Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 35

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 35
15 Draumar Tvíburar með stein í gegnum nefið Mig dreyndi draum sem mér þætti gaman að fá ráðningu á. Mér fannst mamma vera búin að eignast tvtbura, tvær stelþur, að mig minn- ir. Þær voru Ijósrauð- hærðar, sætar en með stein í gegnum nefið, grænan, og mamma sagði að sig hefði dreymt að hún ætti að setja steina í gegnum nefið á þeim. Allir voru ofsaánægðir með bömin. Þá hafði kona bróður mtns líka eignast tvíbura, strák og stelpu. Strákurinn leit út eins og einn frændi okk- arsem er dáinn, en varmeð fitu aftan á hálsinum, en stelpan var ósköp venjuleg. Ég var ofsaánægð með öll bömin, þó sérstaklega bömin hennar mömmu. Þá fannst mér við vera niðri í bæ og vera að fá okkur að borða, þá sagði mamma mér að vinningur hefði komið á happdrættismiða sem við pabbi ættum saman, upp á hundrað þúsund, en ég sagði henni að pabbi ætti miðann einn, þvthann hefði borgað mið- ann, og var fegin að hann gæti þá eytt þeim á tvíbur- ana. Þá fannst mér ég vera að horfa út um gluggann heima og horfa yfir X. Þá var risið þar piparkökuhús sem gnæfðiyfir öll hin hús- in og var verið að skreyta það, mér fannst jólin vera að koma. Með fyrifram þökk, X.M. Ekki er gott að ráða í þetta með steinana gegn- um nefið en að öðru leyti virðist draumurinn tákna að þú eða fjölskylda þín lendi í smáerfiðleikum. Það er ef til vill ósamlyndi innan fjölskyldunnar. Þó tekst að ráða fram úr því og virðist móðir þín koma við sögu þar. Þá er happdrætt- isvinningurinn líka merki um erfiðleika sem þó verða yfirstignir. Seinasti partur- inn af draumnum bendir svo til þess að eftir samráð í fjölskyldunni komist allt í samt lag aftur. Koss og mótþrói Hæ, hæ, ágæti draum- ráðandi! Þannig er mál með vexti að mig dreymdi draum og vil ég vita ráðningu hans. Eg var að vinna t salt- fiski og var í pásu. D vinkona mtn sat mér á vinstri hönd og S (vinurtnn minn) hægra megin við mig. Svo segir hann: ,,Má ég ekkikyssaþig?",,Nei, sagði ég. Hann sagði þá: ,,Af hverju ekki?" ,,Sérðu ekki að D og Ó eru héma?" Og svo bara kyssti hann mig. En ég barðist á móti. Svo kom mamma að vekja mig í vinnuna. Ein að austan. Eitt er hægt að fullyrða um þennan draum: hann snertir ekkert samband þitt við vin þinn þótt hann sé þér augljóslega hugleikinn. Að dreyma myndarlegan karlmann er venjulega happamerki ógiftri stúlku, það er að segja ef hann er ókunnugur. Að dreyma vin sinn er ekki sama lukkan. Kossinn bendir til þess að þér áskotnist eitthvert óvænt happ. Vinnan virðist koma þar við sögu en salt- fiskurinn er bara góðs viti. En þau viðbrögð þín við kossinum að berjast á móti benda til þess að þú sért að bæla niður smávandamál. Það virðist þó ætla að fá farsælan endi. Látum vera þótt sólardagarnir séu ekki margir, Guðsteinn. En ertu viss um að þetta sé besta aðferðin til að fá jafna sólbrúnku? frhjtkT Ég get sagt þér álit mitt á kjarnorkuvopnum á íslandi í einu orði: KA-BAANNGGGG! 21. tbl. Vlkan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.