Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 41

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 41
Þýöandi: Anna sitja getur hún alltaf staöiö upp! sagði ég áhugalaus. Mér finnst maður eigi ekki aö gera sér allt of mikla rellu út af hjúunum sínum. Þau fá bara sín ríflega skömmtuðu laun og basta. — Hún þyrfti aö komast út með unga fólldnu á fríkvöldunum sínum... út aö dansa. — Hverjir heldurðu aö vilji dansa við svona klossa! Ja, afsakaöu bara aö ég segi það en hún er bæði luraleg og svo klæðir hún sig í kartöflupoka! Nokkrum kvöldum síðar gekk fatasýning inn í stofu hjá okkur. — Jæja, ég verð að fara, frú! sagði hún og fór. Góða skemmtun! sagði Maríanna. Ég rauk upp úr sætinu. — Hver í ósköpunum var þetta? Soffía Lóren? — Þetta var Magga! Ég lét hana fá dálítið af kjólum af mér, sem ég passaði ekki lengur í. . . hressti upp á útlitið á henni með smáand- litssnyrtingu, naglalakki og svoleiðis. — Magga? Það er af og frá! Hárið... — Ég gaf henni pening fyrir lagningu. Hún er að fara út að dansa. Ég sat heldur súr á svipinn og vildi láta Maríönnu skilja að ég var á móti öllu þessu. Maður á ekki að vera aö skipta sér of mikið af hjúum sínum. Það er allt í lagi á meðan þau sitja í hálfköldu her- berginu sínu á kvöldin og láta sér leiöast. Maður veit þó hvar maður hefur þau þá. En ef maður byrjar að gera tilraunir á manneskju- legum grundvelli getur það fyrr eða síðar leitt til einhvers í viðbót. Það hefur maður séð í tímans rás — afnám þrælahaldsins, þræla- uppreisnin í Kentucky 1844, kvennahreyfingin í kjölfar frönsku byltingarinnar. Nei, þetta var stórhættuleg tilraun sem Maríanná var aö gera. Næsta miðvikudag, þegar Magga var í fríi um kvöldið, þekkti ég hana enn ekki þegar hún leið í gegnum stofuna okkar. — Er að fara, frú! sagði hún og var næstum stríðnisleg um leiö og hún brosti. — Skemmtu þér vel! sagði Maríanna og kinkaði kolli ljúf í fasi. — Höfuðiö á henni... hatturinn. . . þetta var hattur, var það ekki? tautaði ég þegar hún var komin út. — Henni fannst að fyrst hún væri komin í almennilegan kjól þá vantaði hana bara hatt og hanska. . . svo ég fór með hana í hatta- verslun. . . maður verður að vera almennilegur ef maður vill halda stúlkunum sínum. Allir aörir bjóða þeim nú orðið herbergi með litsjónvarpi, eigin eldunarkrók, hljómflutningstækjum og að minnsta kosti þrjú fríkvöld í viku. — Og skómir og. . . taskan. . . hefurðu líka verið að gefa henni það? Maríanna kinkaði kolli en leit ekki í augun á mér. — Þetta var taska úr krókódíla- skinni, var það ekki? Enn kinkaði hún kolli. — Jú, en ég átti hana áður. Ég á ekkert sem passar við hana lengur. Svo mér fannst alveg eins að hiún gæti fengið hana. Ég vil ekki áð hún rykfalli. Ég fór og fékk mér sæti argur á svip. Það var ekki bara peninganna vegna heldur for- dæmisins sem ég var á móti þessu. Ég var viss um aö þetta myndi hefna sín. Það er nú alltaf þannig í þessum heimi að fólk tekur alla höndina ef maöur réttir þvílitlafingur. Það liðu nokkrar vikur og svo kom Magga aftur stormandi inn í stofu til okkar eitt miðvikudags- kvöldið. I þetta skiptið var hún komin í pels af Maríönnu. — Nei, heyrðu mig nú! hrópaöi ég upp þegar stelpan var komin út fyrir dymar. — Þoldirðu nú ekki að sjá gamla pelsinn minn? Heyrðu mig nú, ég er nú búin að fá nýjan og þaö mink svo þú getur ekki kvartað. Þennan nota ég aldrei. — Ertu að segja mér að þú hafir gefið henni þennan? Maríanna kinkaði kolli. Það var bara eitt fyrir mig að gera í þessari stöðu. Ég stóð upp, fór út og skellti á eftir mér. Það liðu nokkrar vikur. Svo dag nokkum, þegar ég kom heim úr bænum, þá stóð Maríanna yfir uppþvottinum og var eitthvað undarleg á svipinn. — Hvað gerðist? Einhver dauður og grafinn? spurði ég. — Það er Magga, kjökraði hún, hún er að fara. Hún er búin að segja upp. Og þú veist að það er vonlaust að fá aðra í staöinn. — Farin, hvemig þá? Maríanna þurrkaði framan úr sér. — Hún er búin að fá vinnu á snyrtistofu. Hún sagði að eftir að hún varð svona vel klædd og fín þá gæti hún bara ekki látið sjá sig með rauðar og þrútnar uppþvotta- hendur á böllunum! E£ Stjömuspá Hrúturinn 21. mars 20. apríl Þú heföir gott af dálítilli hreyfingu núna. Þú ert að veröa aút of værukær. Vinnan veitir heldur ekki holla hreyfingu og hún er stundum einhæf. Þú kemst í samband við mann sem veitir þér stuöning í erfiðu máli. Krabbinn 22. júni - 23. júli Skipuiagsgáfur þínar munu nýtast tú hins ýtrasta þessa viku og þú munt fá betra tækifæri til þess að njóta þín en áður. Reyndú að notfæra þér þetta án þess þó að ofleika. Þaö getúr orðið tú hins verra ef þú ofmetnast af þessu. Vogin 24. sept. - 23. okt. Nautið 21. april 21. mai Vertu ekki of svart- sýnn þótt þér virðist aút komið í’strand. Það er ekki aút komiö undir húsnæðisstjómar- láninu. Reyndu aö styrkja samband þitt við þina nánustu. Ljónið 24. júli 24. ágúst Þú lendir upp á kant við nágranna þinn út af málum sem sannarlega eru ekki þess virði aö kýta út af þeim. Reyndu að jafna þetta áður en þetta eitrar áúa göt- una. Og vertu svo ekki of forvitinn um annarra hagi. Sporðdrekinn 24. okt. - 23. nóv. Tvíburarnir 22. mai-21. júni Þú verður óvænt var við hlýhug Í þinn garð frá ættingja sem sannast sagna hefur ekki sýnt þér mikinn áhuga upp á síökast- íð. Þér býðst nýtt starf sení er áhuga- vert. Hugsaðu þig samt vel um. Meyjan 24. ágúst 23. sept. Reyndu að láta ekki draga þig inn í ann- arra mál. Þaö verður reynt nú á næstunni undir því yfirskini að þú sért svo iífsreynd. Það er blekking. Þú ert ekkert veraldar- vanari en gengur og gerist. Og þakkaöu bara forsjóninni. Bogmaóurinn 24. nóv. - 21. des. Þú átt kost á góðu aúkástarfi ef þu kær- ir þig um. Vertu samt ekki of lengi að ákveöa þig því nú úta menn á aukavinnu' eins og happdrættis- vinning. Reyndu að láta ekki fjárhags- áhyggjur ná tökum á þér. Það er mála sannast að þessi vika virðist ætla aö veröa túbreytingarútú hjá þér. Það er ekki von á neinum stór- tíðindum og þú ættir þá bara að nota tímann og hafa það eins huggulegt og aöstæður leyfa. Þú skalt ekki kaupa miða í happdrætti þótt þéim sé stöðugt haldiö að þér því það er ekkert úklegrá aö þú vinnir á þá nú fremur en endranær. Annars eru líkur á að þú farir í smáferða- lag á næstunni. Stemqenin 22. des. 20. ian. Þaö er eins og það hvíú hálfgerö þoka yfir úfí þínu þessa viku. Reýndu aö gera eitthvaö sem nær að lyfta drunganum. Vertu vingjamleg viö vinnufélaga þína, kauptu handa þeim vínarbrauð með kaff- iriu og svoleiðis. Vatnsberinn 21. jan. - 19. febr. Þetta er sannkaúaðui framkvæmdatími. Reyndu aö virkja fjölskylduna tú sameiginlegra átaka. Þá nýtast kraftámir best. Faröu þér samt ekki um of. Þáð kemur dagur eftir þennan dag. Fiskarnir 20. febr. 20. mars Þetta er óhappavika. Það verðá sem betur fer engin stórslys en leiðindabarriingur. Það er ekki fyrr en undir lok vikunnar sem fer eitthvað að rætast úr þessu. En þá verðá úka um- skipti tú hins betra. 21. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.