Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 23

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 23
á kvennadeild östra-sjúkra- hússins sem framkvæmdi sko5- unina meö hátíönitækinu. Það var ákveðiö að leggja mig inn til frekari rannsókna en fyrst var ég beðin að hringja í eiginmanninn og fá hann til að koma á sjúkra- húsið til viðr æðna. ’ ’ Þegar þau hjónin voru komin á skrifstofu yfirlæknisins fengu þau að heyra ótíðindin: „Barnið vantar hvirfilbeinið og jafnvel mestan hluta höfuð- kúpunnar. Þótt það lifi fæðinguna af er ekki hægt að gefa vonir um að það lifi lengi. Bamið er svo gjörsamlega vanskapað að það verður aldrei meðvitað um tilvist sína.” „Ég skildi ekki neitt í neinu,” segir Louise. Eiginmaðurinn er kominn inn úr garðinum og kinkar kolli til samþykkis. „Oft stendur vansköpun í sambandi við ofnotkun eða ranga Alsxandra er glsðlynd . . . notkun á lyfjum. Ég gat ekki fundið neina ástæðu fyrir þessu. Eg hef aldrei neytt áfengis og ekki tekið töflur af neinu tagi. Ég hef alltaf haldið mér í góðu formi líkamlega. Ég vildi ekki trúa lækninum og sagði honum það. Auk þess er þessi vansköpun af- skaplega sjaldgæf, það hafa aldrei fæðst fleiri en þrjú böm á ári án höfuðkúpu. 1 mörgum tilfellum var um að ræða misnotkun ýmissa eiturefna.” „Én læknirinn lagði hart að okkur,” bætir Olle við. „Hann bað okkur að hugsa máliö, kvaðst haf a mestar áhyggjur af okkur sjálf- um. Við ættum að leiða hjá okkur hugaræsing vegna svona bams. Við ættum að samþykkja fóstur- deyðingu áður en það væri um seinan.” Louise var lögð inn á sjúkra- húsið og gengið frá formsatriðum vegna fósturdeyðingarinnar. Hún beið í rúminu. Bamiö átti, ef allt væri 'eðlilegt, að fæðast í byrjun maímánaðar, en núna var febrú- ar. „Okkur Olle fannst þetta hræðilegt. Eftir að við höfðum rætt við lækninn á skrifstofunni ræddum við allt sem hann hafði sagt. Við skildum þetta alls ekki. Hvemig gat vantað höfuðið á bamið? Ég hafði fætt Alexander tveim árum áður og núna fannst mér meðgangan vera alveg eins, ég hafði ekki tekið eftir neinum mismun. Hvemig gat þetta verið öðmvísi núna?” Louise var færð inn á dauðhreinsaða skurðstofu, þar sem hún beið ein klukkustundum saman. Síðan fékk hún sprautu í legið, í því skyni að deyða fóstrið. „Ég man vel hve lengi tíminn var að líða meðan ég lá og beið. Eg svitnaði af kvíða og velti mér til og frá. Þaö rann á mig mók en . . . ótrúlega happin . . . svo vaknaði ég og sá ílát við rúmið. Yfir flátið var breiddur dúkur. Ég öskraði og hélt að þama lægibamið.” Ljósmóðirin róaði Louise og sagði henni að þetta væri alls ekki bamið. Á sama tíma fann Louise fyrir greinflegu sparki frá barainu. Ljósmóöirin hristí bara höfuðiö þegar Louisesagði frá því. „Nei, nei, það getur ekki verið, bamið lifir ekki lengur,” sagði ljósmóðirin. „Mér hafði bmgðið svo mjög að ég reis upp þótt ég væri enn undir áhrifum lyfja. Ég ákallaði guð. Eg hrópaði á hann að bamið væri heilbrigt og hann yrði að gera eitt- hvað.” Aftur vom henni gefin lyf og hún missti meðvitund. Þegar hún vaknaði á ný hvíslaði fæðingar- læknir í eyra henni: „Það var lítil stúlka, það var lítilstúlka.” „Ég veit það,” svaraði ég. „Hún heitir Alexandra og hefur átt það nafn frá upphafi. Ég veit að hún lifir og er heflbrigð. Síðan sofnaði Louise aftur. Hún fékk ekki að sjá Alexöndru vegna þess að hópur lækna hafði tekið tfl við að reyna að bjarga lífi þessa litla bams sem vó einungis 6 merkur (1450 grömm). Sú barátta varaði nokkra mánuði. Það þurfti að skipa oftsinnis um blóð í Alexöndm. Henni var gefið mótefni gegn eitrinu sem átti að deyða hana og síðan þurfti að hreinsa blóðið. öðm hverju þurfti að hafa hana í öndunarvél. Stundum hjamaði Alexandra við en svo versnaði henni aftur. Meðal annars þurfti að framkvæma skurðaðgerö á hálsi hennar til að fjarlægja slím sem hafði sest að í hálsinum. „Ég fann það á mér í hvert skipti sem Alexandra átti í ein- . . . vanjuleg urnik stelpa. . . hverjum erfiðleikum, bæði á sjúkrahúsinu og eftir að ég fékk að fara af því. Ég man eftir því aö einu sinni fann ég á mér að eitthvað væri að. Ég hringdi á sjúkrahúsið og sagðist ætla að koma við. Þar kom í ljós að hún átti í erfiðleikum meö andardrátt og tókst að bjarga henni á síðustu stundu. Læknunum til undrunar hafði ég fundið þetta á mér. Ég bara vissi það. Ég sagði ljósmóöurinni frá þessu og hún var alveg undrandi yfir því að ég skyldi hafa vitað að Alexöndm leið ekki vel. Svo sagði hún að nú tryði hún líka á guö. Fyrsta árið var erfitt, heilsa Alexöndm var góð og slæm tfl skiptis. Ég hafði hins vegar vilja- styrkinn, ég vfldi að hún lifði. Samt sem áður var ég alltaf haldin kvíða. Én í dag er ég mjög ánægð hennar vegna. Hún er engillinn okkar.” Yfirlækninum, sem fyrir- skipaði fósturdeyðinguna, urðu á þau mistök að láta ekki röntgen- mynda Louise. Ef það hefði verið tekin röntgenmynd hefði komið í ljós að fóstrið var eðlilegt og engin ástæða til að framkalla fósturlát. Hvorki Olle né Louise láta í ljósi biturð. Þeim finnst að vísu að læknirinn hefði átt að lita inn hjá Louise og kanna hvemig hún hefði það. Það er mannlegt að gera mis- tök. Þeim finnst lítið til þagnar- innarkoma. Hjónunum finnst hinir læknamir og hjúkrunarfólkið á östra-sjúkrahúsinu hafa unniö kraftaverk. „Samt líður mér stundum illa þegar ég keyri framhjá östra- sjúkrahúsinu,” segir Louise. „Þessari reynslu gleymi ég aldrei og ég losna aldrei við minning- amar, kvíðann og óttann.” Alexandra sjálf tekur öllu meö . . . f faðml fjölskyldunnar. ró. Hún er í fjórða bekk í skólanum og æfir ballett í tóm- stundum. Hún hefur líka áhuga á tónlist og glamrar svolítið á píanóið þótt hún hafi ekki lært á það. Hins vegar er hún í fiðlutím- um í skólanum. „Hún er mjög dugleg heima,” segir móðir hennar. „Hún heldur herberginu sinu hreinu og í góöu standi.” „Ég les voða mikið,” segir Alexandra feimnislega. „Það finnst mér skemmtilegast af öllu.” OUe og Louise finnst Alexandra vera guðsgjöf. Og Louise segir: „Vissulega á maður að gefa gaum aö því sem iæknamir segja. Maður á lika að veita hreyfingum fóstursins athygU og öðrum vís- bendingum sem maður verður á- skynja. En fyrst og fremst á maður að treysta eigin eölisá- vísun.” 21. tbl. Víkan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.