Vikan


Vikan - 23.05.1985, Side 20

Vikan - 23.05.1985, Side 20
Töfraráðin eru bara þvæla! Það dugar enginn megrunarkúr ,,til lengdar" Texti: Sigurður G. Tómasson Myndir: Ragnar Th. Sigurðsson Eins og lesendum Vikunn- ar er kunnugt hefur Óttar Guðmundsson, yfirlæknir í Keflavík, séð um nokkra þætti í Eldhúsi Vikunnar að undanförnu. Það var ekki til- viljun að við fengum Óttar til þessa starfs. í fyrsta lagi er hann áhugamaður um mat og matartilbúning og í öðru lagi snertir doktorsrit- gerð hans, sem fjallar um áhrif salts á háan blóðþrýst- ing, afar mikið mat og neyslu. En hvernig byrjaði þetta allt saman? „Ætli ég hafi ekki bara verið svangur Islendingur í útlöndum. Ég byrjaði að elda mat á fullum dampi þegar ég var í Svíþjóð um 1980. Konan sem ég var giftur þá eldaði aldrei mat svo einhver varð að gera þetta. Nú, ég hafði líka verið í pólitík heima á Islandi en i Svíþjóð er engin pólitík, bara fjór- ir flokkar sem eru allir eins. Eitt- hvað varð maður að gera. Nú, nú, ef maður skýrir þetta sálf ræðilega þá er svolítil sjálfsupphafning fólgin í því þegar karlmaður fer að elda mat á heimilinu. Hann verður miðpunkturinn. Eiginlega verður hann aftur duglegi strákurinn, allir hrósa honum og svoleiðis. Stundum endar þetta jafnvel með því að hann kemst í blöðin, verður sælkeri, vínsmakkari og svo fram- vegis.” Eftir þennan sálfræðilega inn- gang vindum við okkar kvæði í kross. Blaðamaður var haldinn gamalli matarást í garð eiginkonu Ottars, Ásu Olafsdóttur myndvef- ara, og því spurðum við næst um hana: — Eldar Ása akki lengur? Jú, jú, hún er öndvegis kokkur líka. Það er gott samkomulag um þetta eins og annað hér á heimil- inu.” — Ertu snyrtilegur I eldhúsi? „Nei, guðisélof.” Og með það undum við okkur yfir í saltið. Núna heitir þetta „nýja Ifnan", „franska linan" eða „ftalska linan". Efla „rauflvfnsleginn smokkfiskur flamberaður I konfaki". Allt, allt of mikið saltl — Söltum við matinn okkar of mikið, Óttar? „Það er mála sannast að Islend- ingar borða allt, allt of mikiö salt. Meðalneyslan er sennilega um 12 g á mann á dag en við þurfum llk- lega 1—2 grömm og fáum það magn allt í mat án þess að salta sérstaklega. Fólk ber því við að maturinn bragðist ekki vel nema salta hann. Þetta er bara bull. Fólk er bara búið að venja sig á þetta. Það eru til ótal aðrar bragð- tegundir eða krydd sem fólk getur notað tU þess að kitla bragðlauk- ana. Hér nota allir of mikið salt, ekki síst á veitingahúsunum. Mér finnst þeir stundum salta tryll- ingslega þar.” — Hvemig em tengsl selts og há- þrýstings? „Það veit nú enginn fyrir víst hvemig þeim tengslum er háttað. En sýnt hefur verið fram á að neysla á matarsalti, natríumklór- íði, hækkar blóðþrýsting. Þeir ættu þess vegna að gæta varúðar í saltneyslu sem hafa háan blóð- þrýsting fyrir og einnig þeir sem hafa eðlilegan blóðþrýsting sjálfir en eiga eða hafa átt skyldmenni með háan blóðþrýsting. ” Flamberaðir sveitamenn — En hvafl finnst þér um matinn sam við borflum? „Mér finnst Islendingar vera 20 Víkan 21. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.