Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 19

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 19
ómissandi á spítalanum hér. Og hann varð að koma heim fyrir jól. — Já, sagði frú Carpenter við síð- ustu gestina. — Ég skal sjá um það. Hann kemur heim fyrir jól. Allt var vel undirbúið. Stúlkumar voru búnar að þvo upp og höfðu nægan tíma til að ná áætlunarbíln- umtil Devizes. Það var aðeins lítilræði eftir — að læsa og aðgæta hvort allt væri hreint. — Farðu upp, sagði Hermi- one, og farðu í brúnu fötin þín. Taktu allt úr vösunum áður en þú setur fötin sem þú ert í í töskuna. Ég sé um allt hitt. Lofaðu mér bara að flækjast ekki fyrir mér. Læknirinn fór upp og úr fötunum, en hann fór ekki í brúnu fötin. Hann fór í gamlan, slitinn slopp sem var innst í klæðaskápnum. Eftir smátilfæringar fór hann fram á gang og kallaði til konu sinnar: — Hermione! Máttu vera að því að tala við mig? — Já, auðvitað, elskan. Ég var að klára að ganga frá. — Komdu þá upp. Ég þarf að sýna þér dálítið. Hermione kom að vörmu spori. — Hvað er að sjá þig, maður? sagði hún þegar hún sá hann. — Hvers vegna ertu í þessum ógeðs- lega sloppi? Ég sagði þér aö brenna hann fyrir löngu. — Hver hefur misst gullkeðju í afrennslið á baðinu? sagði læknir- inn. — Auðvitað enginn, svaraði Hermione. — Það gengur enginn með svoleiðis núna. — Hvemig komst hún þá þang- að? sagði læknirinn. — Taktu vasaljósið. Þú sérð hana ef þú beygir þig alveg niður. — önnur stúlknanna hefur misst hana, sagði Hermione. — Þetta er eitthvert ódýrt drasl. — Það getur ekki verið annaö. Hún tók vasaljósið og laut niður um leið og hún horfði í afrennslið. Læknirinn lyfti litlu blýröri og sló hana tvisvar sinnum af öllu afli og mikilli nákvæmni. Svo lyfti hann henni upp í baðkerið. Hann fór úr sloppnum og stoð þama allsnakinn á meðan hann vafði handklæði utan af læknis- áhöldum og setti þau í vaskinn. Hann breiddi dagblöð á gólfið og sneri sér að fómarlambinu. Auðvitað var hún dauð — og lá þama afskræmd í öðrum enda baðkersins. Hann stóð og virti hana lengi fyrir sér án þess að hugsa. Hann byrjaði ekki að fá vit í kollinn fyrr en hann sá allt blóð- ið. Fyrst teygði hann úr henni, svo að hún lá flöt í kerinu, svo fsrði hann hana úr fötunum. Það var mjög erfitt að eiga við hana í mjóu baðkerinu en loks tókst það og hann skrúfaði frá vatninu. Það rann niður í kerið, fyllti það til hálfs og rann svo niður aftur. — Almáttugur! sagði hann. — Hún hefur skrúfað fyrir innrennsl- ið! Það var aðeins eitt að gera. Læknirinn þurrkaði sér um hend- umar, opnaöi dymar með því að 'ialda um húninn með handklæði, nenti því á stólinn og stökk niður berfættur og liðugur eins og kött- ur. Dymar að kjallaranum voru í hominu undir stiganum niðri. Hann vissi nákvæmlega hvar innrennsliskraninn var. Hann átti að vita það því að hann hafði verið að vinna þama niðri fyrir skömmu — hann hafði sagt Hermione að hann væri að hreinsa steyptu víngeymsluna. Hann opn- aði, gekk niður stigann og um leið og hurðin skelltist aftur, svo að hann stóð þama í niðamyrkri, tók hann um kranann og skrúfaði frá vatninu. Svo þreifaði hann sig upp með sótugum veggnum og að stiganum. Hann ætlaði einmitt að fara upp þegar einhver hringdi. Læknirinn heyrði naumast hringinguna sem hljóð. Þetta var eins og jámfleinar væru reknir hægt og hægt lengra og lengra inn í kvið hans. Loks náði hringingin til huga hans. Það var eins og eitt- hvað brysti þar. Hann henti sér í kolasallann á gólfinu og sagði: — Ég er búinn! Það er úti um mig! — Þau hafa ekki leyfi til að koma hingað! sagði hann. Hann heyrði sjálfan sig grípa andann á lofti. — Þetta gengur ekki, sagði hann við sjálfan sig. — Þetta gengur ekki. Hann jafnaði sig ögn. Hann stóð á fætur og nú fann hann ekki til þegar þrýst var á bjölluna í annaö sinn. — Bíddu þangað til þau fara, sagði hann. Svo heyröi hann útidymar opnast. Hann sagði: — Sama er mér. Axl- ir hans lyftust til að hlífa andlitinu eins og væri hann hnefaleikari. — Ég gefst upp, sagði hann. Hann heyrði einhvem kalla. — Herbert! Hermione! Þetta vom Wallingfordhjónin. — Andskotinn hirði þau! Þau ráðast inn. Ágeng svín... Allsnakinn! Ataður í blóði og kolasalla! Það er úti um mig! Ég getekki... — Herbert! — Hermione! — Hvar í andskotanum geta þau verið? — Bíllinn er hér. — Kannski fóm þau til frú Liddell. — Þá hefðum við séð þau. — Eða út að kaupa eitthvað á síðustu stundu. — Ekki Hermione! Bíddu! Er ekki að renna í bað? Á ég að kalla? Eða skella? — U-uss! Ekki! Svoleiðis hagar maður sér ekki. — Það gerir ekkert til þó að við köllum. — Við skulum heldur líta inn á heimleiðinni. Hermione sagði að þau færu ekki fyrr en klukkan sjö. Þau ætla að borða kvöldmat í Salisbury. — Var það? Þá skulum við gera það. Ég vil gjaman drekka kveðjuskál með Herbert aftur. — Komdu, flýtum okkur. Við getum komið hingað um hálfsjö. Læknirinn heyrði þau fara út og útihurðin small að stöfum. Hann hugsaði: Hálfsjö. Ég get það. Hann gekk þvert yfir forstofuna, læsti útihurðinni, fór upp, tók áhöldin úr vaskinum og lauk við þaö sem hann ætlaði að gera. Hann fór niður hverja ferðina af annarri, með pakka eftir pakka. Pökkunum var vafið í handklæði eða gömul dagblöð og fest með öryggisnælum. Alla þessa pakka setti hann niður í gryfjuna, sem hann hafði grafið í homi kjallar- ans, mokaði yfir þá, stráði kola- salla yfir allt, aðgætti hvort allt væri ekki eins og það átti að vera og fór aftur upp. Svo þvoði hann baðkerið og sjálfan sig, klæddi sig og brenndi föt Hermione og slopp- inn í miðstöðinni. Hann lagði síðustu hönd á verkið og það var fullkomnað. Klukkan var stundarfjórðung gengin í sjö. Wallingford kom alltaf of seint. Hann þurfti aðeins að fara að bílnum og kveikja á vél- inni. Það var slæmt að hann gat ekki beðið fram í myrkur, en hann gat alltaf tekið á sig krók og gætt þess að keyra ekki fjölfamar göt- ur. Og þó að einhver sæi hann ein- an í bílnum myndi fólk aðeins halda að Hermione hefði farið á undan. Það myndi líka gleymast fljótt. Samt gladdist hann þegar hann komst óséður út úr bænum og það fór að rökkva. Um leið og aldimmt var orðið nam hann staðar uppi á hæð og hugleiddi málið. Stjömumar voru fagrar á himninum. Hann sá ljósin í smá- þorpunum í myrkrinu fyrir neðan. Hann gnæfði yfir öllu. Allt hitt yrði auðvelt. Marion beið hans í Chi- cago. Hún hélt að hann væri ekkill. Fyrirlestrana gat hann afboðað hvenær sem var. Það eina sem hann þurfti að gera var að setjast að í smáborg í Bandaríkjunum og þar yrði hann ömggur alla tíð. Auðvitað var hann með föt Hermi- one í töskunum en hann gat hent þeim út um kýraugun á leiðinni. Sem betur fer skrifaði hún öll sín bréf á ritvél því að rithandarföls- un hefði getað komið upp um allt. — En á þessu sést, sagöi hann,að hún var nútíma kona, kona sem var bæði fær og dugleg, kona sem stjómaði öllu, stjómaði öllu allt fram í dauðann, bannsett tæfan! — Það er ástæðulaust að æsa sig upp, hugsaði hann. — Ég skrifa nokkur bréf fyrir hana, sí- fellt færri og færri. Ég skrifa líka sjálfur... ætla alltaf að koma heim en kemst ekki af stað. Ég held hús- inu í eitt eða tvö ár meðan þau eru aö venjast tilhugsuninni. Kannski fer ég sjálfur heim og sé um það nauðsynlegasta. Það er ekkert auðveldara. En ég kem ekki heim fyrir jól! Hann var loks sannfærður um að hann væri frjáls þegar hann kom til New York. Nú var hann öruggur. Hann gat minnst þess með gleði — að minnsta kosti þeg- ar hann kveikti sér í sígarettu eftir góðan málsverð — Hvemig hann hafði hangið í kjallaranum og hlustaö á hringinguna, dymar opnast og mannamálið. Um leið og hann gekk yfir for- salinn í hótelinu rétti hótelþjónn honum brosandi nokkur bréf. Fyrstu bréfin frá Englandi. En hvaða máli skipti það: Það yrði skemmtilegt að vélrita blað eftir blað og lýsa öllu að sið Hermione, krota nafnið hennar undir, segja frá því hvað allir hefðu verið hrifnir af fyrsta fyrirlestrinum, hvað Bandaríkin væru stórkost- lega, hvað hún væri viss um að hún kæmi með hann heim fyrir jól. Efasemdimar gátu komið seinna. Hann leit á bréfin. Flest voru þau til Hermione, frá Sinclair, Wallingford, prestinum og svo eitt verslunarbréf frá Holt & sonum, múrarameisturunum. Hann stóð þama í forsalnum innan um fólkið, opnaði bréfin og las nokkrar línur hér og þar. Hann brosti. Allir virtust telja víst að hann kæmi heim fyrir jól. Allir treystu Hermione. — Það eru mis- tök, sagði læknirinn. Verslunar- bréfið geymdi hann þangað til síðast. Það var sjálfsagt reikning- ur. Svo las hann það: Frú Hermione Carpenter. Við höfum fengið heiðrað bréf yðar þar sem þér samþykkið til- boð okkar og sendið okkur lykU að húsi yðar. Við endurtökum að þér getið verið viss um að verkinu verður lokið löngu fyrir jól eins og lofað var og við hef jum það strax í næstu viku. Virðingarfyllst, Paul Holt&synlr. Að grafa upp, steypa og endur- nýja niðurgrafna víngeymslu í kjallara samkvæmt lýsingu með besta fáanlegu hráefni... £ 18/0/0. 2l.tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.