Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 20

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 20
Töfraráðin eru bara þvæla! Það dugar enginn megrunarkúr ,,til lengdar" Texti: Sigurður G. Tómasson Myndir: Ragnar Th. Sigurðsson Eins og lesendum Vikunn- ar er kunnugt hefur Óttar Guðmundsson, yfirlæknir í Keflavík, séð um nokkra þætti í Eldhúsi Vikunnar að undanförnu. Það var ekki til- viljun að við fengum Óttar til þessa starfs. í fyrsta lagi er hann áhugamaður um mat og matartilbúning og í öðru lagi snertir doktorsrit- gerð hans, sem fjallar um áhrif salts á háan blóðþrýst- ing, afar mikið mat og neyslu. En hvernig byrjaði þetta allt saman? „Ætli ég hafi ekki bara verið svangur Islendingur í útlöndum. Ég byrjaði að elda mat á fullum dampi þegar ég var í Svíþjóð um 1980. Konan sem ég var giftur þá eldaði aldrei mat svo einhver varð að gera þetta. Nú, ég hafði líka verið í pólitík heima á Islandi en i Svíþjóð er engin pólitík, bara fjór- ir flokkar sem eru allir eins. Eitt- hvað varð maður að gera. Nú, nú, ef maður skýrir þetta sálf ræðilega þá er svolítil sjálfsupphafning fólgin í því þegar karlmaður fer að elda mat á heimilinu. Hann verður miðpunkturinn. Eiginlega verður hann aftur duglegi strákurinn, allir hrósa honum og svoleiðis. Stundum endar þetta jafnvel með því að hann kemst í blöðin, verður sælkeri, vínsmakkari og svo fram- vegis.” Eftir þennan sálfræðilega inn- gang vindum við okkar kvæði í kross. Blaðamaður var haldinn gamalli matarást í garð eiginkonu Ottars, Ásu Olafsdóttur myndvef- ara, og því spurðum við næst um hana: — Eldar Ása akki lengur? Jú, jú, hún er öndvegis kokkur líka. Það er gott samkomulag um þetta eins og annað hér á heimil- inu.” — Ertu snyrtilegur I eldhúsi? „Nei, guðisélof.” Og með það undum við okkur yfir í saltið. Núna heitir þetta „nýja Ifnan", „franska linan" eða „ftalska linan". Efla „rauflvfnsleginn smokkfiskur flamberaður I konfaki". Allt, allt of mikið saltl — Söltum við matinn okkar of mikið, Óttar? „Það er mála sannast að Islend- ingar borða allt, allt of mikiö salt. Meðalneyslan er sennilega um 12 g á mann á dag en við þurfum llk- lega 1—2 grömm og fáum það magn allt í mat án þess að salta sérstaklega. Fólk ber því við að maturinn bragðist ekki vel nema salta hann. Þetta er bara bull. Fólk er bara búið að venja sig á þetta. Það eru til ótal aðrar bragð- tegundir eða krydd sem fólk getur notað tU þess að kitla bragðlauk- ana. Hér nota allir of mikið salt, ekki síst á veitingahúsunum. Mér finnst þeir stundum salta tryll- ingslega þar.” — Hvemig em tengsl selts og há- þrýstings? „Það veit nú enginn fyrir víst hvemig þeim tengslum er háttað. En sýnt hefur verið fram á að neysla á matarsalti, natríumklór- íði, hækkar blóðþrýsting. Þeir ættu þess vegna að gæta varúðar í saltneyslu sem hafa háan blóð- þrýsting fyrir og einnig þeir sem hafa eðlilegan blóðþrýsting sjálfir en eiga eða hafa átt skyldmenni með háan blóðþrýsting. ” Flamberaðir sveitamenn — En hvafl finnst þér um matinn sam við borflum? „Mér finnst Islendingar vera 20 Víkan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.