og rækta garðinn. En það get ég alls ekki fyrr en búið er að greiða niður neikvæðan höfuðstól hljómsveitarinnar — stofnkostnaðinn. Þegar við kom- umst á núllið tökum við ákvörðun um framhaldið. Þaö má segja að ég hafi byrjað með tónsprotann aö vopni en er nú skyndilega kominn með tölvu í staðinn. Ég þekki bókhald allvel núorðið, það er góður skóli að reka hljómsveit. En fyrr eða síðar er ég að vona aö tækifæri gefist til að láta aöra berja mig í stað þess að þurfa að smíða bareflið sjálfur. Og þá kemur í ljós hvað í mér býr.” Texti: Borghildur Anna Ljósm.: Ragnar Th. að berja fólk" 45. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.