Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 45

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 45
hrindandi þar til hún brosti sínu sérkennilega heillandi breiða brosi. a>. túii túlkumar hröðuðu sér eftir snævi þöktum götunum þar til þær komu að gluggum með móðu. Það var kaffihúsið Deux Magots og þær settust niður við eina auða borðið og pöntuðu sér heitt sítrónupúns. ,,Merde, ég meina helvítis, ég þekki engan,” vældi Maxín. ,,Það er öðruvísi á kvöldin. Eg sá Simone de Beauvoir einu sinni rífast viðJean-Paul Sartre. Og einu sinni sá ég Juliette Greco. Hún er alltaf í svartri peysu og síðbuxum — finnst þér það ekki einkennilegur klæðnaður?” , ,Hún þarf þá ekki að ákveða sig á morgnana,” svaraði lág- vaxinn mjósleginn og ljós- hærður piltur í svartri peysu og buxum. Hann settist í auða sætið við hliðina á henni. Hann var eins og innbrotsþjófur sem tekið hefur ofan grímuna. Hann var með örlítið bogið rómverskt nef, breiðan þokka- fullan munn og bendu af hamplitu hári. „Hamingjan sanna, en sa munur andlitið á þér, Maxín . . . Ég hefði bara þekkt á þér baksvipinn. Og þú ert svo grönn að ég gæti notað þig sem fyrirsætu.” Hann vafði síðum svörtum treflinum frá háls- inum og pantaði þrjár croque- monsieur, steiktar samlokur með skinku og osti sem er aðalfæða franskra stúdenta. ,,Hvað er að frétta af þér?” spurði Maxín. ,,Ég hef búið hér á vinstri bakkanum á Hotel de Londres í meira en ár, fatahönnuður, en enginn virðist hafa veitt því athygli.” „Hvenær varðst þú fata- hönnuður?” spurði Júdý og dembdi sér inn í samræðurnar. „Hvernig losnaðir þú við her- þjónustu?” _,,Ég fékk berkla þegar ég var fjónán ára og því vildi herinn mig ekki. Pabbi varð auðvitað ofsareiður en mamma varð hrifin þegar ég gekk til liðs við Jacques Fath því þá hætti ég að krefjast þess að fá að sauma kjóla á hana. Hún sagði að það væri svo leiðinlegt þegar ég væri að láta hana máta — ég stakk hana með títuprjónum! ” Hann flissaði. „Hvernig fórstu að því að stökkva beint úr skólanum inn á vinnustofu heimsfrægs fata- hönnuðar?” spurðijúdý._ ,,I hreinskilni sagt fékk ég vinnuna hjájacques Fath vegna þess að mamma þekkti yfir- sölukonuna. Þegar ég var ekki að tína upp títuprjóna eyddi ég hverri frístund í að teikna Fath föt. Fór eins lítið leynt með það og ég gat, skiljið þið — ég get rátt fyrir að Guy Saint Simon léti kæruleysislega sem hann væri snillingur ný- skriðinn úr egginu var leyndar- málið að velgengni hans að frá- töldum hæfileikum hans það að hann hafði óbilandi áhuga á tískunni og það hafði leitt til þess að hann eyddi hverri stund sem gafst með klæðskerunum og sníðurunum hjá Jacques Fath. Hann hafði lært að sníða af þeirri lagni sem þróast hafði í tímans rás og gengið frá manni til manns með fordæm- teiknað frábærlega vel.” Hann blés reyk að Maxín.. „Þegar ég var búinn að vera eitt ár hjá Fath var ég tekinn sem teiknari á vinnustofuna og þegar ég var búinn að vera tvö ár varð ég _ aðstoðarmaður hönnuð.ar. Ekki aðstoðarmaður Fath sjálfs, skiljið þið, heldur einnar af undirtyllunum.” Hann hellti víni í glösin þeirra. „Mitt starf fólst í því að útfæra teikningar Fath fyrir vinnustof- una, síðan velja úr niðurstöð- unum þar til prufuflíkin var til- búin, síðan fylgjast með hverj- um rennilási.og tölu þar til.flík- in væri tilbúin til fyrstu mátun- ar_. _Að sjálfsögðu h.öfðum við ekkert af viðskiptavinunum að segja — sölukonurnar sáu__um þá. . . Maxín, þú ættir ekki að borða cro.que-monsieur svona hratt ef.þú ætlar að halda þess- um ótrúlegu nýju línum. ’ ’. , ,En hvernig . lærðir. þú að gera föt?” spurðijúdý ákveðin. Hún viidi vita allt. „Ö, ég veit það ekki, ég lærði það bara.” Guy yppti öxlum. inu einu saman (klæðskerarnir voru alltaf karlmenn, konurnar voru saumakonur). „En það er ekki hægt að ,,.byrja bara”,” mótmælti Júdý. , ,Ja, ég gerði nokkrar al- mennilegar dragtir fyrir mömmu og hún gekk í þeim. Ég hélt að hún gerði það bara til þess að gleðja mig en þá vildu allar vinkonur hennar kaupa sams konar dragtir. Svo — voilal.— ég var kominn út í þetta! En segið mér nú hvað þið ætlið að gera sjálfar. ’ ’ „Ég ætla að verða innan- hússarkitekt og læra í Lon- don,” svaraði Maxín, „en ég þori ekki að segja pabba það svo ég setla að fá Hortense frænku til þess að vera milli- göngumaður.” „Og ég ætla að fá vinnu hérna í París sem túlkur,” bættijúdý við og virtist miklu öruggari með sig en hún í raun- inni var. Hún vissi að sam- keppnin um störfm í París var næstum eins ofsaleg og um- ferðin og að í Frakklandi urðu menn áð vinna langan vinnudag fyrir lág laun. „Svo ætlar hún aftur til New York, ” sagði Maxín fjörlega, „til þess að fá vinnu í einhverju glæstu alþjóðafyrirtæki þar sem hún getur notað tungumálakunnáttuna og að lokum gifst forstjóranum auðvitað!” „Megum við fá að sjá fötin þín, Guy?” spurði Júdý og vildi breyta um umræðuefni. „Að sjálfsögðu. Þið giftist kannski báðar hræðilegum gömlum milljónamæringum og. verðið bestu viðskiptavinir mínir. En ekki í dag. Ég þarf að hitta þann sem gerir hnappana fyrir mig eftir tíu m.ínútur. Hittið mig eftir vinnu á morg- un, klukkan _sex á. Hotel de Londres. Ég skal bjóða ykkur í mat á Beaux Arts á eftir því .þá er Valentínusarmessa og stúd- entarnir verða með brjálað partí. . . Hvað er að? Af hverju emð þið svona. skrítnar á svip- inn. . .? Hef ég sagt eitthvað sem kemur illa vi_ð_ ykkur? ’ ’ „Nei, nei,” sagði Maxín í hasti, „það er bara að við lent- um í smávandræðum í skólan- um í fyrra á Valentínusar- messu. Við . . . ee. . . komum seinna heim af balli en við átt- um að gera. ” „Jæja, þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af svoleiðis barnaskap lengur,” sagði Guy, veifaði eftir reikningnum og tók ekki eftir óþægilegri þögn stúlkanna. ár yrir utan skein dauf vetrarsólin, vindinn hafði lægt og það var ekki nærri eins kalt. Stúlkurnar tvær reikuðu eftir steinlögðum quais, steingarð- inum við bakka Signu, fram hjá fornbókasölunum og dökk- grænu sölubúðunum. „Er Guy fyrir stelpur?” spurði Júdý þegar þær gengu yfir Pont Royal. Það var eitt- hvað í því hvernig hann hreyfði hendurnar. „Ég veit það ekki. Kannski ekki, ég hef ekki hugmynd um það. Hvort heldur sem er þá máttu ekki falla fyrir honum. Ég vil skilja við þig í höndun- 21. tbl. Vikan 45 AWVlWJW %os«e %08«t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.