Vikan - 20.12.1984, Blaðsíða 32
bygging. Andi gamals tíma og
glæstra fyrirmanna svífur þarna yfir
og gamlar slitrur úr VIKUNNI, lesn-
ar á unglingsárunum, koma upp í
kollinn, nánar tiltekið lýsingar úr
þeirri frægu Angeliquesögu sem allir
á táningsaldri lásu og fæstir létu
síðan kvikmyndina fram hjá sér fara.
Óraunverulegur blær einhvers sem
ekki er eign hversdagsins í lífi
almúgamannsins á norðurhjara.
Fyrir innan stórt anddyri tekur á
móti gestinum Erika Vignial sem er
almannatengslafulltrúi fyrirtæksins í
Evrópu. Hún býður í snæðing á
næsta matsölustað við glæsigötuna
og félagi okkar verður Sylvia Behdjet
sem var einkaritari Helenu
Viö 17. afhendingu Haute Couture gullfingurbjargar Helenu Rubinstein.
jules Francois Crahay frá Lanvin, Claude Ury frá Helenu Rubinstein og
madame Chirac, borgarstjórafrú í París.
Rubinstein til dauðadags þeirrar
síðarnefndu. Núna er einkaritarinn
hættur störfum hjá fyrirtækinu en
heldur alltaf tryggð við það, kemur í
heimsókn þegar tími gefst.
Erika Vignial er önnum kafin
kona og aðspurð segir hún það geta
verið erfitt að vera í slíku starfi.
Hún er upphaflega svissnesk, á þó
ítalska móður og er núna gift
Frakka. Búsett í París.
,,Þetta hefur í för með sér tvöfalt
líf því ég er líka eiginkona og móðir
tveggja barna, á átján ára son og
sextán ára dóttur. Það veldur oft
árekstrum að uppfylla bæði hlut-
verkin og það er óvenjulegt að lifa
fj ölskyldulífi í slíku starfi. Því er
auðveldara fyrir karlmenn að vera í
því og konur verða oft að vera ein-
hleypar til þess að halda kröftunum.
Mikið samkvæmislíf fylgir þessu
og ég verð að vera mikið á ferðinni.
Ef vel á að vera þarf vinnudagurinn
oft að ná yfir allan sólarhringinn.
Karlmenn eru frjálsari því þeir taka
ekki jafnmikið mið af fjölskyldulíf-
inu. Hins vegar sækja konur fram og
það er merkilegt að fylgjast með
því að oft taka þær til dæmis bestu
prófin í skólum. Starfinu fylgja líka
mikil tengsl við fjölmiðla og fólk í
diplómatastöðum, semja verður
fyrirlestra og ræður og ekki má
gleyma mikilvægi þess að halda sam-
böndum við rétta aðila. ’ ’
Þetta reynast allt orð að sönnu.
Þegar við reynum að komast úr dyr-
unum ætlar síminn aldrei að þagna,
inn koma aðilar frá fyrirtækinu og
utan úr bæ í ýmsum erindagjörðum
og sonurinn hefur samband: ,,Hvar
er eiginlega hægt að ná sambandi
við þig mamma?” Það síðasta er
leyst með því að bjóða honum með í
matinn.
I anddyrinu mætum við einka-
ritaranum fyrrverandi, hún er smá-
vaxin og fjörleg og það er mikið að
gera við að heilsa öllum sem hana
þekkja í kring.
,,Við erum öll eins og ein stór fjöl-
skylda og þetta er andi sem Helena
sjálf skapaði í kringum sig og við
reynum öll að halda.”
Við erum komnar á veitingastað-
inn innan stundar og Sylvia segir:
,,Ég var mjög heppin að fá starfið,
hún réð mig sjálf og frá því fylgdi ég
henni um allan heiminn. Það var
árið ’53 og ég að leita mér að at-
vinnu. Flaug reyndar ekki í hug
þegar ég sá hana að þarna væri sjálf-
ur forstjórinn á ferð.
Helena Rubinstein var mikill vin-
ur Givenchy og dáðist að Yves Saint
Laurent. Var mjög hrifin af perlum
og keypti þær í kílóum í Japan. Hún
3Z VíKan 4S. tbl.