Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 58

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 58
Endurgerð drulla Kostnaðarsamt afturhvarf til náttúrunnar Nýlega komu upp deilur í Reykjavík um skurðgröft í ná- grenni Reykjavíkurflugvallar. Flugmálastjóri hélt því fram að verið væri að gera umhverfi flug- vallarins snyrtilegra og draga úr slysahættu vegna fugla sem gerðu sig heimakomna við flugbrautir. Náttúruverndarmenn héldu því á hinn bóginn fram að þessi fram- ræsla stefndi Reykjavíkurtjörn í hættu því vatnið, sem til hennar bærist og héldi vistkerfi hennar lifandi, seytlaði úr mýrunum við flugvöllinn. Auk þess mætti búast viö að það eina sem menn hefðu upp úr þessum þurrkunarfram- kvæmdum væri aö flæma burt sjaldgæfar andategundir, sem þarna verptu nú, og síöustu mó- fuglana en fengju í staðinn grá- gæsir og meira af mávum úr fjörunum. Gæti þetta vart talist stuðla aö auknu flugöryggi. Þá myndi aukast sandburður í Tjörnina. Ekki vitum við hvort eða hvernig veröur úr þessari deilu skoriö. En deilur um skurðgröft eru heldur ekkert nýjar af nálinni. Hérlendis muna sjálfsagt margir eftir grein sem Halldór Laxness skrifaði um þurrkun mýra fyrir nokkrum árum þar sem hann réðst harkalega gegn þessu fram- En nú er allt komið í gott horf. Sef- grasið tekur vel við sér og viti menn: þar sem áður var steypt renna er nú skoppandi lækur og hann iðar af lifi. ferði. Þá hafa menn sýnt fram á að of mikil framræsla geti oröiö til landeyðingar því í miklum vatns- veðrum nái rigningin ekki að metta jaröveginn og smásjatna heldur renni fram í flóðgusum í skuröum og rásum og rjúfi land. Dæmi þessa hafa menn séð til dæmis í Borgarfirði, á vatnasvæði Hvítár. Erlendis hefur einnig veriö mikið rætt um umhverfisáhrif framræslu og áveitna. Þar er þessi umræða komin miklu lengra en hér og sums staðar eru menn teknir til við aö reyna að bæta fyrir misgjöröir feöranna og líkja eftir náttúrunni í von um að laða aö aftur þaö líf sem tapast haföi úr umhverfinu. Veröur að segjast1 eins og er aö oft tekst vel til. En óneitanlega er það dýrt og ankannalegt að þurfa að herma eftir náttúrunni og færa til upprunalegs horfs þaö sem forver- ar okkar byggðu með mikilli fyrir- höfn og ærnum kostnaði. Þessar myndir eru frá Þýskalandi. Þær sýna hvernig unniö er að því aö breyta vatnsvegum svo þeir líkist aö nýju ám og lækjum óspilltrar náttúru. Verkfræðileg snilld úr steinsteypu verður aö víkja fyrir gróöursælli drullu!!!! Hér sést hvernig framræsluskurði i akurlendi er breytt til þess að lif- ríkið komist í jafnvægi á ný. Grafinn er bugðóttur skurður svo aftur verður til lygn lækur. i þessum steyptu mannvirkjum liggur rnikið strit. En nú svitna menn við að brjóta niður verk fyrri kynslóða. Steinsteypan er nefnilega áferðarfalleg — en steindauðl! Þetta kostar mikla vinnu enda gera menn á nokkrum vikum það sem tók náttúruna þúsundir ára kannski — að móta einn lækjarfarveg gegnum skóg. Svo leggja menn torf með sefgrasi á bakkana. Tyrfingunni er lokið en óneitanlega eru bakkarnir dálítið snautlegir. Lækir eru ekki svona snyrtilegir. 58 Vikan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.