Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 44

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 44
Stúlkurnar stauluðust í háttinn, örþreyttar og skelkaðar og máttfarnar af létti. Það var engin ástæða til þess að hafa frekari áhyggjur, hugsuðu þær með sér og háttuðu sig þreytulega. En þar skjátlaðist þeim, og sömuleiðis skólastjóranum. Vegna þess að ein úr hópnum var barnshafandi. ANNAR HLUTI 7 — áhyggjulausu og vernduðu lífi og Maxín, Heiðna og Kata. Einhvern tíma ætlaði hún að lifa þannig alltaf, ekki aðeins í nokkra daga, lofaði Júdý sjálfri sér. ,,Nú förum við í Latínu- hverfið,” sagði Maxín. Þær hröðuðu sér eftir strætunum. Það var febrúar og þau enn snævi þakin. Þær þrömmuðu undir liljum vallarins úr smíða- járni, nútímalistaverki sem skreytti bogann yflr innganginum að Palais Royal neðanjarðarstöðinni. Þær hentust niður stigann og fram hjá feitu gömlu blómasölu- klæddri hendi. Bandaríska stúlkan fór sér hægt til þess að geta gægst eftir hlykkjóttum götunum sem lágu að aðal- götunni. „Hvers konar. föt gerir Guy?” spurðijúdý. „Aðallega dragtir og þlúss- ur, ásamt nokkrum iéttum kápumj. ’ ’ „Saumar' hann þau sjálfur?” „Nei, hann hefur sníðara og saumakonu. Þau vinna í öðru herberginu og hann sefur í her- berginu við hliðina. Hann verður bráðum að fara að leita sér að vinnustofu en þær eru aldeilis ekki á hverju strái ef rúdý var sér ákaflega meðvitandi um druslulegu kápuna sína og leið allt í einu eins og sveitamanni. Hún þráði viðkvæmu, fallegu fötin sem var svo haganlega komið fyrir í búðargluggunum í París sem Maxín benti henni á. Hún samkjaftaði ekki þar til þær komu að horninu sem Hermés stóð á. Þær ýttu sér feimnislega gegnum glerdyrnar en þá setti Maxín upp þóttasvip, rak nefið upp í loftið og athugaði dýrustu silkiklúta og handtöskur í heimi eins og engin þeirra væri nógu góð fyrir unglingsstúlkurnar tvær. Júdý var ölvuð af ilminum frá dýru leðrinu og keypti sér Hermés dagbók, fallega minnisbók í kálfskinnsbandi með .gullblýanti sem stungið varíkjölinn, Við það fannst henni hún verða svolítið franskari og svolítið fullorðnari. En hún var nú orðinn sautján ára og hafði verið heila tvo daga í París. Hún var gjörsamlega heilluð af borginni, stórkostlegu breiðgötunum með kastaníu- trjánum, glitrandi tísku- búðunum, glæsilegu, ilmandi konunum, dásamlegu veitinga- stöðunum sem komu vatni fram í munninn og glaðlegu háværu heimili Maxín, þar sem Júdý ætlaði að dvelja í eina eða tvær vikur eða þar til hún hefði fundið vinnu og stað til að búa á. Hún ætlaði ekki að hugsa um það strax. í dag ætlaði hún að láta sem hún gæti lifað jafn- konunni sem hnipraði sig saman á stól með grátt sjal um höfuðið. Heit vindhviða barst upp og bauð þær velkomnar með lykt af Gauloise sígarettum, gulnandi dag- blöðum, skólpræsum og hvítlauk. „Við erum orðnar of seinar. Eg sagði Guy að við myndum hitta hann klukkan tólf,” sagði Maxín áhyggjufull þegar þær komu aftur út í dagsljósið að ferðinni lokinni. „Ekki svo að skilja að það sé sennilegt að hann sé á réttum tíma, sérstak- lega ekki til þess að hitta mig. Alveg síðan við vorum krakkar hefur hann vitað vel af því að hann er þremur árum eldri en ég. Við hittumst svo oft vegna þess að mæður okkar voru góðar vinkonur í skóla og því varð hann að þola mig. V ^ (/' ún un flýtti sér eftir Boulevard St. Germain og togaði í Júdý með hanska- menn eiga enga peninga í fyrir- framgreiðslu og það á Guy ekki.” „En hvernig fer hann að því að borga saumakonunni og sníðaranum?” spurðijúdý. „Pabbi hans neitaði að hjálpa honum vegna þess að hann sagði að störf við tískuna væru bara fyrir homma og því fékk Guy lánaða peninga hjá nokkrum viðskiptavinum. I byrjun fór hann til mömmu og bauðst til þess að sauma á hana klæðnað fjórum sinnum á ári fyrir vægt verð sem greiddist fyrirfram. Hún féllst á það og sendi hann til vinkvenna sinna og þær skrifuðu allar undir það sama, meira að segja Hortense frænka.” a PW údý var enn hálf- vönkuð við tilhugsunina um Hortense frænku Maxín. Hún var gjörólík öllum öðrum frænkum sem hún hafði hitt og reyndar öllu öðru fullorðnu fólki. Kvöldið áður hafði Hortense frænka boðið þeim út að borða á Madame de George, glæsilega máltíð sem hafði endanlega gert Júdý fráhverfa heimabæ sínum, Rosville. Hún borðaði kornhænuegg, ætiþistilbotna, perluhænu og eftirrétt sem bragðaðist eins og frosið konfak. Eftir þessa her- legu máltíð voru ljósin deyfð og sýningaratriðin hófust með pífupilsum úr bleikum strúts- fjöðrum sem náðu rétt niður fyrir skautið á einstaklega fallegum stúlkum sem allar voru háar, glæsilegar, grannar um mjaðmirnar og með brjóstin hástæð. Allt í einu veitti Júdý því athygli að þær voru herðabreiðar og með vöðvastælta handleggi. Hún gapti. Hún trúði ekki sínum eigin augum. Hún kleip í Maxín og spurði: „Eru þessar . . . ehe. . . stelpur. . .ehe . . . karlmenn?” ,Já,” svaraði Maxín fliss- andi. „Ég er hissa á að frænka þín skyldi fara með okkur á svona stað.” Hana langaði til þess að sýna þér eitthvað oo la la!” Maxín hló. „Og þetta er sá prúðasti af vafasömu stöðunum I næturlífi Parísar. Hortense frænku þykir gaman að hneyksla smáborgar- ana — hún þolir ekki fólk sem er merkilegt með sig og hefur gaman af að ganga fram af þeim sjálfumglöðu. ” „Ég skil ykkur Evrópumenn aldrei.” „Aha, en við skiljum ykkur, við vitum á hverju þið hneykslist,” sagði Hortense frænka. Rödd hennar minnti Júdý á snjó sem fellur hægt til jarðar, regndropa sem skella á gömlum gosbrunni, fágaðan klingjandann í postulíni og lúnar reiðbuxur. Júdý skynjaði að þó Hortense frænka gerði eitthvert uppistand myndi hún aldrei brýna raustina. Hún var með stórt og stórskorið andlit með fyrirferðarmiklu nefi fyrir ofan breiðan munn sem ávallt lék um íbyggið bros. Augnlokin voru máluð smaragðsgræn í stíl við smaragðsgræna satínkokkteil- hattinn hennar. Hún var hávaxin, hrokafull og frá- 44 Vikan ZI. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.