Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 17

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 17
Vísindi fyrir almenning r Nýfætt bam er engan veginn óskrifaö blað. Þaö hefur þegar nokkra lífsreynslu. Hún hefur búið þaö undir lífiö utan móöurkviðar og aö hluta tU ákveður þessi reynsla viðbrögð bamsins viö fyrstu kynnum af veröldinni. Aö minnsta kosti eitt skilningar- vitanna — heymin — er trúlega virkt síðustu mánuði meðgöng- unnar. Bamið héyrir alls konar hljóð úr umhverfinu og safnar þeim í minnið í heilanum. Þegar fyrir fæðingu lærir bamið að þekkja rödd móöurinnar. Og ekki nóg meö það. Það getur líka lært að skemmta sér yfir ævihtýrum sem móðirin les upphátt!! Það ér bandaríski sálfræðingur- inn Anthony DéCaspér og sam- starfsmenn hans við háskólann í Greensboro í Norður-Karólínu- fylki sem hafá fært sönnur á að ófædd böm hlusti og læri ýmislegt áður en þau fæðast. Þettá hófst á •ftír Harry Bökstadt. Einkaréttur VIKAN Wmmi b ; .’! §jfj| wm Nýburinn er ekkióskrifað blað! því að þau gátu sýnt fram á að ungböm þekktu rödd móður sinn- ar svo til strax eftir fæðingu og vildu heldur heyra hana en aðrar raddir. Þessi uppgötvun var gerð með nýrri og snjallri aðferð. Hún nýtir sér atferli sem ungböm em ötul við frá upphafi. Fái þau snuð byrja þau að sjúga. Þetta em ósjálfráð og meðfædd viðbrögð. En þetta er ekki vélræn óbreytanleg athöfn. Þau geta nefnilega sogið ýmist stutt eða lengi, hratt eða hægt eða sogið hratt og hægt á víxl. DeCasper fékk þá hugmynd að athuga hvað böm vildu helst heyra í tengslum við þessa sogtækni. Sett em heymartól á bamið. Þau era tengd segulbandi sem er aftur í beinu sambandi við snuð í munni bamsins. Tvær tegundir hljóða em á bandinu og með því að breyta sogtakti sínum getur bamið ráðið því hvað heyrist í tóiunum. I fyrstu tilraun sinni, en frá henni er sagt í tímaritinu .Jíature” árið 1980, lét DeCasper tíu mæður lesa ævintýri inn á segulband strax eftir fæðinguna. Eftir eitt dægur fengu bömin tæki- færi til þess að velja hvort þau vildu heldur heyra móður sína lesa ævintýrið eða einhverja ókunnuga konu. Þau völdu með sogaðferðinni. ÖIl sýndu bömin ótviræða tilhneigingu til þess að velja rödd móðurinnar. I nýlegu tölublaöi af tímaritinu „Science” er sagt frá hvað vísindamenn hafa tekið sér fyrir hendur síðan til þess að kanna hæfileika ófæddra bama til þess að skynja og greina hljóð frá umhverfinu. DeCasper leitaði meðal annars svara við þeirri spumingu hvort ungböm vUdu heldur heyra rödd móður sinnar vegna þess að þau hefðu heyrt hana bókstaflega á fyrsta augna- bliki ævi sinnar. Ef það væri raunin mundu þau velja hvaða rödd sem væri ef þau heyrðu hana á þessu fyrsta augnabliki utan móðurkviðar. Sex feður, sem viðstaddir vom fæðingu dætra sinna, vom hvattir til þess að tala eins mikið við nýfæddar dætur sínar og þeir mögulega gætu. Sálfræðingamir gerðu svo tilraun þegar stúlk- umar vom tveggja daga. Þá höfðu fimm þeirra heyrt rödd föður síns í fjóra tíma en hin sjötta í 10 tíma. Við tilraun með segulbandi og túttu gátu stúlkumar valið á milli raddar föðurins og annarrar karlraddar. I ljós kom að þær hlustuðu jafnmikið á rödd föðurins og hina röddina. Ástin til föðurins tók ekki að dafna fyrr en eftir nokkrarvikur. Það var greinilega eitthvað sérstakt við móðurróminn. Svo leit út sem bamið bæri kennsl á hann þegar við fæðingu. Vitað er að heymin þroskast svo snemma að fóstrið getur hennar vegna farið að heyra þegar á sjötta mánuði. Og þótt hljóðbylgjur berist ekki til fóstursins í lofti heldur í vökva er enginn vafi á að fóstrið getur numið þær. Það sem baraið heyrir em hin ýmsu líkamshljóð móðurinnar, hjart- sláttur til dæmis. DeCasper færði sönnur á að það var þægilegt hljóð bömum með sogprófinu. Tólf ungböm vildu heldur hlusta á hjartslátt móður sinnar en rödd föður síns. Rödd móöurinnar er greiniiega annað mikilvægt hljóð sem fóstur lærir að þekkja úr umhverfi sinu. Þessi staðreynd gaf DeCasper þá hugmynd að kannski væri hægt að „kenna” fóstrum með því að láta þau hlusta kerfisbundið á eitthvað fleira en rödd móðurinnar. Ásamt Melanie Spence hefur hann nú framkvæmt tilraun með þetta. Sextán óléttar konur tóku til við að lesa upphátt vísur úr bókinni „Kötturinn með höttinn”, tvisvar á dag seinustu sex vikur meðgöngutímans. Þegar bömin fæddust höfðu þau heyrt þetta samtals í fimm klukkustundir. Þá var tímabært að framkvæma prófun. Nýburamir fengu heymartól og túttu eins og vera bar og gátu svo valið hvort þeir vildu heldur hlusta á mömmu lesa „Köttinn meö höttinn” eða annað ævintýri eftir sama höfund. Það var líka rímað eins og kötturinn. Það var morgunljóst að ungbömin vildu heldur köttinn! Þau höfðu lært að meta það áður en þau fæddust! En getur hljóð sem á uppruna sinn utan kropps móðurinnar einnig náð inn tÚ fóstursins? Það er afar sennilegt. Af tilraunum með sauðfé og geitur vita menn að þetta þekkist meðal annarra spendýra. Breskir dýrafræðingar við há- skólann í Cambridge (Sally Armitage og félagar) komu fyrir hljóðnemum í legi áa sem vom með lambi og gátu staðfest að hljóð sem var að styrkleika 65 desíbel náði inn til legsins. Þetta er um það bil sami styrkur og er frá samtali í 1 metra fjarlægö. Þótt aðstæöur séu vissulega frá- bmgðnar hjá mönnum er ekki óviturlegt að álykta sem svo að mannsfóstur geti einnig numið hljóð sem koma að utan. Hver veit hvað hægt er að kenna bami áður en það fæðist? Að læra að meta dægurtónlist eða tólftónamúsík, Bach eða Karl Jularbo. Og verðandi faðir getur kannski tryggt sér vinsamlegt viðmót bams síns með því að tala styrkri röddu einu sinni á dag í um það bil eins metra fjariægð frá verðandi bamsmóður sinni, seinustu sex vikumar áður en hún verðurléttari! 21. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.