Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 38

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 38
VÍDEÓ VIKAN Vídeó-Vikan er þáttur fyrir þá sem áhuga hafa á myndböndum og þeim kvikmyndum sem unnt er að verða sér úti um hjá myndbandaleigum til afnota í heimahúsum. Við leggjum áherslu á að ekki er ætlunin að gagnrýna þætti og kvikmyndir heldur kynna þær sem á boðstólum eru og við teljum óhætt að mæla með. Ævintýri í forboðna beltinu Kvikmynd byggfl 6 sögu Stawart Harding og Jean Lafiaur. Framlaiflandi: Don Carmody, John Dunning og Andra Unk. Tónlist: Elmar Bamstein. Leikstjóri: Lamont Johnson. Aðallaikarar: Patar Strauss, Molly Ringwald, Emia Hudson og Michael Ironsida. Sýningartimi: 87 minútur. Islenskur taxti. Það er rétt að taka það fram í upp- hafi að hér er um algjöra og nýstár- lega „fantasíu” að ræða þótt auðvit- að hafi sumar þeirra komist nærri veruleikanum síðar meir. Má þar til nefna hugmyndir Jules Veme og fleiri skáldsagnahöfunda. En hér erum við komin örlítið fram i timann, eða allt til ársins 2136! — Wolff (sem leikinn er af Peter Strauss) svarar kalli frá stjómstöð vegna þriggja stúlkna sem hafa komist i hann krappan á plánetunni Terrull. Þar ræður ríkjum skepna ein ófrýnileg, eins konar blanda vél- mennis og mennsks manns, sem nefnist „yfirhundur” í íslenskri þýð- ingu með myndinni. Að undangengnum ýmsum atrið- um, sem byggjast á tæknibrellum og haganlega smiðuðum geimfarar- tækjum, sjáum við Wolff kominn á plánetuna Terru þar sem hann tekur til að berjast við hermenn „yfir- hunds”. Hann verður að lúta í lægra haldi og stúlkurnar eru fluttar til staðar sem er eins konar „sorphaugur” en þar hefst „yfirhundur” við. Wolff er staðráðinn í því að gefast ekki upp enda eru góð verðlaun í boði, mæld í geimaldareiningum! En honum gengur illa að finna dvalar- stað hinnar óhugnanlegu skepnu. Þaö verður honum til happs að rek- ast á unga stúlku, Niki, (sem leikin er af Molly Ringvald). Hún er öllum hnútum kunnug á Terru 11 og þeim tekst að finna „yfirhund”, sem er vel varinn, og pyndingartæki hans verða þeim næstum að fjörtjóni. Leikarinn Peter Strauss er okkur kunnur úr framhaldsþáttum sem voru sýndir i íslenska sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Eins og áöur sagði er myndin ein stór „fantasía” en hugmyndaflugið ræður ríkjum og gerir hana á marg- an hátt eftirsóknarveröa sem af- þreyingarefni — til að sleppa frá daglegu og vanabundnu amstri eina kvöldstund. Fyrirheit um morð Framleiðendur: Ron Samuals og Gary Cróole. Handrit: David E. Peckinpah og Stancil E.D. Johnson M.D. Leikstjóm: Jerry Jameson. Aflalleikarar: Lynda Carter, Stave Forrest, Granville Van Dusen og Monte Markham. islenskur texti. Lagleg stúlka, Brianne O’Neil (Lynda Carter), starfar á Kyles- bamum, þar sem viðskiptavinimir eru flestir af lægri stéttum varðandi vínmenninguna. En þar koma einnig góðir vinir Briar, Tom Hunter (Steve Forrest), sem er orðinn þekktur leikari, og Kyle Durham (Monte Markham), sem á barinn, og eru þeir þar tiðir gestir. Justin Prices (Granville Van Dus- en) kemur á barinn eitt kvöldið og dregur strax að sér athygli Briar. Þetta þróast upp i náinn kunnings- skap. Eitt kvöldið, þegar Bri kemur heim, verður hún vör við einhvem undarlegan umgang umhverfis hús- ið. Justin lofar aö hjálpa henni við aö varpa ljósi á þetta en fljótlega eftir hið dularfulla atvik við húsið hennar fær hún upphringingu sem skelfir hana. Hún er frá manni sem segist vera moröingi og kallar sig „rakar- ann”, þvi hann klippi hárið af fómar- lömbum sínum. „Rakarinn” leggur gátu fyrir Bri og lykilorð varðandi morö sem hann þegar hefur framið. Bri tekur hann alvarlega. Hún hefst handa um að rannsaka götumar í nágrenninu og kemst að þeirri skelfilegu niðurstöðu aö „rak- arinn” fylgist með hverju fótmáli hennar. Síöla kvölds hringir „rakarinn” í Briákrána. Hún heyrir umgang og léttir þegar hún sér Kyle .. . þar til hún sér aö hann klæðir sig eins og Tom Hunter ... Þannig lýkur ekki myndinni heldur er þetta aðeins upphafið á einstakri spennumynd sem gæti vel sómt sér við hlið mynda Alfreds Hitchcook eða annarra meistara dularfullra spennumynda seinni ára. „Mesta spennumynd ársins,” var sagt um Hotline þegar hún kom fyrst til sýningar. — En þið dæmið sjálf, eftir að hafa séð meö eigin aug- um... 38 Vikan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.