Vikan


Vikan - 23.05.1985, Síða 48

Vikan - 23.05.1985, Síða 48
Pósturinn AIRMAIL PAR AVION Búfræðinám Mig langar að biðja þig að svara nokkrum spurning- um um búfræðinám. 1. Hvaða menntun þarf maður að hafa og hvað þarf maður að vera gamall? 2. Hvað lœrir maður aöallega? 3. Fer allt námið fram í skólanum ? 4. Er innifalið eitthvað um hestamennsku ? 5. Getur maður tekið tamn- ingapróf í búfrœðiskóla eða þarf að gera það sér? 6. Hvað er námið langt og hvað kostarþar? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna og von um skjót svör. Mœja. Til þess aö komast í búfræðinám þarf viðkomandi að vera orðinn 16 ára og hafa lokið grunnskólaprófi. Námið tekur tvo vetur og fer fram í bændaskóla en einnig á sveitabæ (3 mánuðir verklegt). Nemendur geta fengið að hafa hest og læra að temja og eitthvað um hrossarækt. Námsgreinamar eru ótalmarg- ar, bæði ýmsar undirstöðu- greinar, svo sem efnafræði, líf- fræði, veðurfræði og erfðafræði, svo eitthvað sé nefnt, svo og grein- ar sem lúta að búfjárrækt, jarð- rækt og öðru. Á bændaskólunum er heimavist og mötuneyti og erfitt að segja til um kostnaðinn að svo stöddu. All- ar upplýsingar um námið fást með því að hafa beint samband við skólana á Hvanneyri, sími 93-7000, og Hólum, sími 95-5961. Ekki komin með nein brjóst Elsku Póstur. Ég hef aldrei skrifað þér áður en ég vona að þú birtir þetta bréf. Ég er 15 ára (ný- orðin) og mitt vandamál er þannig að ég er ekki komin með nein brjóst. Ég er eigin- lega algjörlega flöt og hef á- hyggjur afþessu. Ég er samt alveg orðin þroskuð að öðru leyti, búin að hafa blœðing- ar í nokkur ár og svoleiðis. Ég er að vísu mjög mjó og löng en getur verið að þetta eigi eftir að lagast? Er hœgt að gera eitthvað til þess að þetta lagist? Og þyrfti ég þá að fara til lœknis? Ég vona að þú getir sagt mér eitthvað um hvað ég á að gera, elsku Póstur. Þín Bibba Þú skalt ekki æðrast, brjóstin gætu enn átt eftir að stækka á þér og í öðru lagi er það nú svo meö brjóst, eins og svo margt annað í vaxtarlagi fólks, að þau eru með ýmsu móti og margar konur hafa mjög lítil brjóst. Háar og grannar konur eru einmitt oft brjóstalitlar. Sem dæmi mætti nefna ýmsar frægar fyrirsætur og leikkonur en hjá fyrirsætum er það einmitt oft talinn kostur að hafa lítil brjóst. En hver og einn verður að taka því hvemig hann er skapaður og sjaldnast er hægt að gera nokkuð tU að breyta því. Það er að vísu hægt að sprauta efni inn í brjóstin til þess að stækka þau en það er dýr læknisaðgerð sem hefur ýmis- legt í för með sér. Ef þér líður afar illa út af þessu er þó rétt að benda þér á að tala viö lækni. Annars skaltu frekar reyna aö sætta þig við vaxtarlagið og klæða þig í samræmi við það. Föt í „herralegum” stíl, stórir jakkar með axlapúðum, skyrtur og frakkar, eins og mjög eru í tísku um þessar mundir, klæða stúlkur og konur með þitt vaxtarlag mjög vel. Vinnur íbíói um helgar. . Kœri Póstur. Ég er að deyja ... og ég veit ekki hvað ég á að gera. Það er nefnilega þannig að ég er að verða 18 ára og ég hef aldrei verið með stúlku áður. Oft hef ég orðið skotinn en aldrei eins og í þessu tilfelli sem ég œtla að segja þér frá hér: Þannig er að ég var að vinna í bæjarvinnunni í fyrrasumar. í okkar hópi var ein stúlka sem blindaði mig algjörlega: Ijósa hárið, brúna, mjúka hörundið (ég í- mynda mér að hún hafi mjúkt hörund en ég het aldrei snert hana neittþann- ig) og allt annað í fari henn- ar œtlaði að trylla mig. En ég er voða feiminn að eðlisfari og ég þorði varla að yrða á hana. Póstur, þú verður að hjálpa mér. Ég fer stundum í bíó og ég veit (ég hef séð hana) að hún vinnur í bíói um helgar . . . Vœri soldið kjánalegt að fara þangað og biðja til dœmis um einn rauðan Opal, einn bláan og einn grænan (til að hún veiti mér athygli) og bjóða henni þá á El Sombrero (það er minn uppáhaldsstaður), eða vœri það of gamaldags ? Ég sé engin önnur úrrœði og því ákvað ég að ráðgast við þig. Efþú hefur eitthvert betra ráð þá segðu mér það hér og nú því ég er að ör- vinglast. Og segðu mér ekki að það séu fleiri fiskar í sjónum. H. P.S. Ég hef skrifað þér áður en aldrei fengið svar. Þú verður að hjálpa mér. Það er ekki um annað að ræða en manna sig upp, drengur. Ein- hvers staðar segir: Sveltur sitj- andi kráka en fljúgandi fær. Það þýðir ekkert annað en hrista af sér feimnina. Ef þú hefur unnið með stúlkunni í fyrrasumar ættir þú að geta talað við hana án þess að þurfa að kaupa alla þessa Ópal- pakka (það er þó ekki slæm hug- mynd). Margt kvenfólk kann einkar vel að meta dálítið gamal- dags karlmenn og það hefur alltaf þótt höfðinglegt að bjóða út að borða. En fyrst og fremst verður þú að losa þig við feimnina. Feimni er viss tegund af hugleysi og það er alveg hægt að yfirvinna hana ef viljinn er fyrir hendi. önnur leið, sem væri athugandi fyrir þig, er aö reyna að komast aö því hvar hún býr og hringja í hana eða hvaða staði hún sækir og fara þangað. Nú, svo hittist þið kannski í bæjarvinnunni í sumar. Aðdáenda- klúbbar Ein, sem er aðdáandi John Taylor, sendi Póstin- um utanáskrift nokkurra aðdáendaklúbba og kann Pósturinn henni bestu þakkir fyrir. Hér koma nokkrar og fleiri koma síðar. Ralph Macchio c/oKarateKid Columbia Pictures Columbia Plaza Burbank Califomia 91523 U.S.A. Wham! Fan Club 63 South Matton Street London W1 England. Limahl Fan Club P.O. Box 26 w London W1 a 26 w England. The Thompson Twins Teefax P.O. Box468 London SW10 9 AW England. Michael Jackson c/o Epic Records 1801 Century Park West Los Angeles Califomia 91608 U.S.A. 48 Vikan Zl. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.