Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 42

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 42
Published by arrangement with Lennart Sane Agency, Karlshamn, Sweden. Originally published by Simon & Schuster. _ érðu til, við erum bæði óhamingju- söm. Júdý vill ekkert með mig hafa nema sem vin og hún hefur ekki einu sinni viljað tala við mig i kvöld. Ég er svo einmana og vansæll. Kata, ég þarfnast þín,” sagði hann blátt áfram. „Korndu upp í herbergið til mín, elsku Kata mín.” Sér til mikillar furðu íhugaði Kata þetta frekar. Hún þráði hughreystandi hlýju karlmanns eftir að hafa mátt þola sárs- aukann við að vera vísað á bug. ,,Ég veit ekki,” svaraði hún. „Hvernig eigum við að koma því í kring?” ,,Vertu ein þeirra fyrstu sem sjást fara inn í vagninn og læðstu síðan út um bakdyrnar þegar frökenin er enn í óðaönn að telja inn að framan. Fáðu Heiðnu til þess að hleypa þér; inn.” Kata var svo örvingluð á svipinn að Nick tók áhættuna af því að þrýsta henni snöggv- ast upp að sér. ,,Allt í lagi, ég skal reyna þetta en ég get engu lofað. Það er undir Heiðnu komið. ’ ’ ún fór aftur inn til þess að ræða við Maxín hvort þetta væri mögulegt. Maxín var örlítið í kippnum af tveimur kampavínsglösum. „Pierre vill að ég verði líka eftir,” sagði hún og það var greinilegt að hana langaði til þess. ,,Ætlar hann með þig þangað sem liðið heldur til? ” ,,Nei, hann er búinn að panta herbergi uppi til örygg- • > > ís. Þetta fannst Kötu merkilegt. „Hamingjan góða, upp á von og óvon. Það verður dýrt! ’ ’ , Ja, ég veit ekki hvers vegna við ættum ekki að reyna?” Stúlkurnar tvær litu á Heiðnu sem lést vera prinsessa þar sem hún dansaði um gólfið. „Heldurðu að Heiðna vilji verða eftir? „Ég held hún þori það ekki.” Þær sendu Heiðnu merki yfir salinn og flýttu sér aftur á snyrtinguna. „Verða eftir?” hrópaði Heiðna upp. „Hvernig ætti ég að geta það? Það myndu allir taka eftir því. Ég skal hleypa ykkur inn klukkan fimm. En í guðanna bænum verið ekki of seinar.” Klukkan eitt stigu Kata og Maxín upp í vagninn. Þær voru rétt á undan Heiðnu sem reyndi að draga athyglina að sér með því að suða og skammast hástöfum um leið og hún lyfti fína kjólnum sínu yflr óhrein þrepin. Henni tókst næstum því að slá frökenina í götuna um leið og Kata og Maxín sluppu út um dyrnar að aftan. jL ata hentist aftur inn á Imperial hótelið og upp bak- stigana. Hún hægði ekki á sér fyrr en hún var komin upp í sjöttu hæð þar sem Nick beið hennar. Þau flýttu sér eftir ganginum að vinnuhjúastigan- um. Þegar þau voru komin í ör- uggt skjól í herberginu hans faðmaði hann hana að sér og hneppti síðan frá tvídkápunni hennar. Kata tyllti sér varlega á rúmstokkinn og það brakaði í rúminu. Nick dró höfuðið á henni að brjósti sér og strauk hárið á henni lengi þar til hann fann að hún slakaði á. Þá fór hann að kyssa á henni hárið, þá kinnarnar en snerti ekki munn- inn á henni. En Kata teygði sig fram og dró varir hans niður að sér og með einu andvarpi var öll hugsun horfin. Hann kyssti hana af öllum þeim innibyrgða ákafa sem hann átti til í sínum átján ára líkama og uppsöfn- uðu angist og kvöl síðustu átta mánaða. Kossinn virtist standa yflr hálftíma. Hann gat ekki hugsað sér að hætta, hann fann hvernig hann var að drukkna í ilminum frá henni og mjúkum líkamanum sem var heitur innan í taftinu sem varð sífellt krumpaðra. Shirley Conran ELLEFTIHLUTI Það sem á undan er gengið. . . Árið 1963 gengst þrettán ára stúlkubam undir ólöglega fóstureyðingu á subbulegri lækningastofu í París. . . Fimmtán árum síðar er fjórum glæsilegum heimskonum stefnt á fund kvikmyndastjömunnar Lilíar. Þær Heiðna, Kata, Maxín og Júdý vita ekki að þeim er stefnt saman og vita ekki hver tilgangur heimsóknarinnar er. , Jæja, tæfumar ykkar. Hver ykkar er móðir mín?” spyr Lilí. . . Árið 1948 era Heiðna, Kata og Maxín á fínum heimavistarskóla í Sviss. Tvær þær fyrmefndu fara í skemmrigöngu upp í hlíð og verða til að bjarga lifí ungrar stúlku sem hafði hrapað niður klettana. Það er júdý, 15 ára stúlka frá Bandaríkjunum sem vinnur sem fram- reiðslustúlka á kaffiteríu glæsihótels. Júdý verður brátt vinkona stúlknanna og einnig kemur ungur þjónn á hótelinu, Nick, við sögu. Hann verður góður vinur allra stúlknanna en er bara hrifínn af einni þeirra. Smám saman era fleiri ungir menn nefndir til sögunnar og ásrin blómstrar í snjónum í svissneska fjallabænum. 42 Vikan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.